30.6.2008 | 16:48
Napoli Capri tripp.....
Það voru náttúrulega smá vangaveltur fyrir þessa ferð, deyr maður úr ruslalykt, verður maður undir ruslahaug, verður maður rændur og hent í ruslahaug eða mun maður bara bæta í ruslahauginn. Þegar við mættum var okkur hinsvegar tjáð að það væri eiginlega bara búið að týna upp ruslið, sona að mestu, borgin sjálf einsog húsin eða göturnar þarna hefðu ekkert verið gert við í sona 20 ár eða svo. Það setur svosem alveg svip á borginna en kannski ekki fallegasta svipinn, og munurinn að koma héðan frá Lugano sem allt er algjörlega spottless.
En allavega þessi ferð var ótrúlega skemmtileg, fórum í strandaparty fyrsta kvöldið, hef aldrei lent í eins geðveikum bílstjóra á minni ævi. Umferðin þarna er líka ein sú hættulega og steiktasta sem ég hef séð. Allavega þá var þetta strandateiti mjög skemmtilegt. Það sem kom samt mest á óvart þetta kvöldið var klárlega leigubílaferðin heim. Við vorum soldið fyrir utan Napoli, um hálftíma frá eða svo, og það var ekkert grín að fá leigara. Við finnum samt einn góðan (Fiat Multipla sem er án gríns besti bíll í heimi sem leigubíll) en bílstjórinn tjáir okkur að hann getur alveg skutlað okkur en við þurfum að bíða eftir einum öðrum farþega sem ætti alveg að fara koma, við prýsum okkur náttúrulega bara sæl með það, þó svo við værum að fara taka yfirfarþega. Þegar farþeginn kemur síðan sér maður þennan einstakling, með sítt hár, síðum kjól, brjóst, háir hælar, hljómar soldið einsog kvennmaður en samt soldið langt frá því, var víst karlmaður búinn að fara í brjóstaaðgerð og ég veit nú ekki hvað meira en ég hef haldið að hann hafi haldið millistykkinu, veit ekki. Við fórum allavega í leigubílaferð með þessum einstaklingi og haldiði að Stjánsen hafi ekki bara verið svo heppinn að sitja hliðina á honum, gaman af því.
Seinni daginn bara vaknað tiltölulega snemma, beint á ströndina sem var hálfgerð einkaströnd, þurftum allavega að borga nokkrar evrur inn en aftur á móti miklu flottari og skemmtilegri en hinar. Wörkuðum þetta tan nokkuð duglega, án þess að brenna samt. Kvöldið fór síðan í einn hressast veitingastað sem ég hef séð, MJÖG lowbudget en samt góður, færð 3 þrétta máltíð, rautt eða hvítt í glærum vínflöskum með engan miða (heimabrugg) og síðan í eftir rétt velurðu um lakkrís snafs eða limoncello, við báðum um bæði og báðum flöskunum bara hent í okkur, öllu var reyndar bara hent í okkur, síðan éturðu hratt, drekkur hratt og drullar þér út. Virkar fínt, getur heldur ekki setið lengi þarna útaf látum, en maturinn góður og kostaði um 12 evrur eða svo, sem þykir víst ekki mikið þessa dagana.
Smelltum okkur einnig til capri, eyja um 40 mín frá Napoli og við tókum bara næsta bát, röltum í gegnum eyjun og enduðum í einhverri vík, alveg óvart, vorum með eitthvað miklu meira plan, okkur leist samt svo vel á þennan stað við ákváðum bara að tjilla þarna allan daginn, fá okkur einsog einn öl, synda í heitum sjónum og vinna soldið í brúnkunni. Eftir á nenntum við ekki að labba til baka, frekar langt labb í næstu höfn þannig við pöntuðum okkur bara bátskutl sem reyndist síðan vera algjör snilld, tók okkur í einhver grotto þarna, sáum eyjuna betur og þetta er ótrúlega falleg eyja og mæli algjörlega með henni sem eiga ferð um Ítalíu. Hér er mynd af þessarri vík sem við enduðum í.
Er annars núna í afslappelsi hérna í Lugano, vorum við vatnið föstudaginn síðasta í sólbaði, Lido svokallað, hiti 36 stig og sól, mér var heitt og lobsternum Gunni var heitt líka.
þangað til næst.......... syngur inní mér vitleysingur .......... (mæli með nýju sigurrós)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.6.2008 | 16:03
Í gær var það sona, í dag er það hinsegin.......
Jú svo sannarlega kláraði ég prófin í dag, búið að ganga nokkuð vel og var kominn með algjört ógeð á að vera læra. Langar núna bara í sól og afslappelsi, sona áður en maður kemur heim á klakann. Ég hélt uppá þetta með að fara í mína fyrstu klippingu í dag hér í lugano, var nú ekkert voðalega mikið að þora því þar sem ítalir eru með fáránlegar klippingar og lýta út einsog pálmatré í vindi. En ég var semsagt ekki búinn að klippa mig í þetta 6 mánuði eða síðan herra Diego klippti mig heima, var reyndar ekki búinn að raka mig alla próftörnina eða svo sem var um 3 vikur. í gær leit ég einhvervegin sona út
síðan í dag ákvað ég að reyna sameina þýskamenningu með þeirri ítölsku
vill samt láta það koma fram að hvort maður þori sona útúr húsi er ekki komið á hreint, held reyndar að Gunni muni viðra sína mottu í kvöld, kemur í ljós.
þangað til næst............ syngjum öllum sókrates........trallatrallatralllalalalala.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.6.2008 | 21:37
Nú er verið að fagna ÍSLANDI!!!!!!!
Hver bíllinn á eftir öðrum eru flautandi og það var verið að tjá mér það er allt brjálað í miðbænum hér í Lugano á piazza reforma, allir hoppandi hlæjandi brosandi hrópandi yfir þjóðhátíðardegi okkar Ísledinga. Ég hélt að ítalirnir vissu nú ekki um þennan dag en annað er að koma á daginn, sem betur fer gaf hinn Frjálsi Fjárfestingarbanki mér Íslenskan fána í kveðjugjöf og verður honum flakkað að íslenskum hætti það sem af lifir kveldi. Mér er næst að syngja hástöfum Ísland er land þitt upphátt með slátur í annarrri og brennivín í hinni og flatköku með hangiketi í einari.......áfram Ísland
..................einnig gæti verið að fagnaðarlætin hér séu vegna þess að Ítalir komust áfram í EM......... annars veit maður náttúrulega aldrei........
þangað til næst........... hæ hó og jibbí jeiiii og jibbbíííííí jeiiiiiii.......... ÍSLENDINGURINN í manni er heldur betur kominn fram :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2008 | 13:43
Sona var Stjánsen í gamla daga.......
Rakst á þessa mynd af einstaklega myndarlegum ungum drengi á alheimsnetinu, þessi mynd er frá árinu 1973 og má sjá hvað einstaklingurinn skartar einstaklega fallegum lokkum. Á þessum tíma voru þessir lokkar víst kallaðir LUBBI en lubbi samkvæmt wikipedia heitir víst hinn hárfagri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 18:28
Styttist í Stjánsen........
- Það er akkúrat mánuður í að Stjánsen muni snúa á klakann, byrjum að undirbúa það
- Búinn með 2 próf, á 6 eftir, þessi vika verður hrikaleg
- Hin 2 prófin gengu hinsvegar mjög vel, gaman af því
- EM er byrjað, gaman af því, ég spái Þýskastálinu
- Ekki gaman að vera í prófum meðan EM er í gangi og ekki að komast á leik ámeðan þetta er nú í Sviss
- Við Gunni ætlum að safna í mottu í prófum og athuga hvort við verðum ekki flúent í ítölsku með mottu (samanber þáttur úr nýjustu seríu Family Guy)
- Mig hlakkar að koma heim í sumar og spila golf
- Mig hlakkar líka að komast til Napoli áður en ég kem heim til að vinna aðeins í taninu áður en maður mætir á klakann þar sem það er búið að rigna hérna núna stanlaust í meira en mánuð, kvarta ekki samt yfir hitastiginu
- Það er akkúrat mánaður í danskan bjór með Eddanum, verða jafnvel 2 danskir bjórir drukknir
- Þau sem eru búin í prófum heima, óska ykkur til lukku, sérstaklega Villanum en aðalalega fyrir virkilega skemmtilega sögu frá honum í Básum, hefði verið til í að sjá hann negla kylfunni lengst inná og þurfa að segja öllum að slá ekki á meðan hann næði nú í kylfuna sína, ég hefði lagt kylfa á hilluna :D
- edit (stafsetningarvillur fara ekkert voðalega í taugarnar á mér)
þangað til næst......... lækkar forgjöfin mín allavega ekki í golfi.........
Bloggar | Breytt 10.6.2008 kl. 11:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 12:39
Fyrsta prófið búið..........
jæja fyrsta prófið var í morgunn, var það fagið Strategies and relationships with stakeholders kennt af hinum viðkunnalega Luca Soncini. Var þetta próf munnlegt og var ég nr. 2 til að taka prófið, hefði nú verið betra að vera aðeins seinna og fá sona að vita hvað var spurt um en ég held að það hafi ekki breytt miklu, gekk mjög vel og bjartsýnn á fína einkun. Annars var núna á mánudagskvöldið úrslitaúrslitaleikur um hvaða lið er skólameistari, við unnum semsagt mótið á síðustu önn og þurftum að leika til úrslita núna við það lið sem vann þessa önn. Við vorum búnir að fjárfesta í okkar eigin búningum, vel þröngir að hætti ítala þannig við vorum allavega að lúkka miklu betra en hitt liðið. Fínast leikur sem við unnum 7-3 og setti ég eitt mark úr víti, var í marki allan leikinn þannig ekki nema sanngjarnt að ég fengi að taka vítið, einni átti ég að ég held 4 stoðsendingar úr markinu.
Annars erum við búin að bóka okkur smá flug til Napoli þann 21 júní til 25 júní, stefnan verður sett á strönd og afslöppun eftir próftörnina. Reyndar skondið að ég var að spjalla við ítalana í fótboltaliðinu mínu og segja þeim að ég væri á leið til Napoli og þeir héldu að ég væri svo að grínast í þeim þar sem þessi borg er kannski ekki sú öruggasta. Held nú reyndar að þetta verði bara mjög gaman, kærasta Peter the pole er skiptinemi þarna og hún þekkir borgina vel, hvað eru betri hverfi og hvar þú átt alls ekki að fara. Stefnan er allavega sett að vera helmassaður og tanaður í drasl......nú eða bara ekki hvítur með bumbu.
þangað til næst............. verð ég vonandi búinn með fleiri próf..........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2008 | 15:13
Staðfest heimkoma Stjánsens.........
Já þá er maður loksins búinn að bóka sér flug, held ég hafi skoðað allar mögulegar leiðir heim. Þetta endaði á því að ég flýg frá milano til köben með sas og með icelandexpress heim um kvöld til íslands, og mun þetta eiga sér stað þann 9 júlí og má fólk gera fyrir að vera í hressari kantinum þá helgi. Heimför er síðan þann 13 ágúst og þá icelandair til köben og sas síðan þaðan. Ástæða fyrir þessu stutta stoppi heima er sú að eftir prófin hérna mun ég halda til Napoli í nokkra daga, wörka tanið, verð síðan hérna í viku að wörka tanið, ætti þá að vera orðinn nógu tanaður fyrir klakann. Síðan þegar ég kem hingað um miðjan ágúst verður stefnan sett eitthvert, sennilega króatíu held ég. Frekar ódýrt að fara þangað og þar er strönd og ekki langt í burtu, og þá getur maður smellt króatíu af todo listanum. Ég tel að meðan maður er á meginlandinu að reyna að ferðast soldið þar sem kostnaðurinn er brot af því ef maður hefði ætlað að koma sér af klakanum eitthvert, reyna að nýta tækifærið meðan maður er hérna. Er ekki að stefna á meira mastersnám (held ég allavega) þannig um að gera að flakka soldið meðan maður er hérna.
að öðru þá tel ég að talningar mistök hafi átt sér stað í Eurovisjón, enginn stig frá Sviss sem bara getur ekki staðist, bæði ég og Gunni kusum 2 sinnum, hélt að það myndi duga.
Einnig er núna síðasta vikan í skólanum og hingað til hefur vikan verið hrikalega góð í skólanum, var í einum tíma sem kallast internpersonal communication in finance og þá kom góður spaði frá Deutsche Bank og var hann Vice president yfir einhverju global private banking. Við vorum semsagt með verkefni sem snérist um að hann lék viðskiptavin með hin ýmsu vandamál og átti ég að leika private banker og hjálpa hans vandamálum. Verð nú að segja að maður lærði heilan helling á þessu og fá sona hátt settan einstakling úr bankageiranum er ekkert nema gaman. Líka að hlusta á sögur frá þessu private banking körlum eru rosalegar og maður sér í raun hvað klakinn er afskaplega lítill þegar maður heyrir þessar tölur. Vorum síðan í okkar síðasta tíma í dag hjá honum Luca Soncini, private banker, og var sá tími hjá honum í dag einn sá áhugaverðasti, hann vinnur semsagt í private bank hérna í Lugano og hans dæmi eru dæmi úr bankanum hjá honum og eru í raun private upplýsingar sem enginn ætti í raun að fá. Verð samt að segja að Luca þessi er einn sá hressasti og skemmtilegast kall sem maður hitt. Endalausar sögur af honum með hinum og þessum forstjórum, milljarðamæringum, einstaka mafíósasögur og annað hressandi. Líka gaman að sjá að maður sem á nóg af peningum og vill kenna eingöngu vegna þess hve gaman hann hefur af því, byrjaði að kenna í fyrsta skipti í fyrra og ætli hann sé ekki um 55 ára eða svo. Prófið hjá honum verður þann 4 júní sem er fyrsta prófið og eftir prófið er stefnan sett að krakkarnir úr kúrsinum og hann að hittast á einhverjum góðum stað í aperitivo og spjalla um daginn og veginn einsog maður segir, ætti að vera áhugavert.
En já próf á næsta leiti, 3 munnleg próf og hlakka ég einna mest til þeirra, tel mig vera töluvert sterkur í þeim, annars eru einnig 4 skrifleg, fínasta próf törn og ekki seinna vænna en að spýta í lúkur, grilla ananas og byrja að læra.
þangað til næst........... hlustum við á Semi pro soundtrack og finnum grúúúúvið.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.5.2008 | 19:23
Nú bíðum við eftir atkvæðum frá Svisssssss.......
Jú ég tel allar líkur á að atkvæðin sem við gunni sendum á fimmtudaginn hafi í raun verið þau atkvæði sem hafi komið okkur í lokakeppnina. Ég tel líka allar líkur á að Sviss muni gefa ÍSLANDI haug af atkvæðum núna, ég veit allavega um 4 íslendinga búsetta hérna í lugano. Annars voru nú ekkert margir í skólanum í gær sem horfðu á keppnina, en þeir vissu samt allir hvað var í gangi og þegar við pöntuðum okkur pezzu rétt áðan voru kallirnar þar alveg með þetta á hreinu og settu eurovisjón í gang. Fyrir mitt leiti þá var nú aðeins of mikið af rusli þarna, en hvað er nýtt með það. Kvennpeningurinn var hinsvegar ekkert illa útlítandi og nokkur kílí af sílíkoni myndi ég giska á. Við Gunni biðjum að heilsa þeim sem hafa smellt sér í euroteiti í kvöld og skálum í eitt stykki AnKer bjór sem kostaði okkur heilar 50 cent stykkið, eða um 30 krónur eða svo.
þangað til næst.......... vinnum við aldrei eurovisjón........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2008 | 12:31
Gengur eitthvað illa að koma Stjánsen heim.....
Jæja nú er maður víst að reyna að bóka eitthvað flug heim í sumar svo maður geti nú heilsað uppá liðið. Er búinn að vera að reyna flestar mögulegar leiðir, finnst samt eitt soldið súrt, ef ég maður ætlar að fljúga frá reykjavík til milano beint þá kostar farið um 60 þúskall, en ef maður fer hina leiðina frá milano til reykjavík þá er smellt auka 20þúskall á þetta, finnst það hálf glatað. Veit ekki alveg hvernig þetta mun enda hjá mér, fann samt gott flug frá reykjavík til friedriechshaven í ágúst, gæti verið maður reyni að fara einhverjar flóknar leiðir að þessu. Annars er planið víst á þessa leið að klára prófin um 20 júní, smella sér til napoli í nokkra daga þá, sleikja soldið sólina og snorrkla í sjónum. Jú og náttúrulega vona til þess að maður verði ekki rændur þar sem napoli er ekki öruggusta borgin í bransanum, eða þá hreinasta. Ef einhverjir hafa séð fréttirnar þaðan núna er víst verið að kveikja í öllu rusli þar inní borginni og um daginn hættu ruslakallarnir að taka ruslið og eitthvað. Er víst svokölluð mafía sem stjórnar ruslinu í borginni, gaman af því. En já aftur að planinu þá ætla ég að vera þar sona í kringum 22 júní til sona 26 kannski eða svo, kem síðan hingað til lugano og stefni á að vera hérna til sona 7 júlí eða svo, fara þá heim og koma hingað aftur um miðjan ágúst. Verð með eitthvað sveigjanlega tímatöflu á klakanum þar sem stefnan er sett á að sækja soldið duglega um internships og byrja á ritgerðinni minni. Aldrei að vita nema maður platist í nokkra golfhringi, aldrei að vita.
þangað til næst........ ég held ég gangi heim held ég gangi heim.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.5.2008 | 10:46
Ekki var hann á skotskónum.....
Í vikunni er búið að vera soldið heitt, held það hafi verið um 28 stig í gær og að sitja inní skólastofu í þeim hita er bara ekkert voðalega hressandi. Var að keppa á þriðjudaginn síðasta í háskólamótinu hérna í Sviss. Fórum semsagt til Gossau sem er um 3 tíma héðan í burtu, rét við St. Gallen. Það var sama uppá teningum núna og síðast þegar ég keppti með þeim, markmaðurinn meiddist og kom ekki, getiði hver þurfti þá að fara í markið. Verð nú að segja að ég skemmti mér konunglega í markinu, skutla sér á grasinu, heiðskýrt og yfir 25 stig var alveg til að koma manni í gott skap. Einnig að mér gekk ótrúlega vel í markinu og strákarnir þvílíkt ánægðir með mann. Ég varði líka víti (annað en ég gerði hjá BOS) í einum mikilvægasta leiknum og Stjána fannst það ekkert voðalega leiðinlegt, komum samt ekki áfram en okkur gekk samt ágætlega í heildina. Eitt skondið sem mér fannst við að fara þarna og það er að hinir skólarnir bölva ítölunum alltaf, helvítis ítalirnar að koma og koma aðeins of seint og rífa kjaft og þetta allt. En málið þar sem maður var nú með þeim í liði og er yfirleitt sjálfur alltaf að kvarta eitthvað yfirþeim þá fannst mér í fyrsta skipti að maður væri með þeim en ekki að blóta þeim. Ítalirnir eru nú samt nokkuð skondnir, um leið og fyrsti leikurinn búinn, allir úr að ofan, flassa gullkeðjunum sínum og kalla og flauta á allar stelpur sem labba framhjá. Gaman að þeim og alveg hægt að hlæja með sér hvernig þeir eru, þeir fóru samt ekki á klósettið núna og geluðu sig fyrir leikinn, gerðu það síðast. Á heimleiðinni vorum við síðan stoppar af yfirvaldinu, löggunni, fyrir að keyra of hratt. Vorum semsagt á litlum rútu bíl og vorum að keyra á 60 km hraða en eingöngu leyfilegt að vera á 50. Ekki nóg með það þá voru við 12 í bílnum en þú mátt bara vera með 9 farðþega ef þú ert ekki með meira prófið. Eftir smá röfl og meira slepptu þeir nú okkur og við þurftum ekki að skilja neina eftir, sektin hljóðaði uppá 120 franka eða svo. Ferðin fram og til baka var reyndar hrikalega falleg, þetta land á góðum degi, sól og blíða og bændur að bónda býlin sín, fjöllin hrikaleg og flott. Annars er löng helgi núna og verður hún nýtt í að læra, spila körfubolta, kannski smá fótbolta og vinna í taninu ef færi gefst.
þangað til næst.......... sól sól skín á mig............ vonandi þig líka........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)