SnjóbrettaStjáni......

Jájájájájájájá næsta föstudag, ef veður leyfir, fer stjánsen í sýna fyrstu brettaferð. Fór í gær og fjárfesti mér í líka þessum glæsilega Burton snjóbrettagalla, hvít úlpa og appelsínugular buksur og ég er ekkert að ljúga að maður lúkkaði ekkert smá pró. Held samt að það hverfi allt þegar maður mætir í brekkuna og verður á rassinum allan tímann, en það er víst bara hluti af þessu. Við Peter munum smella okkur í Andermatt snemma á föstudag og mun gefa mér kennslu á þessu bretti. Hann er búinn að vera skíða í Andermatt síðustu vikur og hann tjáir mér að þetta sé ótrúlega góður staður, góðar brekkur, fullt af púðursnjó og ekki mikið af fólki, aðalalega lócal lið úr Ticino og eru frekar góðir. Hlakka allavega mjög til.

Annað í fréttum að við Gunnar hittum þá Nowak og félaga hans í þessu rannsóknardóti, þeir voru bara nokkuð sáttir við okkur og þetta gengur vel, þó svo við munum ekki ná að klára þetta fyrir jól þá breytti það ekki öllu sögðu þeir þannig að það var ágætisléttir.

Annað skemmtilegt í fréttum er að við kepptum undanúrslitaleikinn á skólamótinu á mánudaginn síðasta, mættum þar virkilega spræku liði Architettura en þeir áttu ekki roð í Master´s liðið sem rúllaði yfir þá 6-2. Ég þurfti því miður að vera í marki en ég held að við hefðum sennilega ekki unnið ef einhver annar hefði verið þar, því miður fyrir mig er ég ekki með neinar hlífar hérna eða markmannshanska þannig að olnbogar og sérstaklega mjaðmir eru velbólgnar og bláar, svosem ekkert í fyrsta skipti sem maður er þannig, bara kominn með leið á því. Það er samt yndislegt að sjá þessa ítali tapa og þeir blóta svo mikið og eru svo fúlir að það er ekkert annað en yndi að horfa á þá eftir leikinn :D Síðan eru það bara úrslitin á mánudaginn en það verður sennilega frekar erfðiður leikur, langar samt að vinna, þoli ekki að tapa.

Einnig eru allar líkur á að ég smelli mér til Zurich á laugardaginn, er að fara hitta liðið á eftir að bóka eitthvað pappakassahótel, munum sennilega fara við fjögur, ég peter sally meghan og vonandi smella Gunni og Freyja sér með, kemur í ljós í vikunni.

Síðan er bara vika í Köben, kannski Tivolí og einn jólabjór........maður veit það ekki :D

 

þangað til næst..........á skíðum skemmti ég mér trallaaatrallaaaatrallla..........eða bretti......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það verður svo gaman að fá kallinn heim, bein í glimrandi glamúr jólahlaðborð BOS!!!

Snæfeld (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:46

2 identicon

JÓLAHLAÐBORÐ!

sævar (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband