Bernaise lasagna..........

Það er stundum sem maður fær hugmyndir sem eru bara magnaðar, einn fann upp hjólið, annar fann upp leðurbuksur og einn í viðbót fann upp alheimsvefinn. Allt voru þetta miklir frömuður sem að hugsuðu út fyrir kassann og breyttu lífinu einsog við þekkjum það í dag. Í fyrradag breyttist lífið einnig mikið fyrir hinn almenna mann, við Gunni bjuggum til bernaise lasagna. Þar sem mér finnst bernaise ekki það versta í heiminum hélt ég að þetta yrði örugglega soldið gott saman.

Uppskriftin er einhvernvegin á þessa vegu:

Nautahakk, góður slatti steiktur og kryddaður með því sem þú finnur í skápnum
Setur nautahakkið í góðan pott og tómatdósir og tómatpeist bætt við
Steikir 6 hvítlauksrif með lauk og slatta af sveppuð, einnig bætt í pottinn
Gulrætur og sellerí saxað og hent í pottinn
Bætir síðan töluvert af kryddum útí, bara það sem er gott
Rauðvín var einnig bætt útí kássuna, bara ágætur slurkur
Man ekki hvað var meira í kássunni, en maður setur bara það sem manni finnst gott, ekki svo flókið

Bernaise sósan var hefðbundinn, egg, smjör, paprikukrydd, sinnep, sítróna, smá kraftur, salt, pipar, ferskt og þurkkað estragon, fann ekki essens. Þetta var vizzkað vel saman og smakkað til.

Ostasósan sem var líka nokkuð hefðbundinn, rjómaostur og rjómi sett saman í pott.

Þetta ásamt lasagna plötunum er sona uppistaðinn´i þessu eiginlega, þetta er sett saman í lögum, 2 lög af bernaies og ein af ostasósu og rifinn ostur stráður yfir.

Sumir gætu haldið að þessi máltíð væri aðeins of þung og að ekki sé hægt að elda bernaiseinn sona þar sem egginn gætu hlaupið eitthvað en hún blandaðist mjög vel og kom skemmtileg út. Þetta bragaðist ótrúlega vel, borið fram með salati og rauðvíni.

 

þangað til næst...........mottó dagsins, prufa eitthvað nýtt......... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband