9.10.2008 | 10:59
Farinn í frí að losna undan krepputali......
Jú ég tók þá annars góðu ákvörðun að verja helginni í Lissabon, kominn með nóg af þessu kreppurugli og langar í smá frí. Tel það besta í stöðinni að heyra ekki neinar fréttir þennan tíma sem maður eyða þar. Stefni á að skoða hina og þessa hluti í annars þessarri merku borg, sleikja sólina (26 stig og sól), borða góðan mat (ekki of dýran samt) og bara í raun hafa það gott.
Ég hvet annars bara fólkið heima að reyna að festast ekki of mikið í þessarri umræðu, mæli með sumarbústaðarferðum með engu neti, bæta það upp með góðu grilli og flösku af hæfilega dýru rauðvíni og góðum félagaskap, og reyna að minnka allt krepputal.
þangað til næst............vonum við að ástandið verði betra.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2008 | 14:56
Í dag er ég ekkert voðalega ríkur.........
Ég skil ekki hvað gerðist, ég vann semsagt ekki í lottóinu, held ég þurfi að senda þeim email og fá útskýringar, þetta eru ekki nema 5 tölur sem komast uppí 50 og síðan 2 í viðbót sem eru ekki nema 10.
En það styttist í gleðskap hér hjá okkur, það styttist í 100% hækkun síðan við komum, þegar við komum hingað í ág/sept fór var frankinn í 50, hann er nú kominn í 92 og stefnir ótrauður á 100, virkilega skemmtilegir tímar. Einnig mjög skemmtilegt að ég held að þessir nokkru aurar sem maður eigi hjá Glitni séu bara enn læstar inni, greyið aurarnir.
Ég er nú samt alveg kominn með svarið við þessu, ef ástandið verður einnig sona þegar maður klárar þá smellir maður sér bara í PHd, ágætlega borgað og maður getur kallað sig doktor Stjánsen, hljómar hressandi.
þangað til næst.........bara brosa...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2008 | 14:37
Í dag verð ég ríkur.......
Ég tel allar líkur ég muni verða ríkur í dag, ég gerðist svo forsjáll að kaupa lottó, fyrir heilar þúsundkrónur. Vinningurinn er svosem ágætur 18 og hálfur milljarður, ég sem var að kvarta að gengið á frankanum sé farið úr 52 uppí 89, tökum bara sem dæmi ég hefði bara unnið 10,8 milljarða hefði gengið ekki lagast sona fyrir. Jújú kannski hægt að kvarta yfir að leigan sé búin að hækka, bjórinn, maturinn, skólinn og já BARA ALLT.
Ég vill nú ekkert vera að kvarta yfir þessarri ríkistjórn, held hinir flokkarnir væru nú bara verri en þetta er alveg hryllingur. Held ég þurfi að smella mér í pólitík þegar ég mæti heim, setja saman nefnd sem gæti sett í gang eitthvað plan til þess að eyða þessarri blessaðri verðtryggingu, taka Lín í gegn, Lín er samt algjör snilld þar sem öll lönd hafa þetta ekki en afhverju að sætta sig við einhverja helv%&#%$"# meðalmennsku þegar hægt er að gera þetta betra. Held samt ég myndi byrja á því að reka Fjármálaeftirlitið einsog það leggur sig og stofna nýja stofnun sem myndi virkilega gera eitthvað af viti, er búinn að læra um eftirlitskerfið hér í Sviss og verð nú að segja það er hrikalega skilvirkt og gott. Hvernig í fjandanum er hægt að leyfa bönkunum að vera með undanþágu varðandi skortstöðu á móti krónunni og tala hana eins mikið niður og mögulegt svo þeir geti bjargað sínum rassabossa en skilja landann eftir í súpunni, og námsmenn erlendis. Æj hvað er maður að væla þetta, sé ekki fram á að þetta lið sé að fara gera eitthvað í þessu fremur en venjulega. Ég mun redda þessu þegar ég kem heim, fá yngra fólk í kjörið á þing sem nennir að gera eitthvað annað heldur en þessi skarfar og skörfur sem eru á þingi í dag.
þangað til næst............verð ég milli...........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.9.2008 | 13:16
Monza man
Vá hvað þetta er lélegt blogg, þá er ég ekki að tala um mig heldur þetta rusl, var búinn að skrifa risa færslu með myndum en bara nei ákvað að láta sig hverfa.
Allavega þá fórum við semsagt á Grand Prix formula 1 síðustu helgi á Monzu. Ég verð nú að segja að ég hefði aldrei trúað hversu töff þetta er, hávaðinn og hraðinn er bara svo miklu meiri heldur en maður gæti nokkurntíman trúað. Einnig hversu stórt batterí þetta er bara ótrúlegt, tugir tonna sem hvert lið flytur með sér í hverja keppni, eingöngu til þess að 2 strákar geti keyrt bílinn sinn rosa hratt :D Auðvitað er reyndar hægt að segja sona um flest öll sport sem eru með einhverjum peningum en mitt persónulega álit á formúlunni eftir að hafa séð þetta er bara algjör snilld, awsome einsog útlendingar gætu orðað það. En já við vorum semsagt 6 drengir saman þarna, hópurinn leit einhverveginn sona út ásamt hinum útvalda sem ákvað að taka myndina.
Þar sem þessi íþrótt er soldil stráka íþrótt fannst mér virkilega skemmtilegt hversu margar stúlkur voru nú á svæðinu, flestar þeirra voru nú ekkert að stressa sig á að klæða sig mikið þó svo rignt hafi nú soldið, smá sýnishorn
Sáum líka bílstjórana, þeir eru algjörir tyttir, jafnvel fyrir meðalmanninn mig. En já sáum semsagt flest alla ef ekki alla bílstjórana, hér er einn þeirra sem er víst soldið góður, kallar sig Alonso, sá líka kærustuna hans, hún var tja......alltilagi.....
En jú við gerðum nú ýmislegt meira um helgina en að fara á formúluna, þurftum nú aðeins að sýna strákunum hvað Lugano væri að bjóða uppá, á föstudeginum var gott veður, sól og hlýtt og hvað er þá betra en að leigja sér bát og taka með nokkra öllara með. Verð eiginlega að henda 2 myndum frá þessarri bátsferð, önnur af mér og hin af hinum Grindvíska Atla
En já allavega höfum þetta ekki lengra í bili held ég, á líka að vera læra þar sem skólinn er kominn á fullt, nokkrir mjög áhugaverðir tímar sem við tökum á þessarri önn og einn sem er nú þegar byrjaður og aldrei á ævinni hef ég haft jafn raunsæann og hreinskilinn kennarra, æðislegt. Segi einhverjar sögur af honum seinna.
þangað til næst........ er alvaran að byrja.......aftur.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.9.2008 | 09:51
Er það F1 á Monzu um helgina.......
ÉG er bara ekki frá því stefnan sé sett þangað, þeir Sævar, Hörður og Atli ásamt James félaga hödda eru að mæta hérna til okkar í kvöld. Erum semsagt allir með miða á formúluna hérna um helgina, þægilegt líka að hún er ekki nema um hálftímafjarlægð sem er ekki slæmt. Það sem er hinsvegar aðeins verra það er spáð rigninu alla helgina og á morgunn líka. Fúllt þar sem búið er að vera sól og 25 stig megnið af vikunni. Ef samt alla trú að þetta verði fáránlega gaman hjá okkur, 6 ungir drengir að leika sér og horfa á formúluna.
Læt einhverjar vel valdar myndir á almheimsvefinn eftir helgi.
þangað til næst............ frrrrrrrrúúúúúúúúúúúúmmmm á fullri ferð.............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2008 | 10:40
Wakeboard og Blues.........
Jæja ætlaði nú að setja þetta inn í síðustu viku en er náttúrulega búinn að vera "alltof" upptekinn við að læra bæði ítölsku og þýsku. Er búinn að vera hoppandi sona á milli, þýskan of auðveld og ítalskan bara æjjjjj.
Allavega þá fórum við semsagt ekki helgina núna síðast helgina þar á undan á svokallað wakeboard, ert semsagt á sona bretti sem er dregið af bát. Ég hafði aldrei prufað þetta og þetta er bara miklu erfiðara heldur en ég hafði haldið, var með harðsberur í viku eða svo. Maður lúkkaði einhverveginn sona á þessu
En þar sem maður er búinn að skrá sig inná hið margfræga jútjúb þá getiði nú séð smá myndskeið af kallinum, vill samt taka það fram að rönnið sem heppnaðist hvað best var að sjálfsögðu ekki tekið upp á myndband.
og aftur
En já ég held maður þurfti nú að prufa þetta aftur, kostar mjög lítið og er bara hérna á Lake lugano, og hitastigið í vatninu þennan daginn var 24 gráður sem verður nú bara að teljast nokkuð gott.
Svellkaldur eftir búinn að lenda nokkrum sinnum á smettinu :)
Einnig þessa sömu helgi var Blues festival í Lugano, voru held ég 5 svið í 3 daga full af blúsliði og haugur af fólki að horfa á. Mitt uppahálds á þessu festival voru án efa strákarnir í DixieHummingbirds, setjum eitt myndband með þeim þar sem maður kann sona vel á jútjúb :D (mæli með mega bassagaurnum lengst til vinstri)
þangað til næst...........það er hart líf að vera námsmaður.........
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2008 | 13:50
Túristatrip í kringum lugano........
Jújú maður er víst búinn að vera njóta síðustu dagana hérna í Lugano áður en skólinn byrjar, byrjaði reyndar í dag í þýskukennslu, held samt ég helli mér í ítölskuna á morgunn og síðan aftur í þýsku í næstu viku, afhverju er ekki bara töluð íslenska í heiminum spyr maður bara.
Annars voru þau Eddi og Hulda í túristatrippi hérna í nokkra daga. Ýmislegt brasað svosem, við smelltum okkur uppá 2 fjöll eða svo, Monte Bré og San Salvatore, útsýnið þaðan lýtur einhvernvegin sona út
og þar sem það var gott veður fannst okkur nú tilvalið að leigja okkur eitt stykki bát eða svo, hart líf að vera námsmaður
og kannski fá sér einn öl og smella sér í vatnið
Einnig þurfti maður nú að taka þau uppí Valle Verzasca og athuga hvort Eddi væri nú maður eða mús, hann slapp við að taka þá ákvörðun þar sem við vorum frekar snemma í því og lokað í teygjustökkið. Það er samt soldið annað í þessum dal sem er soldið cool en það er semsagt á sem liggur þarna uppeftir í dalnum og við þessa ár eru sona ávalir steinar, marglitaðir og minnir mann eitthvað soldið heima en samt ekki þar sem fólk er í sólbaði á þeim.
Ekkert af því að taka með sér smá nesti, nýbakað brauð, proscuitto crudo, ostar og kannski einn öl til að renna þessu niður á meðan maður wörkar tanið.
Fórum einnig til Como, Ascona og í golf. Mitt persónulega álit á Como held ég sé nú samt að Lugano er miklu meira cool, vantar bara George Clooney og þá væri þetta held ég bara komið. Reyndar Ascona miklu flottara en Como líka, kannski maður þyrfti bara að skoða Como betur en eftir 3 heimsóknir þá er þetta bara sona eitthvað rétt til að sjá, þeir staðir sem eru hér eru bara miklu skemmtilegri.
Annars var bara þrusugaman að fá þau Edda og Huldu í heimsókn og þakka þeim kærlega fyrir komuna.
þangað til næst............. snakker vi ikke dansk.........italiano und German.......
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.8.2008 | 16:21
Back in Lugano......
Jújú mikið rétt, maður er mættur aftur til Lugano, ferðalagið í sjálfu sér ágætt, tók um 13 tíma að komast hingað og var ferðast yfir nótt og þar sem mér gengur illa að sofa í flugvélum náði maður þessu einum og hálfum tíma í svefn þann sólahringinn. En alltaf gaman að koma aftur í sona sína rútínu og jú kannski aðeins betra veður. Var núna um helgina í Valley Verzaska sem hið víðfræga teygjstökk er, stökk nú reyndar ekki sjálfur en þau Meghan og Zíhad létu sig hafa það í þetta skiptið. Zíhad (held það sé skrifað sona) er félagi pólverjans og hann tók nú sinn tíma í að hoppa þegar hann var kominn upp, tók myndband og þau voru ófá blótsyrðin sem komu upp úr honum áður en hann lét sig hafa það. Ef þið hafið misst af myndbandinu af mér að hoppa þetta þá má sjá það hér http://s222.photobucket.com/albums/dd68/gunniberg/?action=view¤t=DSCN2609.flv Svo fólk geri sér grein fyrir hæð stíflunnar má til gamans geta að Hallgrímskirkja er 74,6 metra á hæð sem gerir þetta um 3 kirkjur eða svo, stökkið sjálft er eitthvað aðeins minna, kannski sona 180 metrar gæti ég trúað.
Annað í fréttum var að þegar maður kemur frá Íslandi hingað verður maður nú að taka eitthvað íslenskt með sér, ég tók hrefnukjöt, íslenskan lax, osta, tópas og brennivín. Vorum semsagt með matarboð um helgina og var boðið semsagt uppá hrefnju og lax ásamt ítölsku appero borði, ólífur ostar, pesto og þar fram eftir götunum. Eldunin var einhvernveginn á þessa vegu, 2 500gramma stykki af hrefnu tekin, annað skorið í 2 sentimetra þykkar sneiðar og lagðar í kikkómansoya, saxaðann hvítlauk, rifið engifer, látið liggja í 2 stundir eða svo. Hitt stykkið var eingöngu kryddað með salt og pipar og steikt í heilu á þurri pönnu og skorið í þunnar sneiðar og látið jafna sig. Hitt stykkið var steikt á sama hátt. Með þessu voru litlar krumpukartöflur sem eru láttnar liggja í ofninu í smá olíu og salti í slatta langan tíma. Sósan var hefðbundin, piparostur skorinn í litla bita, lagður í pott með örlitlu vatni og krafti og látinn bráðna, við þetta er bætt rjóma, hefðum sennilega hent í þetta sherry hefði það verið til boða. Með þessu drukkið nokkrar tegundir af rauðvíni þar sem voru um 10 manns í mat. Þetta heppnaðist alveg ótrúlega vel og aldrei hefði ég trúað því hversu mikið útlendingunum fannst þetta gott, alveg bara fáránlegt í rauninni og ég hvet bara Íslendinga til að éta þetta, þetta er ódýrt og hrikalega gott og örugglega frekar hollt þar sem lítil sem engin fita er í þessu.
Framundan er dagskráin einhvervegin á þessa vegu, slappa aðeins af, Eddi og frú koma á fimmtudaginn, viðra þau soldið, byrja að læra ítölsku soldið aftur, slappa aðeins af og byrja í skólanum á annaðhvort tungumála námskeiði í þýsku eða ítölsku, kemur í ljós.
þangað til næst......... þakkar maður klakanum fyrir sérdeilisprýðilegt sumarfrí....... :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.7.2008 | 22:05
Alltaf stuð á klakanum......
Er á klakanum sem er bara sérdeilisprýðilegt. Vissi ekki það væri sona gott að vera í sumarfríi til að skipuleggja næsta sumarfrí. Gleymi samt alltaf ég ætlaði nú að setja inn eina góða færslu hérna. Aldrei að vita hún detti inn núna ef það heldur áfram að rigna. Maður nennir einhvernvegin ekki mikið útað hjóla og vera sona soldið pró-dökdiv, synda kannski líka.
þangað til næst......... verður maður hér allavega til 13 ág............
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2008 | 20:28
Last days in Lugano......... for now........
Jæja nú fer að styttast all mikið í að Stjánsen muni nema land á Klakanum, mæti semsagt á miðvikudagskvöldið, þarf að dúsa í köben frá hálf 2 til hálf 10 um kvöldið og vill ég þakka edda kærlega fyrir að hafa bailað frá danmörku þannig maður hefur engan til að hitta. Annars eru síðustu dagar hérna búnir að vera ósköp góðir verð ég að segja. Síðustu 3 dagar hafa verið í raun þannig að maður hefur vaknað ekkert alltof snemma, smellt sér í sólbað við vatnið, fór einnig út á vatnið hérna á hjólabát og stakk mér aðeins til sunds í vatninu. Það er einnig sona Lido hérna sem er ekkert annað en ótrúlega flott og gott, strönd við vatnið, 3 sundlaugar, haugur af fólki og veðrið í kringum 30 og yfir þegar hæst er. Á kvöldin hefur síðan verið Estival (ekki festival) Jazz og var það algjör snilld. Þetta estival er komið á youtube og langaði að smella nokkrum vídjóum af því. Byrjum á Rodger Hodgson úr Supertramp
Þessi maður er algjör snilld og hann er með heilan helling af lögum sem maður þekkir. Ótrúlega skemmtileg stemning og síðan byrjaði að sjálfsögðu að rigna, alltaf gaman að þannig stemmara en þá þýðir ekkert nema bara taka upp regnhlífina og dansa með. Annar sem við höfðum einnig mjög gaman af var Buddy Guy, búinn að fá 5 emmy verðlaun og er í rock and roll hall of fame. Búinn að spila með Jimi Hendrix og Clapton og fleirum.
Það er ekki búið að setja hann inná jútjúb frá Estivalinu en hérna er eitt gott með honum
Annars verður maður heima næstu helgi og það má alveg gera ráð fyrir að stjáni muni nú láta sjá sig og vonandi sjá aðra. Verð með gamla númerið mitt 8223306 þannig alger óþarfi að vera feimin við að láta heyra í sér.
þangað til næst............verð ég á klakanum........sjáumst.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)