Monza man

Vá hvað þetta er lélegt blogg, þá er ég ekki að tala um mig heldur þetta rusl, var búinn að skrifa risa færslu með myndum en bara nei ákvað að láta sig hverfa.

Allavega þá fórum við semsagt á Grand Prix formula 1 síðustu helgi á Monzu. Ég verð nú að segja að ég hefði aldrei trúað hversu töff þetta er, hávaðinn og hraðinn er bara svo miklu meiri heldur en maður gæti nokkurntíman trúað. Einnig hversu stórt batterí þetta er bara ótrúlegt, tugir tonna sem hvert lið flytur með sér í hverja keppni, eingöngu til þess að 2 strákar geti keyrt bílinn sinn rosa hratt :D Auðvitað er reyndar hægt að segja sona um flest öll sport sem eru með einhverjum peningum en mitt persónulega álit á formúlunni eftir að hafa séð þetta er bara algjör snilld, awsome einsog útlendingar gætu orðað það. En já við vorum semsagt 6 drengir saman þarna, hópurinn leit einhverveginn sona út ásamt hinum útvalda sem ákvað að taka myndina.

P9140038

Þar sem þessi íþrótt er soldil stráka íþrótt fannst mér virkilega skemmtilegt hversu margar stúlkur voru nú á svæðinu, flestar þeirra voru nú ekkert að stressa sig á að klæða sig mikið þó svo rignt hafi nú soldið, smá sýnishorn

P9140030

Sáum líka bílstjórana, þeir eru algjörir tyttir, jafnvel fyrir meðalmanninn mig. En já sáum semsagt flest alla ef ekki alla bílstjórana, hér er einn þeirra sem er víst soldið góður, kallar sig Alonso, sá líka kærustuna hans, hún var tja......alltilagi.....

P9140048

En jú við gerðum nú ýmislegt meira um helgina en að fara á formúluna, þurftum nú aðeins að sýna strákunum hvað Lugano væri að bjóða uppá, á föstudeginum var gott veður, sól og hlýtt og hvað er þá betra en að leigja sér bát og taka með nokkra öllara með. Verð eiginlega að henda 2 myndum frá þessarri bátsferð, önnur af mér og hin af hinum Grindvíska Atla

n618112726_1272973_3583

n618112726_1272990_8992

En já allavega höfum þetta ekki lengra í bili held ég, á líka að vera læra þar sem skólinn er kominn á fullt, nokkrir mjög áhugaverðir tímar sem við tökum á þessarri önn og einn sem er nú þegar byrjaður og aldrei á ævinni hef ég haft jafn raunsæann og hreinskilinn kennarra, æðislegt. Segi einhverjar sögur af honum seinna.

 

þangað til næst........ er alvaran að byrja.......aftur.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Krissi... þú hefur klikkað á því þegar þú varst að skrifa færsluna að smella OFT á "Vista uppkast" neðst vinstra megin. Þetta er eins og þegar þú ert að búa til Word eða Excel skjal - vista, vista, vista og vista... þá glatast ekki nema það sem þú settir inn síðustu mínútu eða svo - eða frá því þú vistaðir síðast.

Svo hefurðu möguleikann "Vista uppkast og skoða". Þá opnast flipi eða nýr gluggi þar sem þú sérð hvernig færslan lítur út tilbúin. Að lokum er smellt á "Vista og birta". Allt undir kontról.

Kveðja til ykkar strumpanna í Lugano... 

Lára Hanna Einarsdóttir, 24.9.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband