Ég var hér.......hvar voru þið.....

http://www.laax.ch/flash/index.php?l=en#/de/home

Ég skrapp semsagt til Laax í gær, tæpir 2 tímar að komast þangað sem er í hinu fínu lagi þar sem útsýnið á leiðinni var gott og mjög fallegt. Því til sönnunar, sjáum mynd

PC050051

 En já fórum semsagt 4 saman, ég Göran frá Makedóníu og Pólska parið. Það er búið að vera snjóa gríðarlega mikið í fjöllin undanfarið og það var ekkert að leyna sér þarna í Laax (mæli með að kíkja á vefsíðuna á sjá stærðina á þessu). Ég hef aldrei á minni lífsleið séð jafnmikið af nýföllnum púðursnjó og það er svo mikið yndi að síðan kemur maður fyrstur og sker línu í hann, það er geggjað. Þau pólsku hafa farið nokkuð oft á bretti og Peter tjáði mér að þetta væri sennilega besti dagur hans á bretti ever, nokkuð gott fyrir mann sem hefur farið um allt á bretti í mörg ár. Við fundum stað í fjallinu sem var sona free ride, ekki merkt semsagt og vorum á bretti á milli risa trjáa í sona meterpúðursnjó. Ég er nú ekki sá reyndast í púðrinu en gekk samt mjög vel, nokkrar faceplants þýðir bara að maður er að pressa sig soldið áfram sem er bara gott. Það sem var líka gott að hææsísonið er ekki byrjað og við vorum ekki um helgi þannig það var ekki sála í kringum okkur þar sem við vorum á brettinu. Verð að segja það er soldið gaman að bruna milli trjánna með Lights on the Highway og Kings of Leon í bottni í Ipodinum. Reyndi að taka nokkrar myndir af þar sem við vorum á bretti

Hérna er Marta sú pólska að smella sér af stað milli trjánna. PC050077

PC050072

 

þangað til næst..........er ég með hassberur til jóla........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

djöfulli er kjeppinn að lúkka á brettinu maður!

sævar (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 11:59

2 identicon

Hvaðan er þessi stakkur sem þú ert í?

Áddni Valdi (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband