13.11.2007 | 17:40
Allt er hljótt......
Stjánsen situr löngum stundum - stjarfur færslur bókar, gæti mögulega verið byrjun á ljóði, keimur af einu uppaháldsljóðskáldi mínu Steinmóði Móða Þormóðsdóttur. Er annars bara einn heima held ég í fyrsta skipti, þau skötuhjú Gunnar og Freyju eru í Milano og ætla að gista þar í nótt. Ástæðan fyrir því að er að við Gunnar ætlum á ráðstefnu á morgunn í Milano og Freyja var í skólanum í milano í dag og fer aftur á morgunn þannig að þau hoppuðu bara á hótel. Ég nennti því ekki, er að taka mettnaðinn á þetta og reyna læra smá bókfærslu. Ráðstefnan í fyrramálið lítur samt ágætlega út, er haldin í Bocconi en þeir sem standa fyrir henni eru BSI, the Gamma foundation, set linkinn með ef einhver vill tjékka á þessu http://www.ch.bsibank.com/main.cfm?includePage=0504040000e.cfm&this3Level=4 við förum semsagt 5 saman á þetta, ástrali, ítali, þjóðverji og stolt íslands Gunnar og Kristján.
Annars var soldið skondið að eftir síðasta tímann í dag sat yfirmaður viðskiptadeildarinnar fyrir mér eftir tímann. Hann hafði víst sent okkur mail seint í gærkvöldi en ég hafði bara því miður ekki skoðað póstinn minn það sem af var degi. Málið er víst að við Gunni erum að vinna fyrir hann þessa rannsókn og rannsóknarfélagi hans var í bænum og vildi endilega fá að tala við okkur og hvernig okkur gengi þar sem félagi hans kemur sjaldann í bæinn. Ég tjáði þeim að Gunnar væri nú bara í lest á leiðinni til Milano með tölvuna þar sem skjölin okkar væru í og lítið sem ég gæti látið þá fá, útskýrði samt fyrir þeim það sem við höfðum gert og lét þetta hljóma einstaklega fræðilega og skemmtilega. Málið stendur semsagt núna að við þurfum að klára þetta fyrir 12. des og það verður einhver pína, erum í prófi á mánudaginn næsta og lokapróf í probability þann 30. nóv. Við munum síðan halda smá fyrirlestur um private equity í tíma sennilega og þá fáum við nokkrar vel þegnar einingar :)
Þar sem ég er annars einn heima í kvöld og er að læra accounting þá hef ég ákveðið að opna einsog eina Reserva Ticino Merlot, Vendemmia. Annars er þetta bara lítil flaska þannig þið þurfið nú ekkert að hafa áhyggjur af honum Stjánsen ykkar.
þangað til næst........lifum í ljósi lífsins undir engablástri alheimsins.......djúpt í dag......
Athugasemdir
Nei nú er ég einmitt farinn að hafa áhyggjur af þér, farinn láta duga að opna bara litla flösku - Stjáni hvað er í gangi ?
Sævar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 09:30
Mér finnst nú ansi lélegt að nota ekki tækifærið þegar þú ert einn heima og nota íbúðina í einhver skammarstrik. Snúa þessum kaþólsku píum til betri vegar! Bókfærsla og einn að drekka, ég segi eins og Sævar, miklar áhyggjur hérna megin. :D
Sara Björk (IP-tala skráð) 15.11.2007 kl. 08:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.