14.3.2008 | 17:31
Sögnin að deita upp........
Staðan á team Iceland þessa stundina er víst þannig að það er föstudagur, stefnan er sett á tilraunaeldhús í kvöld, indverskur lax með thailenskum núðlum, hvítvín frá frakklandi, svissneskur bjór. Eftir þetta mun hinn pólski peter bjóða uppá snjóbrettamynd frá ameríku á skjávarpanum sínum. Ástæða fyrir myndinni er að sjálfsögðu sú að team Iceland er að fara kenna þessu liði hérna í Sviss hvernig á að vera á bretti. Verðum semsagt í Andermatt um helgina á bretti, búið að snjóa slatta uppí fjöllum og spáð heiðskýrt og sól á laug og sunn, á meðan það snjóaði uppí fjalli var 20 stig hérna og sól, ekki slæmt það. Í næstu viku byrjar svo páskafríið okkar, mætum samt í skólann á mánudaginn og eftir það ekki fyrr en 2 vikum seinna aftur skóli, eru reyndar nokkur verkefni sem við þurfum að vinna en ekkert sem við reddum ekki á nokkrum dögum. Stefnan í fríínu verður ítalíu, hvað af ítalíu munum við sjá er ekki enn ákveðið, sennilega venice, flórens, siena, verona síðan nokkur spurningamerki einsog róm, san marinó og rimini.
þangað til næst........... cream on a pie.....selv esteam.....wonder why......
Athugasemdir
Váá hvað þetta hljómar vel.. Greinilega nóg um að vera alltaf þarna hjá ykkur..
Maður er nú pínu abbó
Sunneva (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 00:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.