15.4.2008 | 10:39
Í Laax
Skrapp til LAAX um helgina á bretti þar sem þetta var síðasta helgin sem er opið þar. Ekki að það vanti eitthvað snjóinn þarna, alveg heill haugur af snjó en fólk hætt að mæta og þar afleiðandi lokað. Fórum semsagt á föstudaginn eftir skóla, ég og sá pólski, komum okkur fyrir á einhverjum riders lodge, og smelltum smá mat og bjór í okkur, fékk reyndar Galliano hot shot á einum bar, þurfti reyndar að búa það til sjálfur en mæli með þessum drykk sem algjörum snilldar eftirrétt eftir góðan mat. Vaknað snemma á laugardag og beint uppí fjall, var frekar skíað á sumum stöðum í fjallinu en það breytti litlu, var samasem enginn í fjallinum sem hentar mér einstaklega vel. Um kvöldið á laugardeginum ákváðum við að smella okkur á stað um kvöldið sem heitir Riders Palace sem á að vera einhver svaka heitur staður. Þarna hafa víst frægir menn á borð við NAS og Jay-z og eitthvað svoleiðis dót. Var reyndar hljómsveit að spila þarna þegar við mættum með nafnið The Loops, aldrei heyrt það áður en þeir voru fínir. En svo ég lýsi nú svoldið andrúmsloftinu á þessum stað, þá voru við pólski með þeim elstu, í lang þrengstu fötunum á svæðinu (var samt í mínum víðustu gallabuksum) og við vorum svo langt að fitta inn það var rosalegt. Allir sona um 18 ára í svo stórum fötum það var ekki fyndið, við erum að tala um boli og peysur fyrir neðan hné og þá er ég ekki að ýkja, allir með húfur og derhúfur og mikið hár og hugsa svo mikið um að lúkka hef aldrei séð sona. Held að enginn þarna inni hafi verið að reyna að skemmta sér, bara halda coolinu og vera í sem stærstum fötum. Sumir segja að maður sé kannski bara orðinn gamall, maður veit það ekki. Vorum allavega ekki lengi þarna og vorum þreyttir eftir daginn og annar dagur framundan á brettinu. Seinni dagurinn var töluvert betri, sól og betra skygni og maður gat leyft sér að fara meira í ruglið án þess að eiga hættu á að detta niður eitthvað kliff. Annars tel ég nú að þessu bretta sísoni sé lokið í bili, var samt alveg ótrúlega gaman og næsta síson verður sennilega miklu betra þar sem maður kann þetta aðeins núna.
þangað til næst..........sumarið er tíminn........tíminn til að dansa......
Athugasemdir
Hæbb emailið hans Jóa er dk@dkinnrettingar.is
tóta (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 21:20
Snilldin ein Stjánsen að lesa bloggið þitt. Ánægður með hvað þú ert búinn að nýta þér staðsetningu Lugano og ferðast mikið!!!
Snæfeld (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.