Master teams MASTER´S.........

Í gærkvöldi var úrslitaleikurinn hjá okkur í skólatúrnamentinu, við í Master´s liðinu mættum þá economia, þeir eru nú reyndar með helvíti sprækt lið. Ég var aftur í markinu, ekki það besta fyrir líkamann þar sem var ennþá marinn og blár á mjöðmunum frá síðustu viku, maður lætur sig hafa þetta til að vinna. Leikurinn spilaðist þannig að þeir komust yfir 1-0, við jöfnum um hæl, þeir komum yfir 2-1, við jöfnuðum um hæl, þegar nokkrar mínútur eru eftir fá þeir víti í stöðunni 2-2, Stjánsen varði það með glæsibrag. Leikurinn var síðan framlengdur þar sem við smelltum 2 mörkum á þá :D algjör snilld að vinna, þoli ekki að tapa, sérstaklega fyrir ítölum.

Annars á morgunn er stefnan víst sett til Köben að hitta Eddann og tjilla með honum fram á laug. Las annars virkilega sorglegar fréttir að jólabjórinn væri eiginlega bara búinn í köben, maður hlýtur nú samt að finna einn eða tvo......trúi ekki öðru. Kannski maður versli smá jólagjafir og reyni að koma sér í smá jólaskap, er ekkert að finna fyrir því hérna enda bara á fullu í skólanum áður en maður kemur heim. Já og eitt í lokin að eins gott að þetta skítaveður á klakanum verði búið þegar ég mæti og jólasnjór mæti í staðinn, fá smá jólastemningu í þetta.

 

þangað til næst...........verð ég mættur á klakann......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

bíddu bíddu, varst þú að verja víti ?  Ekki gekk það of vel sl. sumar, eitthvað er keppnisskapið gegn Ítölunum að hafa áhrif hér ;)

Sævar (IP-tala skráð) 19.12.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband