5.3.2008 | 16:24
Skjótast um vindar skjótt í lofti
Það hefur margt um mannið drifið hérna í Lugano síðan hiðvíðfræga bernaise lasagna var snætt, nú þegar hafa tilboðin streymt til mín um fleiri hugmyndir varðandi bernaise uppskriftir. Því miður höfum við Gunni þverneitað öllum tilboðum þar sem stefnan verður sett á ítalskan veitingastað hérna með bernaise ívafi. Þetta þema hjá okkur verður semsagt allir ítalskir réttir með bernaise á einn eða annan hátt, sem dæmi bernaise carbonara, sósan í carbonara er í rauninni eggjarauður, rjómi og parmesan, afhverju ekki að bæta smjöri og estragoni við, hví ekki. Einnig hef ég snætt torrtellini með bernaise þegar ég bjó á klapparstígnum, smakkaðist einkarvel.
En að öðru minna bernaise tengdum efnum þá kom herra Halldór Sturluson til okkar í síðustu viku, virkilega gaman að hitta kallinn og drekka einsog eitt eða tvo rauðvínsglös með honum hérna. Kannski vitleysa að segja að þetta hafi verið minna tegnd bernaise efni þá fékk hann 2 sinnum sósuna góðu.
Veðrið hérna er búið vera soldið breytilegt, á sunnudaginn var þetta þvílíka útlanda veður, yfir 20 stig sól og logn, röltum um bæinn og hann var vel setinn af fólki af fá sér ískúlu og njóta fegurðarinnar og sólarinnar. Núna hinsvegar er komið tölvurt kaldara og rok, eða ekki rok end vindur, og það er aldrei vindur hérna.
Veðrið hérna er kannski aðalmálið hérna núna þar sem för okkar íslendinga hér er heitið til Pólands í fyrramálið, stefna þar er að drekka vel, borða vel og skoða eitthvað dót. Upplifa soldla kommamenningu með pólsku fólki. Sá pólski er búinn að bóka allaveitingastaði og klúbba þannig þetta ætti að verða hin mesta skemmtun.
þangað til næst........... við erum tvær úr tungunum.....og til í hvað semer......
Athugasemdir
þú ert vindur í lofti !
saebo (IP-tala skráð) 11.3.2008 kl. 12:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.