Napoli Capri tripp.....

Það voru náttúrulega smá vangaveltur fyrir þessa ferð, deyr maður úr ruslalykt, verður maður undir ruslahaug, verður maður rændur og hent í ruslahaug eða mun maður bara bæta í ruslahauginn. Þegar við mættum var okkur hinsvegar tjáð að það væri eiginlega bara búið að týna upp ruslið, sona að mestu, borgin sjálf einsog húsin eða göturnar þarna hefðu ekkert verið gert  við í sona 20 ár eða svo. Það setur svosem alveg svip á borginna en kannski ekki fallegasta svipinn, og munurinn að koma héðan frá Lugano sem allt er algjörlega spottless.

En allavega þessi ferð var ótrúlega skemmtileg, fórum í strandaparty fyrsta kvöldið, hef aldrei lent í eins geðveikum bílstjóra á minni ævi. Umferðin þarna er líka ein sú hættulega og steiktasta sem ég hef séð. Allavega þá var þetta strandateiti mjög skemmtilegt. Það sem kom samt mest á óvart þetta kvöldið var klárlega leigubílaferðin heim. Við vorum soldið fyrir utan Napoli, um hálftíma frá eða svo, og það var ekkert grín að fá leigara. Við finnum samt einn góðan (Fiat Multipla sem er án gríns besti bíll í heimi sem leigubíll) en bílstjórinn tjáir okkur að hann getur alveg skutlað okkur en við þurfum að bíða eftir einum öðrum farþega sem ætti alveg að fara koma, við prýsum okkur náttúrulega bara sæl með það, þó svo við værum að fara taka yfirfarþega. Þegar farþeginn kemur síðan sér maður þennan einstakling, með sítt hár, síðum kjól, brjóst, háir hælar, hljómar soldið einsog kvennmaður en samt soldið langt frá því, var víst karlmaður búinn að fara í brjóstaaðgerð og ég veit nú ekki hvað meira en ég hef haldið að hann hafi haldið millistykkinu, veit ekki. Við fórum allavega í leigubílaferð með þessum einstaklingi og haldiði að Stjánsen hafi ekki bara verið svo heppinn að sitja hliðina á honum, gaman af því.

Seinni daginn bara vaknað tiltölulega snemma, beint á ströndina sem var hálfgerð einkaströnd, þurftum allavega að borga nokkrar evrur inn en aftur á móti miklu flottari og skemmtilegri en hinar. Wörkuðum þetta tan nokkuð duglega, án þess að brenna samt. Kvöldið fór síðan í einn hressast veitingastað sem ég hef séð, MJÖG lowbudget en samt góður, færð 3 þrétta máltíð, rautt eða hvítt í glærum vínflöskum með engan miða (heimabrugg) og síðan í eftir rétt velurðu um lakkrís snafs eða limoncello, við báðum um bæði og báðum flöskunum bara hent í okkur, öllu var reyndar bara hent í okkur, síðan éturðu hratt, drekkur hratt og drullar þér út. Virkar fínt, getur heldur ekki setið lengi þarna útaf látum, en maturinn góður og kostaði um 12 evrur eða svo, sem þykir víst ekki mikið þessa dagana.

Smelltum okkur einnig til capri, eyja um 40 mín frá Napoli og við tókum bara næsta bát, röltum í gegnum eyjun og enduðum í einhverri vík, alveg óvart, vorum með eitthvað miklu meira plan, okkur leist samt svo vel á þennan stað við ákváðum bara að tjilla þarna allan daginn, fá okkur einsog einn öl, synda í heitum sjónum og vinna soldið í brúnkunni. Eftir á nenntum við ekki að labba til baka, frekar langt labb í næstu höfn þannig við pöntuðum okkur bara bátskutl sem reyndist síðan vera algjör snilld, tók okkur í einhver grotto þarna, sáum eyjuna betur og þetta er ótrúlega falleg eyja og mæli algjörlega með henni sem eiga ferð um Ítalíu. Hér er mynd af þessarri vík sem við enduðum í.

P6230089

 

Er annars núna í afslappelsi hérna í Lugano, vorum við vatnið föstudaginn síðasta í sólbaði, Lido svokallað, hiti 36 stig og sól, mér var heitt og lobsternum Gunni var heitt líka.

 

þangað til næst.......... syngur inní mér vitleysingur .......... (mæli með nýju sigurrós)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nú fer kjeppinn bara alveg að koma heim, sjibbí dúa dei

saebo (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 11:17

2 identicon

Æji ég verð að póst smá á bosið um þetta lag. Syngur inní mér vitleysingur. Tékkit

Símon (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband