6.7.2008 | 20:28
Last days in Lugano......... for now........
Jæja nú fer að styttast all mikið í að Stjánsen muni nema land á Klakanum, mæti semsagt á miðvikudagskvöldið, þarf að dúsa í köben frá hálf 2 til hálf 10 um kvöldið og vill ég þakka edda kærlega fyrir að hafa bailað frá danmörku þannig maður hefur engan til að hitta. Annars eru síðustu dagar hérna búnir að vera ósköp góðir verð ég að segja. Síðustu 3 dagar hafa verið í raun þannig að maður hefur vaknað ekkert alltof snemma, smellt sér í sólbað við vatnið, fór einnig út á vatnið hérna á hjólabát og stakk mér aðeins til sunds í vatninu. Það er einnig sona Lido hérna sem er ekkert annað en ótrúlega flott og gott, strönd við vatnið, 3 sundlaugar, haugur af fólki og veðrið í kringum 30 og yfir þegar hæst er. Á kvöldin hefur síðan verið Estival (ekki festival) Jazz og var það algjör snilld. Þetta estival er komið á youtube og langaði að smella nokkrum vídjóum af því. Byrjum á Rodger Hodgson úr Supertramp
Þessi maður er algjör snilld og hann er með heilan helling af lögum sem maður þekkir. Ótrúlega skemmtileg stemning og síðan byrjaði að sjálfsögðu að rigna, alltaf gaman að þannig stemmara en þá þýðir ekkert nema bara taka upp regnhlífina og dansa með. Annar sem við höfðum einnig mjög gaman af var Buddy Guy, búinn að fá 5 emmy verðlaun og er í rock and roll hall of fame. Búinn að spila með Jimi Hendrix og Clapton og fleirum.
Það er ekki búið að setja hann inná jútjúb frá Estivalinu en hérna er eitt gott með honum
Annars verður maður heima næstu helgi og það má alveg gera ráð fyrir að stjáni muni nú láta sjá sig og vonandi sjá aðra. Verð með gamla númerið mitt 8223306 þannig alger óþarfi að vera feimin við að láta heyra í sér.
þangað til næst............verð ég á klakanum........sjáumst.......
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.