14.12.2007 | 18:55
Sviss er nú ekki ljótasta landið í bransanum......
Þann 24 ágúst 1982 fæddis drengur er kallaður var Kristján, hann er búinn að gera margt um sína ævi en í dag smelli hann sér á bretti. Við brunuðum í morgunn, ég Gunni og Peter til Andermatt, tók um klukkutíma eða svo, ekki slæmt. Andermatt bærinn sjálfur er nú ekkert voðalega stór en ósköp eitthvað krúttlegur, mjög svisslegur og fjöllin í kringum hrikalega flott og vígaleg. Við smelltum okkur uppúr bænum í cable car sem var ágætlega langur og bara gaman að sjá útsýnið. Það er nú alveg óhætt að segja að við Gunni vorum þokkalega að lúkka þegar við vorum búnir að smella á okkur brettunum, síðan rendum við okkur niður og þá fór kúlið eitthvað langtlangtLANGT í burtu.......allvega í byrjun, tók alveg ágætistíma að finna jafnvægi og bara til að geta staðið á brettinu, hugsaði með mér fyrstu tvo tímana afhverju í fjandanum ég væri ekki á skíðum, næstu tvo tíma hugsaði ég með mér þetta er hrikalega gaman og nú skilur maður afhverju fólk er á brettum. Maður var kominn með ágætistök á þessu í lokin og byrjaður að geta beygt aðeins meira og farið aðeins hraðar, tel allar líkur á að maður reyni að renna sér eitthvað á þessu bretti meira í framtíðinni. Verð samt að segja að þetta tók hrikalega mikið á líkamann, get sennilega ekki mikið labbað á morgunn en það hlýtur að reddast, en það er nú ekki einsog maður hafi dottið mikið á brettinu í dag, kannski ekki nema um 100 sinnum eða svo......pfuff það er ekki neitt. Það er samt eitthvað róandi að koma þarna uppí fjöllin, engar áhyggjur af neinu, snjór allstaðar og ekki var verra að veðrið var heiðskýrt, logn og ótrúlega fallegt útsýni.
Næst á dagskrá er víst Zurich í fyrramálið, stefni reyndar á að versla eitthvað aðeins og reyna að eta eitthvað gott kannski, kannski eitt lítið rauðvínsglas með.....hver veit.
Annars verð ég nú að segja örlítið frá matnum í gær víst við erum að tala um að eta eitthvað gott. Vinkona hennar Freyju er hérna hjá okkur og við ákváðum að bjóða Peter og Meghan líka til að gera smá matarboð. Á matseðlinum var roastbeef, steikt örsnöggt í olíu og kryddað duglega með pipar, piparmixi og salti, sett í ofn á 130° í um 45 mínútur eða þangað til hitinn náði um 60° í miðjunni, með þessu voru púrtvínssmörsteiktiraspasstrimlar flamberaðir að hætti hússins, smjörbaunir í soja, bakaðar karföflur, gott salat með fullt af dóti og síðast en ekki síðst BERNAISE sósa. Mig var búið að hlakka til að gera þessa, var búinn að vinna smá rannsóknar vinnu fyrir þetta, alheimsnetið klikkar seint. Ég ákvað að taka hluti héðan og þaðan, aðalega þaðan náttúrulega, en uppskriftin endaði víst á þessa vegu, 6 eggjarauður, matskeið Dijon, þurrt estragon (fundum ekki ferskt) en bara sona slumpuðum því í, hálf sítróna (kreist þá sko), einnig var sett Paprikukrydd (með örlitlu chilli bragði) í þetta skvetti ég svo maldon salti og nýmuldum (af búðinni) pipar. Þetta er hrært saman en á meðan voru 500gr af smjöri brætt, eftir bræðsluna á smjörinu skóf ég hvítadótið sem var ofaná. Smjörinu helt varlega úti hræruna og hrært stöðugt, síðan var smakkað, það vantaði eitthvað smá þannig að smá nautakrafti í smá smá vatni var bætt úti, enn soldið þykk þannig að einni matskeið volgu vatni bætt með. Ég verð nú bara að segja að áferðin á sósunni og bragðið heppnaðist ótrúlega vel, með þessu var drukkið Baron delay gran reserva 1996, gjorið svo vel að hætti Via Besso.
þangað til næst.......Glas af rauðvíni á dag er hollt....bolli af Bernaise er það ekki......hollráð.....
Athugasemdir
tjahhh það er eins gott að ég fái Bernaise í hvert mál þegar ég kem í heimsókn. Ætlast til að hún sé klár í skál með röri þegar ég vakna !
sævar (IP-tala skráð) 16.12.2007 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.