Staðfest heimkoma Stjánsens.........

Já þá er maður loksins búinn að bóka sér flug, held ég hafi skoðað allar mögulegar leiðir heim. Þetta endaði á því að ég flýg frá milano til köben með sas og með icelandexpress heim um kvöld til íslands, og mun þetta eiga sér stað þann 9 júlí og má fólk gera fyrir að vera í hressari kantinum þá helgi. Heimför er síðan þann 13 ágúst og þá icelandair til köben og sas síðan þaðan. Ástæða fyrir þessu stutta stoppi heima er sú að eftir prófin hérna mun ég halda til Napoli í nokkra daga, wörka tanið, verð síðan hérna í viku að wörka tanið, ætti þá að vera orðinn nógu tanaður fyrir klakann. Síðan þegar ég kem hingað um miðjan ágúst verður stefnan sett eitthvert, sennilega króatíu held ég. Frekar ódýrt að fara þangað og þar er strönd og ekki langt í burtu, og þá getur maður smellt króatíu af todo listanum. Ég tel að meðan maður er á meginlandinu að reyna að ferðast soldið þar sem kostnaðurinn er brot af því ef maður hefði ætlað að koma sér af klakanum eitthvert, reyna að nýta tækifærið meðan maður er hérna. Er ekki að stefna á meira mastersnám (held ég allavega) þannig um að gera að flakka soldið meðan maður er hérna.

að öðru þá tel ég að talningar mistök hafi átt sér stað í Eurovisjón, enginn stig frá Sviss sem bara getur ekki staðist, bæði ég og Gunni kusum 2 sinnum, hélt að það myndi duga.

Einnig er núna síðasta vikan í skólanum og hingað til hefur vikan verið hrikalega góð í skólanum, var í einum tíma sem kallast internpersonal communication in finance og þá kom góður spaði frá Deutsche Bank og var hann Vice president yfir einhverju global private banking. Við vorum semsagt með verkefni sem snérist um að hann lék viðskiptavin með hin ýmsu vandamál og átti ég að leika private banker og hjálpa hans vandamálum. Verð nú að segja að maður lærði heilan helling á þessu og fá sona hátt settan einstakling úr bankageiranum er ekkert nema gaman. Líka að hlusta á sögur frá þessu private banking körlum eru rosalegar og maður sér í raun hvað klakinn er afskaplega lítill þegar maður heyrir þessar tölur. Vorum síðan í okkar síðasta tíma í dag hjá honum Luca Soncini, private banker, og var sá tími hjá honum í dag einn sá áhugaverðasti, hann vinnur semsagt í private bank hérna í Lugano og hans dæmi eru dæmi úr bankanum hjá honum og eru í raun private upplýsingar sem enginn ætti í raun að fá. Verð samt að segja að Luca þessi er einn sá hressasti og skemmtilegast kall sem maður hitt. Endalausar sögur af honum með hinum og þessum forstjórum, milljarðamæringum, einstaka mafíósasögur og annað hressandi. Líka gaman að sjá að maður sem á nóg af peningum og vill kenna eingöngu vegna þess hve gaman hann hefur af því, byrjaði að kenna í fyrsta skipti í fyrra og ætli hann sé ekki um 55 ára eða svo. Prófið hjá honum verður þann 4 júní sem er fyrsta prófið og eftir prófið er stefnan sett að krakkarnir úr kúrsinum og hann að hittast á einhverjum góðum stað í aperitivo og spjalla um daginn og veginn einsog maður segir, ætti að vera áhugavert.

En já próf á næsta leiti, 3 munnleg próf og hlakka ég einna mest til þeirra, tel mig vera töluvert sterkur í þeim, annars eru einnig 4 skrifleg, fínasta próf törn og ekki seinna vænna en að spýta í lúkur, grilla ananas og byrja að læra.

 

þangað til næst........... hlustum við á Semi pro soundtrack og finnum grúúúúvið.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér varð hugsað til tælands í dag. Af hverju förum við ekki aftur kellinga og áhyggjulausir? Ég gæti verið að borga tælendingum pening fyrir að tala ekki við mig og þú í dance off. Væri magnað stöff!

Símon (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:34

2 identicon

Þú talar um "heimfarir" hægri vinstri - Kristján, heim er bara Ísland ;) Verður gaman að sjá þig....
....annars ótrúlegt að Simmi skuli halda því fram að það sé e-ð skemmtilegra án "kellinga"!

erladögg (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 11:32

3 identicon

Ég ætlaði að bjóða þér með til eyja á goslokahátíð því þú hefur svo góða reynslu af því :Þ en þú verður víst ekkert kominn heim þá! gangi þér bara vel í prófum og svo bíður maður bara eftir sögum af þessum mafíósum :Þ

kv.Tóta

Tóta (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 23:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband