4.6.2008 | 12:39
Fyrsta prófið búið..........
jæja fyrsta prófið var í morgunn, var það fagið Strategies and relationships with stakeholders kennt af hinum viðkunnalega Luca Soncini. Var þetta próf munnlegt og var ég nr. 2 til að taka prófið, hefði nú verið betra að vera aðeins seinna og fá sona að vita hvað var spurt um en ég held að það hafi ekki breytt miklu, gekk mjög vel og bjartsýnn á fína einkun. Annars var núna á mánudagskvöldið úrslitaúrslitaleikur um hvaða lið er skólameistari, við unnum semsagt mótið á síðustu önn og þurftum að leika til úrslita núna við það lið sem vann þessa önn. Við vorum búnir að fjárfesta í okkar eigin búningum, vel þröngir að hætti ítala þannig við vorum allavega að lúkka miklu betra en hitt liðið. Fínast leikur sem við unnum 7-3 og setti ég eitt mark úr víti, var í marki allan leikinn þannig ekki nema sanngjarnt að ég fengi að taka vítið, einni átti ég að ég held 4 stoðsendingar úr markinu.
Annars erum við búin að bóka okkur smá flug til Napoli þann 21 júní til 25 júní, stefnan verður sett á strönd og afslöppun eftir próftörnina. Reyndar skondið að ég var að spjalla við ítalana í fótboltaliðinu mínu og segja þeim að ég væri á leið til Napoli og þeir héldu að ég væri svo að grínast í þeim þar sem þessi borg er kannski ekki sú öruggasta. Held nú reyndar að þetta verði bara mjög gaman, kærasta Peter the pole er skiptinemi þarna og hún þekkir borgina vel, hvað eru betri hverfi og hvar þú átt alls ekki að fara. Stefnan er allavega sett að vera helmassaður og tanaður í drasl......nú eða bara ekki hvítur með bumbu.
þangað til næst............. verð ég vonandi búinn með fleiri próf..........
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.