30.10.2007 | 11:14
Trip to Lubljana......
Helgin búin og vikan byrjuð og ferð til Slóveníu búin....við fórum semsagt 4 saman síðasta föstudag til Slóveníu, nánar tiltekið til Lubljana. Hópurinn samanstóð af pólskum dreng að nafni Peter, amerískri stúlku Megan, þjóðverja að nafni Christina og einum eitur ferskum pappakassa frá Íslandi að nafni Stjánsen. Ferðin tók örlítið lengri tíma en áætlað var sökum mikillar umferðarteppu í ítalíu, ekki frá því að þessi ítalíur séu einu mestu sultur sem maður hefur séð, en allavega við mætum í Lubljana um hálf 8 leitið, pörkum bílnum og smellum okkur á hótelið. Hótelið var heilar 2 stjörnur og vorum við þrjú í herberginu, þjóðverjinn hafði sambönd og gisti þar. Það góða við hótelið að það var snilldar staðsetning og alls ekki slæmt, og já mjög ódýrt. Planið á föstudagskvöldið var að fá okkur að éta einhverstaðar og kíkja síðan á klúbb sem heitir club Glóbal. Við mætum á club global um hálf 12 leitið, vorum búin að panta borð og sona, þegar við mætum eru um 10 manns þarna inni. Við spjöllum við liðið þarna og þau tjá okkur að þetta byrji nú vanalega ekki fyrr en um 1, við tyllum okkur bara niður og pöntum okkur kampavín og playum okkur einsog einherja spaða. Klukkan tikkar og um 1 leitið eru sona um það bil 9 manns inná staðnum, við skiljum ekkert í þessu, átti að vera heitasti klúbburinn og ekkert að gerast. Við spjöllum þá aðeins við liðið og fáum ástæðunum fyrir því að staðurinn er tómur, það var víst 20 ára gamall strákur laminn til dauða af dyravörðunum því hann hafði farið útaf staðnum og vildi komast aftur inn án þess að borga...... og ég sem hélt að dyraverðirnir heima væru þeir heimskustu í bransanum. Eina leiðin fyrir fólkið í Lubljana til að mótmæla þessu var að hætta að mæta á staðinn og sniðganga hann alveg, enda átti mafían staðinn og eitthvað svoleiðis. Þetta skeytti nú ekki miklu fyrir okkur, við vorum að skemmta okkur sjálf mjög vel og kíktum þá bara á annan klúbb sem var rétt hjá og tókum bara gott tjútt þar í staðinn. Alveg súper kvöld og skemmti mér ótrúleg vel, liðið í Slóveníu er bara nokkuð tjillað á því. Eitt gott sem við afrekuðum samt á glóbal var að týna 3 af 4 regnhlífum......ekki spurja mig hvernig samt.....
Við ákváðum að taka daginn snemma á laugardeginum eða uppúr 1 leitinu, kíktum aðeins út í snæðing og ætluðum að hitta Slóvenska vin þjóðverjans sem ætlaði að rölta með okkur um pleisið. Las á netinu að það ætti ekki að taka meira en einn dag að rölta í gegnum allt þarna. Slóveninn heitir víst Primus og er 30 ára læknir, tel allar líkur á að hann spilar ekki fyrir sama lið og ég. hann fór með okkur um bæinn og í einhvern kastala sem yfirgnæfir allan bæinn, þetta tók okkur um 3 tíma með bjórstoppi, ekki slæmt. Okkur langaði endilega að smella okkur á einhver traditional stað um kvöldið og allt í góðu með það, ég fékk mér gúllas og dumplings, fannst þetta nú ekkert voðalega spes en fín stemning samt sem áður. Eftir matinn var síðan smellt sér á einhver pöbb og nokkrir mojito drukknir, ekkert að því. Primus kallinn vildi samt endilega sýna okkur staðinn sem hann fer mjög oft að djamma á og er það staður sem er örlítið öðruvísi, hann er bannaður af stjórnvöldum og rekinn af einhverjum hippum eða eitthvað álíka. Staðurinn er bara einsog geymsla eða kofi eða eitthvað og á tveggja mánafresti koma stjórnvöld með jarðýtur og eitthvað svoleiðis en þá eru hipparnir eða sígaunarnir mættir og hlekkja sig við staðinn og þannig er þetta búið að ganga í nokkur ár, nokkuð töff. Við mættum allavega þarna og það var mega cool stemning og allir jollí á því, nokkur danspor tekin á gólfinu og síðan látið þetta nægja og rölt heim á hótel.
Daginn eftir vökuðum við um 9 leitið þar sem við þurfum að tjékka út klukkan 10, við gerðum það og ætluðum að eta og láta okkur svo hverfa. Þjóðverjinn sem var með okkur sem gisti hjá Slóvenanum var hinsvegar ekkert að láta á sér kræla fyrr en klukkan 2, Peter var orðinn brjálaður á að bíða og ekki par sáttur við hegðunina hjá henni. Eitt skondið situation um hann Primus félaga okkar, hann býr semsagt með fyrrverandi kærustu sinni, sem er lesbía í dag og kærastan hennar býr með þeim, en þetta skiptir sennilega ekki máli þar sem hann er hommi. Þannig að samband þeirra var trúlega hommi með lesbíu, skemmtileg combó það.
En já niðurstaða ferðarinnar, Lubljana mega góð helgarborg, veit ekki hvað ég myndi gera þarna mikið lengur. Hópurinn var mjög fínn, sona fyrir utan þjóðverjann að sumu leiti.
Þangað til næst.......einn dans við mig.....
Athugasemdir
gleymdi að spyrja þig áðan... hvenær ferð þú aftur út eftir jólin ??
sævar (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.