26.9.2008 | 14:37
Í dag verð ég ríkur.......
Ég tel allar líkur ég muni verða ríkur í dag, ég gerðist svo forsjáll að kaupa lottó, fyrir heilar þúsundkrónur. Vinningurinn er svosem ágætur 18 og hálfur milljarður, ég sem var að kvarta að gengið á frankanum sé farið úr 52 uppí 89, tökum bara sem dæmi ég hefði bara unnið 10,8 milljarða hefði gengið ekki lagast sona fyrir. Jújú kannski hægt að kvarta yfir að leigan sé búin að hækka, bjórinn, maturinn, skólinn og já BARA ALLT.
Ég vill nú ekkert vera að kvarta yfir þessarri ríkistjórn, held hinir flokkarnir væru nú bara verri en þetta er alveg hryllingur. Held ég þurfi að smella mér í pólitík þegar ég mæti heim, setja saman nefnd sem gæti sett í gang eitthvað plan til þess að eyða þessarri blessaðri verðtryggingu, taka Lín í gegn, Lín er samt algjör snilld þar sem öll lönd hafa þetta ekki en afhverju að sætta sig við einhverja helv%&#%$"# meðalmennsku þegar hægt er að gera þetta betra. Held samt ég myndi byrja á því að reka Fjármálaeftirlitið einsog það leggur sig og stofna nýja stofnun sem myndi virkilega gera eitthvað af viti, er búinn að læra um eftirlitskerfið hér í Sviss og verð nú að segja það er hrikalega skilvirkt og gott. Hvernig í fjandanum er hægt að leyfa bönkunum að vera með undanþágu varðandi skortstöðu á móti krónunni og tala hana eins mikið niður og mögulegt svo þeir geti bjargað sínum rassabossa en skilja landann eftir í súpunni, og námsmenn erlendis. Æj hvað er maður að væla þetta, sé ekki fram á að þetta lið sé að fara gera eitthvað í þessu fremur en venjulega. Ég mun redda þessu þegar ég kem heim, fá yngra fólk í kjörið á þing sem nennir að gera eitthvað annað heldur en þessi skarfar og skörfur sem eru á þingi í dag.
þangað til næst............verð ég milli...........
Athugasemdir
þú verður þá allavega einn af mjög fáum millum eftir á íslandi... ;)
sævar (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 09:56
Ég vann ekki :(
Kristján (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.