12.2.2008 | 19:45
Stjánsen gone pro......
Smellti mér til Andermatt í dag á svokallað snjóbretti. Veðrið var sól, logn og ekkert svo kalt þarna uppi, var allavega bara í mínu fatherland og brettagallanum. Þetta var nú bara í annað sinn sem maður smellir sér á bretti en ég verð nú að segja að þvílík framför sem voru komin í kallinn eftir fyrsta skipti voru hreint út sagt ótrúleg. Rúllaði mér niður strax á fullu rúlli og beygjandi og allur pakkinn, var ekkert smá stoltur af mér. Þá tjáðu þau mér hin pólsku hjú sem voru með mér að ég ætti helst ekki að fara sona hratt og frekar reyna að beyja meira og læra tæknina. Málið er víst að það er töluvert erfiðara að fara hægt og beygja rétt og eitthvað, það breytti svosem ekki miklu og eyddi ég deginum í að læra beygja hægar og betur og eitthvað. Það hindraði mig samt ekki að detta nokkrum sinnum hressilega á smettið og hvað þá á rassinn, finnst samt magnað hvað ég get verið góður að detta á vinstrirasskinnina, sama og síðast þá er ég helaumur í henni. Þau pólsku voru samt ótrúlega hissa hvað ég var sprækur miðað við að hafa bara farið einu sinni á bretti, gaman af því. Til að halda áfram þessu skriði hjá mér er stefnan sett á Laax í fyrramálið, töluvert stór staður og frægur, á að vera mjög flottur og sona posh bær eitthvað. Aldrei að vita maður labbi örlítið bæinn eftir að hafa rúllað niður brekkuna, þar að segja ef líkaminn höndlar það.
Annað í fréttum er það að ég er búinn að fá 3 einkunnir, allt gekk bara vel og er nokkuð sáttur. Auðvitað má alltaf gera betur og stefnan er náttúrulega bara sett á að gera betur næstu önn, held að maður hafi nú tjáð þennan frasa nokkrum sinnum í gegnum sína skólatíð :D maður hættir ekkert þessum klassískum frösum. Síðan erum við Gunni einnig að fara hitta Nowak á þriðjudaginn og athuga betur með þetta Private Equity verkefni hjá okkur, erum sennilega að fara halda áfram með það, samt eitthvað meira heldur en við vorum að gera fyrst, kemur í ljós hvað við munum gera.
þangað til næst...........ætla ég að detta á hægri rasskinnina á morgunn.......
Athugasemdir
Jæjaaaa.....ertu ekki orðinn e-ð meira en pro?? Ekkert að nýtt að gerast??
Erla Dögg (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 04:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.