Sísonið er byrjað.......

Sá skemmtilegi atburður átti sér í gær að ég smellti mér á bretti. Veður: -slatti (-4-14) sirka eftir hvar maður var í fjallinu, fann lítið fyrir því samt, sól og heiðskýrt, hellingur af snjó. Fór semsagt í gær með Peter og kærustunni hans til Andermatt í gær, finnst þessi staður alveg hrikalega skemmtilegur, ekki commercial túristastaður hérna í Sviss. Mjög mikið af lócal fólki sem fer þangað og fólk yfirleitt frekar gott í brekkununum. Verð bara að segja það er eitthvað svo róandi við að komast uppí fjöllin hérna, þetta er hrikalega fallegt, toppurinn í þetta 3000 metrar, fjöll allt í kring, held það séu um 600 toppar í kring, eða nota þeirra lýsingu á þessu: On the top of the nearly 3000 meter high Gemsstock, a spectacular panoramic view of more than 600 summits makes your heart beat faster. Veit ekki hvort hjartað hafi tekið einhvern kipp en get allavega sagt að ákveðin hugarró kemst yfir mann. Maður er ekki mikið að spá öll þau verkefni maður á eftir í skólanum, gengið að drepa mann, maður er ekki að fara fá vinnu eftir nám og þar fram eftir götunum. Eina sem kemst fyrir mann er að renna sér niður, njóta útsýnisins og hafa það gott. Mæli algjörlega með þessu og vona bara maður komist aftur sem fyrst, tel að það verði reyndar ekki fyrr en eftir 2 vikur þegar maður klárar öll þessi verkefni, en allavega eitthvað til að hlakka til.

 

þangað til næst...........fáum okkur harðsperur........bætir líkama og sál......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá hvað þetta hljómar eins og hinn fullkomni staður til þess að vera í námi á!

Valdi (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 00:01

2 identicon

já ég mæli allavega með sundsprett í vatninu. einn besti dagur sem ég hef átt, 6 strákar saman á bát með bjór og tónlist syndandi í vatninu í sól og blíðu. Hrein og tær snilld!

sævar (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband