7.12.2007 | 11:55
Lugano bar crawl......
Langar að biðjast afsökunar á myndasíðuleysi af minni hálfu, til að bæta ykkur þetta upp var Freyja að setja fullt af nýjum myndum inná síðuna sína http://www.flickr.com/photos/icekisi/ , hinar og þessar góðar myndir og það er bannað að gera grín af hárinu mínu og segja mér að fara í klippingu, hef hug á breyta nafni mínu úr stjánsen í lubbsen. Annars eru við búin að vera dugleg að gera eitthvað nýtt og öðruvísi þar sem bærinn býður ekkert uppá of mikla fjölbreytni. Nýjasta nýtt hjá okkur er Lugano Bar Crawl 2007 í kvöld, búið er að búa til boli á allt liðið mið misgáfulegum upplýsingum á og einnig verður krotuð meiri vitleysa á bolina í kvöld á milli staða, upplýsingar einsog hvaða bari er farið á og hvað er drukkið á hverjum bar, einnig verða víst einhverjar reglur þar sem sumir hafa ekki sama þol, samanber að þolið hjá sumum eru 2 glös af Bellini og þá er allt farið að fljúga, ótrúlegt.
Annars erum við Gunni búnir að sitja semi sveittir og vinna í þessarri rannsókn fyrir Nowak og mun hún sennilega taka allan okkar tíma þangað til maður yfirgefur Lugano. Verður soldil viðbrigði að koma heim í myrkrið og kuldann og rigninguna og rokið, hlakka samt til þess. Annars er verið að reyna að draga mig til Zurich aftur næstu helgi og dálæti mitt á Zurich er það mikið að aldrei að vita að maður freistist í smá ferðalag, kemur samt í ljós hvernig vikan og þessi helgi ganga hjá okkur. Einnig stefni ég á að fjárfesta í brettaátfitti frá Burton, fann helvíti cool outlet hérna með helvíti flottri úlpu og buksum (hvít úlpa og appelsínugular buksur), samt soldið skrítið að fjárfesta í þessum fötum áður en maður hefur nokkurntíman farið á bretti, samt hægt að nota þetta á skíðum og líka heima í kuldanum þar, ég er samt að segja ykkur það að maður var að lúkka í þessu átfitti :D
þangað til næst............ekki týnast í myrkrinu........ég lifi í ljósi.......
ps. Arnar það eru ekki runnar hérna hjá okkur á Via Besso ;) það býr kvennmaður hérna :D
Athugasemdir
Æ mér finnst þú bara soldið kjút með svona mikið hár - ættir ekkert að vera klippa það e-ð mikið stutt
erladögg (IP-tala skráð) 9.12.2007 kl. 17:34
Yo blessaður meistari - farðu nú að drulla þér heim, samt ekki fyrr en ég er búinn í prófum, þ.e. 20.des.
Annars vildi ég bara segja það að hinn árlegi Kjartan er mættur á svæðið.
Peace.
VÞV, 10.12.2007 kl. 08:16
Af hverju í ósköpunum hefurðu ekki leyft faxinu að vera frjálst áður, lýst vel á þessa nýbreytni
ÞóreyJóa (IP-tala skráð) 11.12.2007 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.