23.11.2007 | 13:06
the most famous pollo.........
Jú miðvikudagurinn var víst eitthvað á þessu vegu, vaknaði 6:eitthvað, mættur niðrí skóla hálf 8, ítalirnir helvíti tímanlega á því.....eða sona meira ekki.....allavega.....vorum á leiðinni til Basel að keppa í háskólamóti í knattleik. Hópurinn samastóð semsagt af mér og 9 ítölum, og já ítalir tala yfirleitt ekki góða ensku og sumir tala bara ekki ensku. Var mjög feginn að hafa eitt stykki ipod með mér, þakka félögum mínum mikið fyrir þá gjöf. Ég var semsagt fenginn í liðið fyrir hæfileika mína sem útispilari en það vildi svo skemmtilega til að markmaðurinn veiktist og við höfðum engan markmann, ég var nú ekkert æstur að fara í markið en lét mig allavega hafa það til að byrja með. Var í marki fyrstu tvo leikina en eftir að hafa hent mér á gólfinu í tvo leiki voru mjaðmirnar á mér, olnbogar og úlnðiðir bara búnir á því þannig að við settum annan í markið. Við spiluðum 6 leiki í heildina og enduðum í 6 sæti af 12 liðum, ekkert svo slæmur árangur það svosem, og ég skoraði næst flest mörkin í liðinu, það var ekkert leiðinlegt :D eftir leikinn stoppuðum við í Attenhausen (smábær í Sviss) á veitingastað sem heitir Burghotel eða eitthvað álíka til að smella í okkur frægasta kjúllanum í Sviss, það var reyndar helvíti gaman. Maður fékk hálfan kjúlla í körfu, franskar og stóran bjór og þessa secreat sósu sem allt málið snéri um, sem var reynar rosaleg. Ítalirnir höfðu mikið álæti á þessum stað og höfðu greinilega farið þarna áður, ótrúlega góður stemmari þarna og gaman að fara á einhvern stað sem Svissarar dýrka. Mig langað helst að taka góða fötu af þessarri sósu með mér heim, mæli alveg með henni, var meiraðsegja að slá í sósurnar hjá kokkinum í Frjálsa, og þá er mikið sagt. Í heildina virkilega skemmtilegur dagur en að spila 6 leiki á einum degi er bara of mikið fyrir stjána kallinn, er að drepast í hassberum all staðar í líkamanum.
Thanksgiving var hinsvegar í gær hjá þeim amerísku Sally and Meghan. Þær voru búnar að plana þetta ótrúlega vel, fengu sendar pæs að heiman og helling af einhverju dóti með. Risa kalkúnn og sætarkartöflur og stuffing og gravy og gravy og gravy og einhver önnur trönuberjasósa eða eitthvað og heill haugur af öðru meðlæti. Vorum komin saman þarna um 13 manns eða eitthvað álíka, fólk úr hinum og þessum áttum og löndum. Maturinn var hrikalega góður og mér finnst ekkert voðaleiðinlegt að borða þannig að maður skilur nú alveg afhverju þeim finnst þessi hátið svo skemmtileg. Ég og Peter höfðum farið fyrr um daginn til að kaupa smá rauðvín með matnum, keyptum semsagt 2 kassa af rauðvíni, þetta var eitthvað vín sem Peter hafði mikið álæti á, kassinn kostaði heila 17 franka eða um 900 íslenskar krónur, ágætis pakki það, og vínið var í alvöru mjög gott. Kvöldið var í heildina ótrúlega skemmtilegt, góður matur, fínt vín og góður hópur sem var mættur þarna, alltaf gaman að prufa einhverjar nýjar hefðir og sjá bara hvernig þessi thanksgiving hátið er. Hef ekkert á móti hátíðum sem snúast um að eta og vera glaður, alls ekkert af því, og gravy :)
Er annars á leiðinni í skólann núna að hitta hópinn minn í Corporate Governance, hann er vægast sagt hrikalega lélegur þar sem þau tala varla ensku og námskeiðið er á ensku, fatta þetta ekki alveg. Get ímyndað mér hver mun halda fyrirlesturinn og sjá um mestu vinnuna, sem er svosem alltilagi, ekkert erfitt fag og frekar skemmtilegt reyndar.
þangað til næst..........let´s dance the funky chicken......funky funky.......
Athugasemdir
kristján, ekki fékkstu þér sósu með matnum ? getur ekki verið, þér finnst sósa svo ógeðsleg...
mér finnst thanksgiving líka snilldardagur, við skulum stefna á að halda alltaf thanksgiving í framtíðinni, einmitt af því það er ekkert voða leiðinlegt að borða og drekka vín ;)
sævar (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 19:40
Netrúntur í enda djamms, maður verður nú að kvitta fyrir sig þó maður sé drukkin, njóttu, bleee
Tótajó (IP-tala skráð) 25.11.2007 kl. 05:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.