Ekki var hann á skotskónum.....

Í vikunni er búið að vera soldið heitt, held það hafi verið um 28 stig í gær og að sitja inní skólastofu í þeim hita er bara ekkert voðalega hressandi. Var að keppa á þriðjudaginn síðasta í háskólamótinu hérna í Sviss. Fórum semsagt til Gossau sem er um 3 tíma héðan í burtu, rét við St. Gallen. Það var sama uppá teningum núna og síðast þegar ég keppti með þeim, markmaðurinn meiddist og kom ekki, getiði hver þurfti þá að fara í markið. Verð nú að segja að ég skemmti mér konunglega í markinu, skutla sér á grasinu, heiðskýrt og yfir 25 stig var alveg til að koma manni í gott skap. Einnig að mér gekk ótrúlega vel í markinu og strákarnir þvílíkt ánægðir með mann. Ég varði líka víti (annað en ég gerði hjá BOS) í einum mikilvægasta leiknum og Stjána fannst það ekkert voðalega leiðinlegt, komum samt ekki áfram en okkur gekk samt ágætlega í heildina. Eitt skondið sem mér fannst við að fara þarna og það er að hinir skólarnir bölva ítölunum alltaf, helvítis ítalirnar að koma og koma aðeins of seint og rífa kjaft og þetta allt. En málið þar sem maður var nú með þeim í liði og er yfirleitt sjálfur alltaf að kvarta eitthvað yfirþeim þá fannst mér í fyrsta skipti að maður væri með þeim en ekki að blóta þeim. Ítalirnir eru nú samt nokkuð skondnir, um leið og fyrsti leikurinn búinn, allir úr að ofan, flassa gullkeðjunum sínum og kalla og flauta á allar stelpur sem labba framhjá. Gaman að þeim og alveg hægt að hlæja með sér hvernig þeir eru, þeir fóru samt ekki á klósettið núna og geluðu sig fyrir leikinn, gerðu það síðast. Á heimleiðinni vorum við síðan stoppar af yfirvaldinu, löggunni, fyrir að keyra of hratt. Vorum semsagt á litlum rútu bíl og vorum að keyra á 60 km hraða en eingöngu leyfilegt að vera á 50. Ekki nóg með það þá voru við 12 í bílnum en þú mátt bara vera með 9 farðþega ef þú ert ekki með meira prófið. Eftir smá röfl og meira slepptu þeir nú okkur og við þurftum ekki að skilja neina eftir, sektin hljóðaði uppá 120 franka eða svo. Ferðin fram og til baka var reyndar hrikalega falleg, þetta land á góðum degi, sól og blíða og bændur að bónda býlin sín, fjöllin hrikaleg og flott. Annars er löng helgi núna og verður hún nýtt í að læra, spila körfubolta, kannski smá fótbolta og vinna í taninu ef færi gefst.

 

þangað til næst.......... sól sól skín á mig............ vonandi þig líka........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nei það er "sól sól skín á mig, lars lars burt með þig" allavega var það svona í stórmyndinni Veggfóður !

sævar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 10:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband