Margir eru þeir merku menn......

Ég vill nú byrja á því að óska til hamingju með gleði þeim Sævari og Simma fyrir afmælin, en þá einna helst karl föður sem átti afmæli í í gær. Annars er þriðjudagur í dag og hvað gerir maður á þriðjudögum, jú býður fólki í mat. Erum semsagt með smá fondú dinner, boðið verður uppá manzo og vitello og með því sona kannski 5-6 sósur. Eru semsagt að koma þau pólsku hjú, meghan, sally, dorothy og að sjálfsögðu team Icealand, einnig tjáði sævar mér að hann yrði hér í anda, alltaf gott að hafa fólk í anda.

Ég vill einnig beina fólki á einn hrikalega skemmtilegan í nágreni við Lugano, sá bær heitir Ascona og heimsóttum við hann í stutta stund á föstudagskvöldið. Ótrúlega lítill og flottur bær við lago Maggiore sem þýðist eitthvað á þá leið: það stóra eða mikla, enda risa stórt vatn. Bærinn býr semsagt yfirþeim eiginleikum að vera mjög vel hannaður gagnvart vatninu og skemmtilegar litlar göngugötur í bænum. Einnig virkilega skemmtilegt andrsúmloft þarna eitthvað og flottir veitingastaðir og byggingar, gæti líka verið að veðrið hafi haft eitthvað að segja en sól og 25 stiga hiti klikka víst sjaldan. Held reyndar að fólk sem býr þarna eigi víst salt í grautinn, og kannski bara gott betur en það. Heyrði einhverstaðar að þessum bæ væri oft líkt við Como en að sjálfögðu miklu minni og kannski ekki einsfrægur, hef reyndar ekkert fyrir mér í þessarri samlíkingu, en hvað um það. Þarf reyndar að skoða como aðeins betur þar sem það heillaði mig ekki nógu mikið.

Síðan er löng helgi framundan, frí fimmtudag og föstudag, held reyndar að ekki verði smellt í neina ferð en aldrei að vita að maður fari í eina dagsferð og reyni að læra eitthvað hina dagana.

 

þangað til næst......... allir á hjólið....... bensínið komið í ruglið......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband