Mikið að gerast......lítið net....

Jújújújújújújú nóg að gera í Lugano, helgin síðasta var helvíti góð, það var hausthátið í bænum í Lugano og við ákváðum nú að kíkja aðeins á local matinn og vínin og bragða á herlegheitunum. Við fórum 3 saman og við Gunni fengum okkur nokkur glös af local Ticino Merlot sem er bara helvíti gott. Gæddum okkur einnig á líka þessu fína hrossi með polentu og að sjálsögðu Ticino Merlot sem er bara helvíti gott. Eftir nokkur helvíti góða Ticino Merlot þá var þetta komið gott........eða sona allt af því.......

Fórum síðan í ammli hjá strák sem heitir Antonio á laugardaginn, það var 20 mínútur frá bænum á litlum veitingastað sem foreldrar hans áttu. Þetta var reyndar bara fín stemning og fengum okkur feita nautasteik og smá rauðvín með.

 Annars er stefnan sett akkúrat núna að smella sér í tíma, uppí bíl og brumma til Zurich. Þar munu við gunni og tveir aðrir strákar sem við erum búnir að vera mikið með í skólanum mæta á ráðstefnu um privat equity funds í Evrópu.

 Segi betur frá þegar net og tölvumál eru orðin betur.

 Þangað til næst.............Stjánsen......kveður......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það mætti halda að þið væruð í turkmenistan þar sem netið er bannað.  gæti tekið lengri tíma fyrir ykkur að drulla netmálum í lag ? 

Takið edda til fyrirmyndar, hann allavega drullast til að segja frá því hvað hann er að gera og gott ef maður getur ekki hitt á hann líka á msn!

sævar (IP-tala skráð) 10.10.2007 kl. 20:19

2 identicon

Vildi bara segja þér að það er búið að skipta um borgarstjórn. Einnig er Eddi búinn að fá sér páfagauk. Þar að auki er Ívar óléttur og Sævar er byrjaður að missa hárið. Af mér er það að frétta að ég er atvinnulaus og eyði öllum mínum dögum vafrandi um tjörnina að leita að Geirfinni. Bjarki var fundinn sekur um fjárdrátt, það er búið að taka af honum nýja bílinn. Annars bara búin að vera róleg vika.

kv Simmi

Símon (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 15:11

3 identicon

Jæja litlu krúttin mín, akkúrat núna var netið að lenda, tók ekki nema 2 vikur að fá það......tölvan mín er mesta rusl í heimi en maður getur aðeins stolist í tölvuna hans Gunna sona rétt á meðan hann stundar ekki þennan mesta nörda leik í heimi......og þá meina ég ekki EVE

Kristján (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 17:31

4 identicon

Gúrmet gaurinn hann Stjánsi að fíla sig þarna sé ég :) FARÐU SVO AÐ LAGA ÞETTA NET! HANNA ÞETTA MAÐUR

Eddi (IP-tala skráð) 15.10.2007 kl. 15:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband