11.11.2007 | 14:12
Þið rétt misstuð af honum......
Söknuður.......góðir tímar.....brást mér aldrei (næstum því)......söknuður.....jú það er búið að selja mega kaggann. Hann var orðinn eitthvað sybbinn þegar ég fór út en eftir gagngerar umbætur hefur hann sjaldan litið betur út. Umboðsmaður minn í þessu ferlu hefur staðið sig einsog hetja og fær hrós skilið fyrir vinnuna sem hann hefur staðið í að redda þessu. Bifreiðin var á sett á hinn stórmagnaða vef mbl.is og var ekki lengi þar fyrr en fólk fór að slást um bifreiðina, enda stóð í lýsingunni að þetta væri " góður bíll " :D sem er svo sannanlega rétt. Einstaklingurinn sem keypti bifreiðina keypti svo sannarlega ekki köttinn í þvottavélinni þar sem þetta er algjör eðalbíll.
Helgin hérna er búin að vera sona í rólegri kantinum, smá best of Britney og reynt að mixa enn mojito eða svo. Er annars uppí skóla að reyna að læra eitthvað, fer að koma próf í accounting. Held að þetta sé örugglega 5 accounting kúrsinn sem ég tek og þetta efni verður nú ekkert mikið skemmtilegra í hvert skipti sem maður tekur það :D Man að þetta var samt skemmtilegt þegar maður var í 10 bekk hjá honum Bjössa bókfærslukennara og var með sona stóra bók að færa þetta allt. Man líka að ég fékk 10 hjá honum, fannst það ekkert leiðinlegt. Vikan mun annars fara í lærdóm og næsta helgi sennilega líka, stefni samt á eitthvað skemmtilegt annaðhvort kvöldið.
Vildi líka benda á að ég er með vetrarfrí eftir próf í lok jan, byrjun feb í næstum 3 vikur held ég. Ég hafði hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt, þeir sem vilja gera eitthvað skemmtó eru velkomnir. Ég hafð hugsað mér að skíða allavega eitthvað og smella mér kannski eitthvert líka. Fara kannski til Geneva eða frakklands þessvegna, kemur í ljós. Allar hugmyndir velþegnar annars.
Þangað til næst.......hristum epli niður úr tré........aaagggaaadúúúúdúúúúú.......
Athugasemdir
Hæmm, mér varð alltí einu hugsað til þess hvar Krissi væri og þá mundi ég það. Gott að þú ert að skemmta þér vel. Vertu nú góður drengur! Bleo
Þórey Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 12.11.2007 kl. 20:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.