Lissabon var það.......

Hef lítinn tíma að skrifa blogg í augnablikinu sökum leti og anna í skóla, þarf að útskýra einhvern mun á securities law enforcement í Evrópu og BNA, ég veit hljómar eiturhressandi en sona er þetta.

Lissbon:

  • Skemmtilegt andrúmslof
  • Breytileg, fín hverfi á móti minni fátækari en samt skemmtileg bæði
  • Virkilega gott næturlíf
  • Virkilega góðir Caipirinha, þá meina ég virkilega góðir
  • Tiltölulega hrein
  • Þó nokkuð mikið af einhverjum gömlum húsum að skoða
  • gott veður, 26 stig og sól
  • góðar samgöngur og virkilega ódýrir leigubílar
  • ódýr borg yfir höfuð, sona ef gengið væri ekki algjör glæpur
  • Væri örugglega með skemmtilegri borgum til að taka Erasmus, held það væri algjör snilld.
  • vingjarnlegt fólk
  • góðar verslanir, bæði þessar venjulegu og einnig margar með unga hönnuði frá borginni

Dettur örugglega meira í hug en þetta er allavega byrjunin, hafði líka hugsað mér að bera saman þær helstu borgir sem ég hef flakkað til á undanförnu ári svo þið kæru hlustendur getið borið saman borgir sem þið getið sennilega ekki farið til í augnablikinu sökum að erfitt er víst að fá gjaldeyri.

 

Ein pæling sem við gunni áttum í strætó í dag, til eru menn sem eru öfuguggar, tel sjálfan mig ekki var einn af þeim, gerir það þá mig að beinum ugga eða bara ugga?

 

þangað til næst............segir ugginn uggandi áfram upp strauminn......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu vá hvað ég er sammála þér að loka eyrunum á þessa kreppu! maður er alveg kominn með uppí kok á því að hlusta á þetta og jafnvel magasár líka :/ hef áhyggjur af e-h öðru en kreppu. En ætlaði bara að kvitta fyrir kíggið!

Tóta (IP-tala skráð) 19.10.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband