1.9.2008 | 13:50
Túristatrip í kringum lugano........
Jújú maður er víst búinn að vera njóta síðustu dagana hérna í Lugano áður en skólinn byrjar, byrjaði reyndar í dag í þýskukennslu, held samt ég helli mér í ítölskuna á morgunn og síðan aftur í þýsku í næstu viku, afhverju er ekki bara töluð íslenska í heiminum spyr maður bara.
Annars voru þau Eddi og Hulda í túristatrippi hérna í nokkra daga. Ýmislegt brasað svosem, við smelltum okkur uppá 2 fjöll eða svo, Monte Bré og San Salvatore, útsýnið þaðan lýtur einhvernvegin sona út
og þar sem það var gott veður fannst okkur nú tilvalið að leigja okkur eitt stykki bát eða svo, hart líf að vera námsmaður
og kannski fá sér einn öl og smella sér í vatnið
Einnig þurfti maður nú að taka þau uppí Valle Verzasca og athuga hvort Eddi væri nú maður eða mús, hann slapp við að taka þá ákvörðun þar sem við vorum frekar snemma í því og lokað í teygjustökkið. Það er samt soldið annað í þessum dal sem er soldið cool en það er semsagt á sem liggur þarna uppeftir í dalnum og við þessa ár eru sona ávalir steinar, marglitaðir og minnir mann eitthvað soldið heima en samt ekki þar sem fólk er í sólbaði á þeim.
Ekkert af því að taka með sér smá nesti, nýbakað brauð, proscuitto crudo, ostar og kannski einn öl til að renna þessu niður á meðan maður wörkar tanið.
Fórum einnig til Como, Ascona og í golf. Mitt persónulega álit á Como held ég sé nú samt að Lugano er miklu meira cool, vantar bara George Clooney og þá væri þetta held ég bara komið. Reyndar Ascona miklu flottara en Como líka, kannski maður þyrfti bara að skoða Como betur en eftir 3 heimsóknir þá er þetta bara sona eitthvað rétt til að sjá, þeir staðir sem eru hér eru bara miklu skemmtilegri.
Annars var bara þrusugaman að fá þau Edda og Huldu í heimsókn og þakka þeim kærlega fyrir komuna.
þangað til næst............. snakker vi ikke dansk.........italiano und German.......
Athugasemdir
ussssssuussss og ekki nema 9 dagar í maður mæti ! bátur+bjór+vatn+15 kg. af proscuitto crudo handa mér! og kannski smá rauðvínsDREITILL með! gleymum nú ekki F1 í Monza.......
úff hvað ruslvörnin var erfið núna, ég þurfi að draga upp vasareikninn næstum því... hver getur reiknað hver summan af níu og nítján er.....
sævar (IP-tala skráð) 2.9.2008 kl. 11:58
Hvaða síðhærði hippi er þetta neðstu myndinni?
Símon (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 10:40
Gaurinn með strípurnar er Eddi og hinn einstaklingurinn er Hulda :D
Kristján (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 11:01
undarlegt hlýtur að teljast að sjá þau halda svona utan um hvort annað...
sævar (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 16:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.