19.9.2007 | 10:58
Mættur í Lugano
Eftir að hafa prufað einhvern slatta af einhverju sona bloggdóti og ég efast um að Eddi nenni að búa til nýtt handa mér :D þá tel ég líklegast að ég verði bara hér. Mig vantar hinsvegar einhverja góða myndasíðu þannig að ef einhverju getur bent mér á nokkrar væri ég bara nokkuð þakklátur með það.
Staðan á manni þessa dagana er víst sú að maður er búinn að vera hérna í 3 vikur eða svo og loksins núna er allt að komast í réttan farveg svo maður geti átt eðlilegt líf. Ég er semsagt búinn að vera á vinsæng á gólfinu í stúdíóíbúð með þeim Gunna og Freyju með þau í samaherbergi þannig að þetta er ekki búið að vera alveg það sem maður kýs í sona langan tíma. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að við erum komin með íbúð og fluttum inn síðasta laugardag. Íbúðin er mjög flott og á fínum stað, erum nokkrar mínútur með strætó í skólann og kannski sona korter að labba eða svo.
Skólinn byrjaði einnig núna síðasta mánudag og líst okkur mjög vel á þetta hérna, mikill sveigjanleiki varðandi kúrsa og yfirmaður deildarinn er mjög fínn. Ekki eru það hinsvegar margir sem eru í þessu námi en ég tel að það sé innan við 10 manns. Það skiptir nú ekki miklu máli þar sem við erum alltaf í tíma með liðinu úr mastersnáminu í fjármálum.
Ég á eftir að laga þessu síðu eitthvað en maður er búinn að vera alltaf lítið á netinu, laga það við tækifæri.
Annars eru komnar nokkrar myndir og annað á blogginu hjá Freyju og Gunna frunni.wordpress.com
Bið a hilsa í bili
Athugasemdir
Það var mikið að belja bar í buxurnar eða þannig. Drullastu svo til að skrifa eitthvað á þessa síðu reglulega..... :)
sævar (IP-tala skráð) 20.9.2007 kl. 13:27
Hæææ
Til hamingju með íbúðina :) heyrðu ég mæli með http://www.picturetrail.com/ það hefur virkað vel fyrir mig allaveganna :)
heyrumst
Hrund (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 13:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.