6.4.2008 | 21:29
Ein schönes wochenende
Sunnudagsmorgunn.........lalalalala söng jón ólafs einu sinni, fínt hjá honum, samt komið sunnudagskvöld og bara sérdeilisprýðileg helgi að baki. Hún var víst einhvervegin sona held ég, fórum á föstudagskvöldið út að borða á sona virkilegan Ticinese veitingastað, heimilslegur, ódýr, skemmtilegt andrúmsloft og góður matur. Ótrúlega vel falinn veitingastaður og staður sem ég mun nú sennilega fara aftur á, fór reyndar á hann 2 í síðustu viku og líkaði vel í bæði skipti, gott að finna einn stað sona ekki tilefni en langar í eitthvað gott að borða og nennir kannski ekki alveg sjálfur að elda það. Á laugardeginum var stefnan tekin á GoKart, Gunni ekki búinn að væla nema í um 6 mánuði að fara þannig kannski bara ágætt að smella sér. Fínasta braut hérna rétt við Locarno sem er lítill bær hér rétt hjá, verð nú að segja að þetta gokart var alveg hrikalega skemmtilegt, alveg eitthvað sem verður endurtekið. Það slæma við það að nú verður Gunni að væla enn meira um að fara, kannski góða við það að þá fer maður aftur í bráð. Var nú reyndar bara rólegur á laug kvöldið þar sem við peter stefndum til fjalla snemma daginn eftir. Fórum til Andermatt og það er búið að vera snjóa alveg hrikalega mikið þarna, var reyndar enn snjókoma þegar við mættum í morgunn. Verð nú reyndar að segja að ég hef aldrei skemmt mér jafnvel á bretti, búinn að taka þvílíkum framförum og smellti mér núna í powdersnow og það er ekkert nema snilld, vera með nýfallinn snjóinn upp að mitti og bruna í gegn, algör snilld. Var reyndar orðinn það sleipur eftir daginn að ég ákvað að bretta alla leið niður í þorp í gegnum brekku sem er nú reyndar merkt svört, maður lét það nú ekki stoppa sig, samt soldið illt í bossanum eftir það en það lagar sig á nokkrum dögum. Heilt yfirlitið fínasta helgi og síðan víst lærdómur út vikuna, eiturhressleiki......
þangað til næst........ styrkjum krónuna........leigan búin að hækka alltof mikið........
Athugasemdir
sjitturinn titturinn krissi þú ert orðinn svo klár á bretti að maður er orðinn hræddur við þig...
sævar (IP-tala skráð) 6.4.2008 kl. 22:24
Halló! ertu til í að gera svolítið fyrir mig. Hafa samband við Jóa og tæla hann til að kaupa fara fyrir 2 þarna út. hummm hvernig verður sumarið hjá þér? svona ef maður myndi nú bara birtast eitthvern daginn???
ÞóreyJó (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.