8.2.2008 | 16:28
Vantar allt malt í þig.........ekki mig.........
Mætti frá hinu fögru eyju Möltu í gær eftir nokkra daga veru. Ótrúlega góð og skemmtileg ferð, rúntað um eyjuna og góður matur etinn. Vorum semsagt með bílaleigubíl þennan tíma sem við vorum þarna, sennilega einn þann ljótasta sem um getur í bransanum en það breytti kannski öllu. Á Möltu er ekið á vitlausum vegarhelminginn en ég er frekar vanur að aka á réttum helming. Þeir kalla þetta sennilega réttan helming hjá sér en þetta er svipað og vera örvhentur, það er enginn örvhentur, það er bara að vera rétthentur og síðan ranghentur. Allavega þá vandist það ótrúlega fljótt, fann voðalítið fyrir þessu nema þegar kom að fyrsta hringtorginu, þá var þetta soldið skrítið en breytti annars engu. Þar sem eyjan er nú ekki stærsta þá gátum við keyrt um megnið af henni og skoðað fullt af einhverjum gömludóti og byggingum sem var mjög flott. Fórum meðal annars í skemmtilegan bæ sem heitir Mdina og er sona virkisbær, eitthvað mediaval thing. Í þessum bæ var á meðal annars boðið uppá Audio Visual Spectacular, sem aðrir kalla víst bara bíó, ég mæli með að kvikmyndahús hætti að bjóða uppá bíómyndir og bjóða uppá augna og hljóð undur. Á meðal veitingastaða sem var snætt á var Blue Elephant, virkilega flottur staður á Hilton hótelinu þarna. Þessi staður var í sona tælenskum fílíng með foss og fiska og eitthvað innandyra, jú og fullt af einhverjum plöntum. Fyrir utan matinn sem var hreint út sagt algjört lostæti ( var ekki eitthvað sem hét hnossgæti líka?) þá hafði þessi staður sinn eigin vínþjón. Ég hef aukið mína þekkingu á hinu rauða víni mjög mikið eftir að ég kom hingað og líkar það einkar vel, þessi sérfróði mælti samt með víni sem breytti hans sýn á rauðvín, algjör bylting í hans lífi eftir fyrstu flösku eða svo. Eftir að hafa heyrt þetta þá gat maður ekki annað en að panta einsog eina flösku eða svo, vínið heitir Amarone della Valpolicella, Bolla, 2003. Hægt er fá sama vín í ríkinu heima en frá Masi, gæti trúað að það væri mjög gott einnig, kostar rétt yfir 3þúskall flaskan. Á eyjunni Möltu er annars borðað mikið af fisk og var það mín ætlun að torga einhverju magni af honum einnig. Þeir kunna alveg að matreiða sinn fisk og það vel, finnst samt lítið komast nálægt þegar maður fær humarinn heima, tala nú ekki um humarinn sem sá gamli (faðir minn) eldaði á jólunum. Í heildina litið mæli ég nú með að fólk hugsi til Möltu þegar velja skal ferðamannastað, þó ekki um sumar samt (of heitt), frekar nær páskum. Skemmtileg eyja með góðum mat og fínu veðri, mæli samt ekki með lengri veru en viku. Á skalanum 4 til 9 fær eyjan 7,13.
Ég var annars búinn að lofa Sunnevu nokkrum myndum frá virkilega skemmtilegu mini reunioni sem við versló félagarnir höfðum. Látum þær flakka hérna með og þetta hlýtur að virka :D
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.