9.2.2009 | 19:05
Stundum er þessi staður nokkuð góður, allavega vel staðsettur....
Já stundum er þessi blessaði Lugano bær soldið skemmtilegur, smellti mér semsagt í gær í fótbolta úti hérna með strákunum, 12 stiga hiti heiðskýrt og logn, virkilega skemmtilegt og við vorum í yfir 2 tíma að leika okkur. Síðan í dag smellti ég mér til Laax á bretti og þar hélt þetta snilldar veður bara áfram, ekki alveg 12 stig en samt held ég ekki meira en -5 og snjórinn var hreint út sagt snilld. Vorum í fáránlega góðri bretta brekku, púður snjór sem gusaðist upp og brekkurnar hrikalega langar og góðar, einn af betri dögum á bretti yfir höfuð held ég bara. Held að ég hafi klárað mig gjörsamlega með að fara út 2850 metrum niður í 1000 metra á tiltölulega fljótum hraða, fann lærin sona brenna, er einmitt að borga af því núna þar sem ég er gjörsamlega búinn í fótunum (ekki löppunum þar sem menn hafa ekki lappir, þetta innskot var fyrir edda). Hið akademsíska frelsi er yndislegt og ég ætla að njóta þess í nokkra daga í viðbót, ætla mér reyndar að vera vinna soldið í ritgerðinni minni en það er soldið í að kúrsarnir sem ég ætla að taka byrji.
þangað til næst.......... ætla ég að njóta þess........
Athugasemdir
Frelsið er yndislegt!
Símon (IP-tala skráð) 10.2.2009 kl. 14:05
iss mig langar ekkert í akademískt frelsi. frekar kreppu og vinnu!
sævar (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 12:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.