undur og stór merki.......

Eruði að taka eftir þessu eða, jú kallinn bara mættur með tölvuna sína og honum leið bara einsog jólin hafi komið snemma þegar hann smellti sér á alheimsvefinn og vafraði frjáls einsog fuglinn, yndislegt skal ég nú segja ykkur.

En að öðru þá var smellt sér til Zurich yfir helgina, ákveðið á fimmtudagskveldi og farið um hádegi á föstudegi. Hópurinn samanstóð núna af peter the pole og kærustunni hans, Megan fra BNA og Sally frá BNA en er ættleidd frá Asíu. Þetta er þrusugóður hópur og mikið hlegið og vitleysa og annað sem er fínt og bílferðin verður alltaf miklu hressleikandari (nýtt orð, var að semja það, Eddi láttu mig í friði). En já tjékkuðum inná hótelið og beint út að borða, etið drukkið og haft gaman fram eftir kvöldi. Þessi borg er sennilega orðin ein af mínum skemmtilegustu borgum til að ferðast til, virkilega flott, mikið líf, ekki of stór en samt stór, gott fólk og þeir tala ekki ítölsku heldur þýsku, örlítið sleipari í henni. Sem gott dæmi að sjálfsögðu var farið eftir djammið á föstudeginum á kebab og ég get svo svarið það að maður hafði ekki gleymt einu þýsku orði í að panta kebab, strákarnir í þýskalandsliðinu hefðu verið sannarlega stoltir af stjánsen sínum. Á laugardeginum var rölt um bæinn, kíkt á starbucks, ameríkanarnir meira en lítið trylltir af fara þangað, alltígóðu með það svosem.  Síðan um kvöldið kíkt aftur út, eta og drekka og svo heim aðeins fyrr en vanalega til að hafa góða ferð heim daginn eftir. Ég mæli svo virkilega með þessari borg að það er ótrúlegt, aldrei að vita nema maður hafi nú bara hug á að reyna að næla sér í internship eða bara vinnu þarna, þyrfti samt að vera vel borgað þar sem borgin er nú ekki sú ódýrasta.

Að öðru þá er fyrsta prófið mitt hérna á morgunn, er nokkuð vel stemmdur fyrir það og gaman að sjá hvernig manni á eftir að ganga. Annars er þetta bara 25% þannig að ef maður er rasskeltur þá bara spýta í lófa læra aðeins meira.

Og að enn öðru þá spila ég knattleik hérna í skólanum og er í svokölluðu mastersliði (fólk úr masternámi) og spilum við á móti öðrum deildum úr skólanum. Vorum að keppa í gærkvöldi og okkur gengur bara nokkuð vel. Það sem var hinsvegar soldið skemmtilegt að strákurinn sem sér um íþróttalífið í skólanum vildi fá að hitta mig í morgunn og spjalla aðeins við sig, ekkert mál með það. Hitti hann í morgunn og hann vildi fá mig í skólaliðið í fótbolta sem keppir semsagt í tournamenti í Basel í lok nóvember, innanhúsbolti og keppt á móti öðrum háskólum héðan og þaðan. Bara virkilega skemmtilegt fyrir mig og alltaf gaman að kíkja á fleiri borgir, sérstaklega ef einhver annar er að borga :)

þangað til næst...........Hólmfríður Júníusdóttir.......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband