Bernaise lasagna..........

Það er stundum sem maður fær hugmyndir sem eru bara magnaðar, einn fann upp hjólið, annar fann upp leðurbuksur og einn í viðbót fann upp alheimsvefinn. Allt voru þetta miklir frömuður sem að hugsuðu út fyrir kassann og breyttu lífinu einsog við þekkjum það í dag. Í fyrradag breyttist lífið einnig mikið fyrir hinn almenna mann, við Gunni bjuggum til bernaise lasagna. Þar sem mér finnst bernaise ekki það versta í heiminum hélt ég að þetta yrði örugglega soldið gott saman.

Uppskriftin er einhvernvegin á þessa vegu:

Nautahakk, góður slatti steiktur og kryddaður með því sem þú finnur í skápnum
Setur nautahakkið í góðan pott og tómatdósir og tómatpeist bætt við
Steikir 6 hvítlauksrif með lauk og slatta af sveppuð, einnig bætt í pottinn
Gulrætur og sellerí saxað og hent í pottinn
Bætir síðan töluvert af kryddum útí, bara það sem er gott
Rauðvín var einnig bætt útí kássuna, bara ágætur slurkur
Man ekki hvað var meira í kássunni, en maður setur bara það sem manni finnst gott, ekki svo flókið

Bernaise sósan var hefðbundinn, egg, smjör, paprikukrydd, sinnep, sítróna, smá kraftur, salt, pipar, ferskt og þurkkað estragon, fann ekki essens. Þetta var vizzkað vel saman og smakkað til.

Ostasósan sem var líka nokkuð hefðbundinn, rjómaostur og rjómi sett saman í pott.

Þetta ásamt lasagna plötunum er sona uppistaðinn´i þessu eiginlega, þetta er sett saman í lögum, 2 lög af bernaies og ein af ostasósu og rifinn ostur stráður yfir.

Sumir gætu haldið að þessi máltíð væri aðeins of þung og að ekki sé hægt að elda bernaiseinn sona þar sem egginn gætu hlaupið eitthvað en hún blandaðist mjög vel og kom skemmtileg út. Þetta bragaðist ótrúlega vel, borið fram með salati og rauðvíni.

 

þangað til næst...........mottó dagsins, prufa eitthvað nýtt......... 


obladí oblada live goes on.......

Jú eitthvað langt síðan maður hefur tjáð tilfinningar sínar um lífið, eða eitthvað í þá áttina. Erum annars búnir með fyrstu vikuna í skólanum á nýrri önn, erum sona eiginlega komnir með planið hvaða kúrsa við munum taka, erum enn að velta fyrir okkur einum en það kemur í ljós í þessarri viku. Erum í nokkrum kúrsum sem kreft mikillar munnlegrar tjáningar í tímum en þar erum við á góðum heimavelli myndi ég segja, svipað og lautin bara í árbænum sveimérþá.

Af fleiri gleðifréttum er það helst að segja að við Gunni erum byrjaðir aftur að vinna fyrir Nowak á fullu um shareholder activism í Private Equity fyrirtækjum, erum á blússandi siglingu og stefnan sett á að klára fyrir þriðjudaginn vonandi, tökum sennilega smá pásu á morgunn til að fara í einsog eina vínsmökkun.

Fór líka í IKEA um daginn........ rosa gaman.......eða ekki.......en nauðsynlegt......

Var með matarboð á föstudaginn hérna, entrecote með bernaise, ég get svo svarið það en bernaise sósan mín er að nálgast fullkomnun. Datt líka í hug um daginn að búa til bernaise lasagna, við Gunni munum blogga ítarlega frá þeirri uppskrift í vikunni, mjög spenntur fyrir henni.

 

þangað til næst..........afhverju er ekki til Sviss Miss í Sviss.......


Stjánsen gone pro......

Smellti mér til Andermatt í dag á svokallað snjóbretti. Veðrið var sól, logn og ekkert svo kalt þarna uppi, var allavega bara í mínu fatherland og brettagallanum. Þetta var nú bara í annað sinn sem maður smellir sér á bretti en ég verð nú að segja að þvílík framför sem voru komin í kallinn eftir fyrsta skipti voru hreint út sagt ótrúleg. Rúllaði mér niður strax á fullu rúlli og beygjandi og allur pakkinn, var ekkert smá stoltur af mér. Þá tjáðu þau mér hin pólsku hjú sem voru með mér að ég ætti helst ekki að fara sona hratt og frekar reyna að beyja meira og læra tæknina. Málið er víst að það er töluvert erfiðara að fara hægt og beygja rétt og eitthvað, það breytti svosem ekki miklu og eyddi ég deginum í að læra beygja hægar og betur og eitthvað. Það hindraði mig samt ekki að detta nokkrum sinnum hressilega á smettið og hvað þá á rassinn, finnst samt magnað hvað ég get verið góður að detta á vinstrirasskinnina, sama og síðast þá er ég helaumur í henni. Þau pólsku voru samt ótrúlega hissa hvað ég var sprækur miðað við að hafa bara farið einu sinni á bretti, gaman af því. Til að halda áfram þessu skriði hjá mér er stefnan sett á Laax í fyrramálið, töluvert stór staður og frægur, á að vera mjög flottur og sona posh bær eitthvað. Aldrei að vita maður labbi örlítið bæinn eftir að hafa rúllað niður brekkuna, þar að segja ef líkaminn höndlar það.

Annað í fréttum er það að ég er búinn að fá 3 einkunnir, allt gekk bara vel og er nokkuð sáttur. Auðvitað má alltaf gera betur og stefnan er náttúrulega bara sett á að gera betur næstu önn, held að maður hafi nú tjáð þennan frasa nokkrum sinnum í gegnum sína skólatíð :D maður hættir ekkert þessum klassískum frösum. Síðan erum við Gunni einnig að fara hitta Nowak á þriðjudaginn og athuga betur með þetta Private Equity verkefni hjá okkur, erum sennilega að fara halda áfram með það, samt eitthvað meira heldur en við vorum að gera fyrst, kemur í ljós hvað við munum gera.

 

þangað til næst...........ætla ég að detta á hægri rasskinnina á morgunn.......


Vantar allt malt í þig.........ekki mig.........

Mætti frá hinu fögru eyju Möltu í gær eftir nokkra daga veru. Ótrúlega góð og skemmtileg ferð, rúntað um eyjuna og góður matur etinn. Vorum semsagt með bílaleigubíl þennan tíma sem við vorum þarna, sennilega einn þann ljótasta sem um getur í bransanum en það breytti kannski öllu. Á Möltu er ekið á vitlausum vegarhelminginn en ég er frekar vanur að aka á réttum helming. Þeir kalla þetta sennilega réttan helming hjá sér en þetta er svipað og vera örvhentur, það er enginn örvhentur, það er bara að vera rétthentur og síðan ranghentur. Allavega þá vandist það ótrúlega fljótt, fann voðalítið fyrir þessu nema þegar kom að fyrsta hringtorginu, þá var þetta soldið skrítið en breytti annars engu. Þar sem eyjan er nú ekki stærsta þá gátum við keyrt um megnið af henni og skoðað fullt af einhverjum gömludóti og byggingum sem var mjög flott. Fórum meðal annars í skemmtilegan bæ sem heitir Mdina og er sona virkisbær, eitthvað mediaval thing. Í þessum bæ var á meðal annars boðið uppá Audio Visual Spectacular, sem aðrir kalla víst bara bíó, ég mæli með að kvikmyndahús hætti að bjóða uppá bíómyndir og bjóða uppá augna og hljóð undur. Á meðal veitingastaða sem var snætt á var Blue Elephant, virkilega flottur staður á Hilton hótelinu þarna. Þessi staður var í sona tælenskum fílíng með foss og fiska og eitthvað innandyra, jú og fullt af einhverjum plöntum. Fyrir utan matinn sem var hreint út sagt algjört lostæti ( var ekki eitthvað sem hét hnossgæti líka?) þá hafði þessi staður sinn eigin vínþjón. Ég hef aukið mína þekkingu á hinu rauða víni mjög mikið eftir að ég kom hingað og líkar það einkar vel, þessi sérfróði mælti samt með víni sem breytti hans sýn á rauðvín, algjör bylting í hans lífi eftir fyrstu flösku eða svo. Eftir að hafa heyrt þetta þá gat maður ekki annað en að panta einsog eina flösku eða svo, vínið heitir Amarone della Valpolicella, Bolla, 2003. Hægt er fá sama vín í ríkinu heima en frá Masi, gæti trúað að það væri mjög gott einnig, kostar rétt yfir 3þúskall flaskan. Á eyjunni Möltu er annars borðað mikið af fisk og var það mín ætlun að torga einhverju magni af honum einnig. Þeir kunna alveg að matreiða sinn fisk og það vel, finnst samt lítið komast nálægt þegar maður fær humarinn heima, tala nú ekki um humarinn sem sá gamli (faðir minn) eldaði á jólunum. Í heildina litið mæli ég nú með að fólk hugsi til Möltu þegar velja skal ferðamannastað, þó ekki um sumar samt (of heitt), frekar nær páskum. Skemmtileg eyja með góðum mat og fínu veðri, mæli samt ekki með lengri veru en viku. Á skalanum 4 til 9 fær eyjan 7,13.

 Ég var annars búinn að lofa Sunnevu nokkrum myndum frá virkilega skemmtilegu mini reunioni sem við versló félagarnir höfðum. Látum þær flakka hérna með og þetta hlýtur að virka :DP1050357P1050364P1050366


The magician.....

Einsog allir skemmtilegir hlutir verða þeir víst að taka enda einhverntíman, jú við kláruðum prófin á fimmtudaginn, gekk bara ágætlega í síðasta prófinu held ég barasta. Okkur langaði nú soldið að halda uppá á próflok okkar hérna og það vildi svo skemmtilega til að það var Carnivale í næsta bæ við, Bellinzona. Þetta er víst eitt af stærri partyum sem er haldið hérna á þessum slóðum. Allir klæða sig í búninga og gera sér glaðan dag, þá sjaldan maður lyftir sér upp. Við Gunni vorum töframenn, keyptum okkur pípuhatta og lítil dýr (ekki alvöru) til að geta dregið uppúr hattinum og sýnt fólki smá töfra. Gunni hafði einnig safnað líka þessarri gullfallegur mottu sem hann málaði með maskara, mætti segja að hann hafi lítið út einsog þýskur klámyndaleikari sem var að reyna fyrir sér á nýju sviði. Getið séð smá mynd af okkur hér (ef þetta virkar) n715780442_606897_7269

 

Annars er ég á leið minni til Möltu núna, kominn tími á að slaka aðeins á í aðeins betra veðri og hafa það gott. Stefni einnig að sjá hið íslanska landslið í tuðrusparki einnig spila á móti Möltu, efa það mjög góður leikur miðað við leikmennina sem eru að spila en alltaf gaman að sjá landsliðið annars. Stefnan er að mæta aftur hingað til Lugano á fimmtudaginn og byrja að undirbúa sig fyrir næst önn.

 

þangað til næst.........verð ég í betra veðri en þú :D............


áááááSpáni er gott að.....

Já ég er nú ekkert á spáni eða á leiðinni þangað, langaði bara að segja að það er 20 stiga hiti, sól og logn í Lugano núna :D en þar sem maður er nú bara að læra fyrir próf þá breytir það nú kannski ekki miklu máli nema að veðrið haldist allavega yfir næstu helgi, það var sérdeilisprýðilegt. Las á mbl að veðrið heima væri ekkert æðislegt.........svekkjandi :D

Ekki hægt að segja að helgin hjá manni hafi verið mjög viðburðarrík, var lærandi alla helgina en leyfði mér á laugardagskvöldið að kíkja stutt á eina vínkynningu sem er hérna. Var alveg að klepra í lærdóm og fínt að kíkja aðeins út og hitta fólk svo maður sé hressari daginn eftir í að læra. Vínkynningin var reyndar bara mjög fín, endalaust af Ticino Merlot sem ég er nú ekkert svaka spenntur fyrir en aftur á móti voru nokkru góð frá ítalíu, þá einna helst barolo og nero davola vínin sem mér finnst helvíti góð, eða þau sem ég smakkaði allavega. Létum það einnig eftir okkur að kaupa nokkrar flöskur af þeim svo maður eigi eina eða tvær flöskur þegar prófin klárast.

 

þangað til næst...........í sandölum og ermalausum booooool..........


Fólk reynir allt til að komast til Lugano.......

Sá þessa frétt http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2008/01/21/ukrainsk_fjolskylda_tyndist_i_fjollum_italiu/ skil nú reyndar að fólk geri allt til að komast frá Ítalíu og hingað til Lugano. Ítalir geta verið óttalegar sultur, sennilega verið í verkfalli og þessvegna þessi fjölskylda ekki komst með einhverju öðru transporti.

Kláruðum annars okkar fyrsta próf í dag, accounting heitir það víst og gekk bara prýðilega, nokkrar trikky spurningar en erum allavega með fína einkunn úr þessu fagi held ég. Morgunndagurinn býður okkur síðan uppá Capital Markets og er ég örlítið stressaður fyrir það, ekki mikið samt, þá ekki minni þekkingu í faginu en kennarinn er að kenna þetta í fyrsta skipti og maður veit aldrei hversu kvikindislegir þeir geta orðið í sínu fyrsta prófi, tel samt líklegt að mér muni ganga mjög vel.

 

þangað til næst..........passið ykkur á snjónum.........hann er kaldur.......


Lærilærilærifækifæri.......læri.....

Jú það eru kjúklingalæri stemmari hérna í Lugano þessa stundina. Við Gunni komnir í gang í lærdóminn, soldið erfitt að rífa sig samt upp eftir 3 vikna frí eða svo, hefði nú frekar kosið prófin beint í des og vera að byrja í skólanum í dag. Erum annars búnir með þetta verkefni fyrir hann Nowak og þeir þökkuðu okkur fyrir excelent work einsog þeir vildu orða það, ekki slæmt það. Stefnum á tjékka á þeim eftir prófin og reyna að gera eitthvað meira fyrir þá, ekkert nema gott fyrir okkur en sjáum til hvernig það fer. Þau Gestur og Sigga (vinafólk Freyju og Gunna) eru búin að vera hérna hjá okkur núna í soldinn tíma og það er búið að vera helvíti fínt að vera soldið fleiri í þessarri stóru íbúð. Við búin að elda okkur nokkra góða dinnera og hafa það gott, eitt rauðvín með.

Var annars áðan að skoða sona þessa önn sona ferðalega séð, sá Pólski er að reyna að draga mig á skíði í Saas Fee núna í ferbrúar í viku, er sona enn að melta það en þarf að ákveða mig núna bráðlega. Verður örugglega hrikalega gaman en kannski ekki gefins fjárhagslega séð, þó svo þetta sé nú ekkert voðalega dýrt, bara spurning hvað maður getur gert í staðinn. Erum allavega að bóka flug til Varsjá í byrjun mars, taka góða helgi þar og gista hjá honum og hann sýnir okkur borgina sá Pólski, verðum vonandi 7 manns í þeirri ferð. Síðan eru páskarnir fráteknir í gott rugl einhverstaðar á ítalíu, held að það verði ekkert nema snilldin ein. Síðan með vorinu fer maður eitthvað aðeins í sólina kannski, kemur í ljós seinna. Stefni samt sjálfur að fara frekar í áttina til austur-evrópu, Edda verður sennilega ekki boðið með þangað þar sem hann er kelling :D og þorir ekki þangað. Annars ef einhverjir eru að ferðast eitthvert er ég alltaf til í að tjékka á einhverju góðu, stefni á meiri ferðalög þessa önn.

 

þangað til næst.........gerum okkar gerum okkar gerum okkar besta.........og aðeins betur en trallatralalltltrlalla


Hann er kominn heim í heiðardalinn..........

Einsog ritað er í laginu hann er kominn heim í heiðardalinn þá er ég semsagt mættur til Lugano. Tók mig virkilega stuttan tíma að komast hingað, ekki nema um 15 tíma eða svo, þokkalegasta party þegar maður er einn að ferðast. Annars gekk ferðalagið bara mjög vel og mig var farið að hlakka að komast aftur til lugano. Heima á klakanum var reyndar hrikalega gaman en samt var bara komið nóg og kominn tími á að byrja að læra, sagði mér einhver að það væru víst próf hérna í jan og maður þarf nú að ná þeim allavega :D Annars er fyrsta prófin núna 21 jan og síðasta þann 31 jan, 4 próf í heildina. Eftir prófin kemur hinsvegar helvíti gott frí sem ég hafði ekki hugsað mér í annað en gott tjill og kannski glas af rauðvíni með. Þarf annars að fara henda mér í lærdóminn, tek mögulega nokkrar góðar sögur af ferð manni til köben og heim, nú og að sjálfsögðu áramótapistilinn.

 

þangað til næst...........verð ég lærandi........


Gleðileg jól.....

Stjánsen óskar landsmönnum nær og fjær gleðilegra jóla og megi ljós og friður fylgja ykkur á komandi ári.

Áramótapistill verður gerður upp milli jóla og nýars og verður þá stikklað á stóru á helstu viðburðum síðasta árs.

 

þangað til næst.........næstum því á næsta ári......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband