Skrapp út.......

jú skrapp aðeins út í dag, byrjað að snjóa hérna í hinni fögru borg/bæ Lugano. Leiddist eitthvað og nennti ekki að hanga inni, ákvað bara að smella mér í eitursvala hvíta Burton snjóbrettajakkann minn og rölta aðeins um bæinn. Setti stórvinkonu mína frú Torrini á fóninn og naut veðursins, hrikalega góð nýja platan hennar annars. Vorum semsagt í gær í thanksgiving og það er óhætt að segja að við borðuðum á okkur gat, líka meðlætið með þessu er hrikalega gott, soldið heavy matur en maður borðar sona ekki oft. Ég er búinn að ákveða í framtíðinni mun ég klárlega halda þessa hátíð á klakanum, vinir og vandamenn innilega velkomnir. Fengum afganga af kalkúninum með okkur heim og var hann etinn bæði núna í hádeginu og í kvöldmat. Er samt búinn að ákveða nokkrar uppskriftir sem ég mun henda kalkúninum í, í fyrsta lagi er það bernaise kalkúna pizza með lauk, sveppum og osti, mjög spenntur fyrir þessari pizzu. Önnur uppskrift sem ég hef hugað að er hvítlauksosta pasta með kalkún, bræða smá hvítlauksost (að heiman einmitt) í krafti, og bæta smá mjólk útí, steikja smá blaðlauk, venjulegan lauk og eitthvað sona grænmeti, blandað saman með góðu pasta og kalkún, verður hrikalega gott.

langaði einnig að henda nokkrum myndum frá deginum

n84200003_30238050_9316

PB280056útsýnið af svölunum.

PB280084

sona ein af kallinum við vatnið í lokin, ef óskað er eftir fleirum myndum vinsamlegast hafið samband við viðkomandi.

 

þangað til næst............njótum við blíðunnar..........þó svo hann snjói......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Pizzan hljómar mjög vel!

Valdi (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 18:23

2 identicon

Ofsalega held ég að þetta sé fallegt borg með nýföllnum snjó.

marta sigurgerisdóttir (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:52

3 identicon

FW: Klukk frá Valda :)

Damn hvað ég get ímyndað mér að kalkúnninn hennar Meghan hafi verið góður m.v. matinn sem hún eldaði ofan í okkur í sumar 

Eddi (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 00:13

4 identicon

djöfull ertu hrikalega sætur í svona hvítum galla í nýföllnum snjó.

sævar (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband