5.5.2008 | 16:11
Meira næst........
Man lítið hvað maður skrifaði hérna síðast, breytir kannski ekki heldur miklu.......heldur ÖLLU.....eða ekki. Var annars í Milano um helgina, eða réttara sagt á laugardeginum, fórum saman við Gunni í dagsferð með skólanum, ekki að við höfum ekki séð allt þarna áður en langaði bara að komast aðeins frá Lugano og hitta eitthvað nýtt fólk. Þegar við mættum á lestarstöðina þá sáum við þá sem voru mættir og ég er ekki að grínast, við gunni ætluðum að láta okkur hverfa. Ætla nú ekkert að fara dæma fólkið en þið hefðum átt að sjá þau, sem betur fer kom á daginn að fleiri komu og kynntumst við þó nokkru góðu fólki sem við vorum með þarna. Röltum semsagt bara um í 25 stiga hita og sól, settumst niður í fínan apero og vorum mættir hingað í Lugano um kvöldið, virkilega fínn dagur. Næstu dagar verða víst helgaðir lærdómi og megnið af Maí held ég, kannski eitt tripp í hið svokallaða Gardaland http://www.gardaland.it/it/home.php en það væri bara rétt um dagur eða svo, er víst einhver hópferð eða eitthvað þangað, alltaf gaman í rússssííííbana samt. Jú er reyndar að fara á morgunn til Gossau að keppa í fótbolta með skólaliðinu, 5 leikir á einum degi ætti að gera mann nokkuð þreyttan, og það að vakna klukkan 6 í fyrramálið gerir mann kannski ekki þann ferskasta í bransanum. Ætla annars að setja nokkra góða punka hérna inn um bæði Sviss og Lugano, kannski ekki hlutina sem þú lest um á wikipedia heldur en sona mína punkta.
þangað til næst........... verður stjáni striker á skotskónum.........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2008 | 17:44
Margir eru þeir merku menn......
Ég vill nú byrja á því að óska til hamingju með gleði þeim Sævari og Simma fyrir afmælin, en þá einna helst karl föður sem átti afmæli í í gær. Annars er þriðjudagur í dag og hvað gerir maður á þriðjudögum, jú býður fólki í mat. Erum semsagt með smá fondú dinner, boðið verður uppá manzo og vitello og með því sona kannski 5-6 sósur. Eru semsagt að koma þau pólsku hjú, meghan, sally, dorothy og að sjálfsögðu team Icealand, einnig tjáði sævar mér að hann yrði hér í anda, alltaf gott að hafa fólk í anda.
Ég vill einnig beina fólki á einn hrikalega skemmtilegan í nágreni við Lugano, sá bær heitir Ascona og heimsóttum við hann í stutta stund á föstudagskvöldið. Ótrúlega lítill og flottur bær við lago Maggiore sem þýðist eitthvað á þá leið: það stóra eða mikla, enda risa stórt vatn. Bærinn býr semsagt yfirþeim eiginleikum að vera mjög vel hannaður gagnvart vatninu og skemmtilegar litlar göngugötur í bænum. Einnig virkilega skemmtilegt andrsúmloft þarna eitthvað og flottir veitingastaðir og byggingar, gæti líka verið að veðrið hafi haft eitthvað að segja en sól og 25 stiga hiti klikka víst sjaldan. Held reyndar að fólk sem býr þarna eigi víst salt í grautinn, og kannski bara gott betur en það. Heyrði einhverstaðar að þessum bæ væri oft líkt við Como en að sjálfögðu miklu minni og kannski ekki einsfrægur, hef reyndar ekkert fyrir mér í þessarri samlíkingu, en hvað um það. Þarf reyndar að skoða como aðeins betur þar sem það heillaði mig ekki nógu mikið.
Síðan er löng helgi framundan, frí fimmtudag og föstudag, held reyndar að ekki verði smellt í neina ferð en aldrei að vita að maður fari í eina dagsferð og reyni að læra eitthvað hina dagana.
þangað til næst......... allir á hjólið....... bensínið komið í ruglið......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 18:32
25 stiga hiti....ekki slæmt það.....
Það er búið að vera eitthvað rainisíson núna, held að því sé lokið og sumarið sé mætt. Var allavega 25 stiga hiti í dag og smellti mér í bolta úti með ítölunum, algjör snilld. Samt soldið skondið að hugsa til þess að ég ætlaði á snjóbretti á þriðjudaginn en það var lokað þar sem það var of mikill snjór, og þetta er í klukkutíma fjarlægð. Mætti segja að Lugano bjóði uppá alveg hrikalega góða staðsetningu varðandi möguleika á að gera hina og þessa hluti.
Langaði bara að deila þessu með ykkur :D
þangað til næst........er bannað að dansa regndansinn......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.4.2008 | 10:39
Í Laax
Skrapp til LAAX um helgina á bretti þar sem þetta var síðasta helgin sem er opið þar. Ekki að það vanti eitthvað snjóinn þarna, alveg heill haugur af snjó en fólk hætt að mæta og þar afleiðandi lokað. Fórum semsagt á föstudaginn eftir skóla, ég og sá pólski, komum okkur fyrir á einhverjum riders lodge, og smelltum smá mat og bjór í okkur, fékk reyndar Galliano hot shot á einum bar, þurfti reyndar að búa það til sjálfur en mæli með þessum drykk sem algjörum snilldar eftirrétt eftir góðan mat. Vaknað snemma á laugardag og beint uppí fjall, var frekar skíað á sumum stöðum í fjallinu en það breytti litlu, var samasem enginn í fjallinum sem hentar mér einstaklega vel. Um kvöldið á laugardeginum ákváðum við að smella okkur á stað um kvöldið sem heitir Riders Palace sem á að vera einhver svaka heitur staður. Þarna hafa víst frægir menn á borð við NAS og Jay-z og eitthvað svoleiðis dót. Var reyndar hljómsveit að spila þarna þegar við mættum með nafnið The Loops, aldrei heyrt það áður en þeir voru fínir. En svo ég lýsi nú svoldið andrúmsloftinu á þessum stað, þá voru við pólski með þeim elstu, í lang þrengstu fötunum á svæðinu (var samt í mínum víðustu gallabuksum) og við vorum svo langt að fitta inn það var rosalegt. Allir sona um 18 ára í svo stórum fötum það var ekki fyndið, við erum að tala um boli og peysur fyrir neðan hné og þá er ég ekki að ýkja, allir með húfur og derhúfur og mikið hár og hugsa svo mikið um að lúkka hef aldrei séð sona. Held að enginn þarna inni hafi verið að reyna að skemmta sér, bara halda coolinu og vera í sem stærstum fötum. Sumir segja að maður sé kannski bara orðinn gamall, maður veit það ekki. Vorum allavega ekki lengi þarna og vorum þreyttir eftir daginn og annar dagur framundan á brettinu. Seinni dagurinn var töluvert betri, sól og betra skygni og maður gat leyft sér að fara meira í ruglið án þess að eiga hættu á að detta niður eitthvað kliff. Annars tel ég nú að þessu bretta sísoni sé lokið í bili, var samt alveg ótrúlega gaman og næsta síson verður sennilega miklu betra þar sem maður kann þetta aðeins núna.
þangað til næst..........sumarið er tíminn........tíminn til að dansa......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.4.2008 | 21:29
Ein schönes wochenende
Sunnudagsmorgunn.........lalalalala söng jón ólafs einu sinni, fínt hjá honum, samt komið sunnudagskvöld og bara sérdeilisprýðileg helgi að baki. Hún var víst einhvervegin sona held ég, fórum á föstudagskvöldið út að borða á sona virkilegan Ticinese veitingastað, heimilslegur, ódýr, skemmtilegt andrúmsloft og góður matur. Ótrúlega vel falinn veitingastaður og staður sem ég mun nú sennilega fara aftur á, fór reyndar á hann 2 í síðustu viku og líkaði vel í bæði skipti, gott að finna einn stað sona ekki tilefni en langar í eitthvað gott að borða og nennir kannski ekki alveg sjálfur að elda það. Á laugardeginum var stefnan tekin á GoKart, Gunni ekki búinn að væla nema í um 6 mánuði að fara þannig kannski bara ágætt að smella sér. Fínasta braut hérna rétt við Locarno sem er lítill bær hér rétt hjá, verð nú að segja að þetta gokart var alveg hrikalega skemmtilegt, alveg eitthvað sem verður endurtekið. Það slæma við það að nú verður Gunni að væla enn meira um að fara, kannski góða við það að þá fer maður aftur í bráð. Var nú reyndar bara rólegur á laug kvöldið þar sem við peter stefndum til fjalla snemma daginn eftir. Fórum til Andermatt og það er búið að vera snjóa alveg hrikalega mikið þarna, var reyndar enn snjókoma þegar við mættum í morgunn. Verð nú reyndar að segja að ég hef aldrei skemmt mér jafnvel á bretti, búinn að taka þvílíkum framförum og smellti mér núna í powdersnow og það er ekkert nema snilld, vera með nýfallinn snjóinn upp að mitti og bruna í gegn, algör snilld. Var reyndar orðinn það sleipur eftir daginn að ég ákvað að bretta alla leið niður í þorp í gegnum brekku sem er nú reyndar merkt svört, maður lét það nú ekki stoppa sig, samt soldið illt í bossanum eftir það en það lagar sig á nokkrum dögum. Heilt yfirlitið fínasta helgi og síðan víst lærdómur út vikuna, eiturhressleiki......
þangað til næst........ styrkjum krónuna........leigan búin að hækka alltof mikið........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.3.2008 | 14:06
Baron von Lichtenstein........
Fríið búið og skólinn aftur kominn í gang, var búinn að vera nokkuð duglegur í lærdómnum í fríi og á fimmtudagskvöld var tekinn skyndiákvörðun að pikka hann Ými upp í Austuríki. Leigðum semsagt bíl á föstudagsmorgunn og ákum til austurríkis, Lustenau réttara sagt, vorum þar í umþaðbil hálftíma eða svo, einn austurrískur snafs og kaffibolli frá yfirmanni Ýmis, fínt stopp það. Fórum síðan frá austuríkis til Lichtenstein, kannski ekki hægt að segja það sé mikið hægt að gera í þar enda ekki nema um 35 þúsmann sem búa þar. Röltum allavega bæinn og fengum okkur bjór í sólinni en um 20 stiga hiti og fínerí þar. Mættum aftur til Lugano um kvöldið og snæddum einsog eina slæsu eða svo. Var þá ákvörðun tekin að bruna gegnum ítalíu til Frakklands daginn eftir og taka stopp í Monaco. Keyrðum semsagt til Nice, borið fram Nís en ekki Næs, og tók það okkur um 4 tíma eða svo. Verð nú að segja mér fannst alveg hrikalega fínt að sjá sjóinn og vera í sólinni og sjá fólk á spídó í sjónum, tek samt fram það var alltof kalt til að vera þannig en sona eru þessir frakkar víst. Við röltum bara um Nice um daginn og skoðum okkur um, vissum ekki alveg hvar við ætluðum að eta en vorum búin að heyra að þarna væri mjög góður fiskur. Fengum bendingu að cafe del Turin væri nú sá staður sem Frakkarnir sjálfir fara á, ekki mikill túristastaður. Við tökum þessari bendingu bara feginni hendi, komum á staðinn og fiskurinn sem fólkið var nú að eta var nú með þeim ferksari í bransanum. Við pöntuðum okkur 2 tegundir af sona mix platter eitthvað, annar eldaður og hinn hrár. Það komu semsagt 4 risaföt til okkar með ostrum, krækling, nokkrar tegundir snigla, rækjur, hörpudiskur og ígulker. Ég var nú bara að segja maður þarf að vera með þokkalegar cahones til að geta etið þetta allt hrátt, ígulkerið sem dæmi var ekkert annað en hreinn viðbjóður, myndi frekar blanda hráu eggi við sjó. ég get nú ekki sagt að þetta hafi verið besti matur sem ég smakkaði en stemningin og upplifinunin við að eta þetta var helvíti góð. Á sunnudeginum var svo brunað beint til Monaco og borgin skoðuð, verð nú bara að segja að þetta land er soldið flott, endalaust af einhverjum fáránlegum skútum sem maður fattar ekki hvernig fólk á einu sinni. Bílarnir síðan náttúrulega bara ferrari og með því á götunum. Erum núna að velta fyrir okkur að mæta þarna kannski aftur í Maí og smella okkur á formúluna þarna, verður örugglega algjör geðveiki.
Tókum semsagt 6 lönd á þessum litla helgarferðalagi okkar, held að frá áramótum hefur maður stigið fæti á nokkuð mörgum löndum, Ísland, Danmörk, Sviss, Ítalía, Malta, Póland, Austurríki, Lichtenstein, Frakkland, Monaco eða 10 lönd á 3 mánuðum og allt í menningarlegum tilgangi, ekki slæmt það.
þangað til næst.........ekki hanga heima........miklu skemmtilegar að fara út og leika........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.3.2008 | 13:12
I am the god of hellfiiiiireeee.........
Soldið mikið búið að gerast síðustu daga hérna og maður búinn að vera eitthvað latur að drita hérna niður.
Prufum samt einhverja punkta
- Fórum þarsíðustu helgi til Andermatt á bretti
- Ég villtist og fór óvart niður þar sem brekkan var merk svört, mér er ennþá illt í rassinum eftir það
- Kíktum á lífið í Andermatt, þar dönsuðu þjóðverjarnir við verstu tónlisti í heimi og voru allir með einhverja sér dansa við hvert lag, vægast sagt hilarious.
- Átum fondú og smakkaðist það vel að fjárfest var í svoleiðis dóti við heimkomu
- Það kviknaði í húsinu okkar, við búum semsagt á 4 hæð og 1 hæðin brann hressilega. Það var semsagt dinglað á bjölluna hjá okkur og ég hélt bara að það væri að gera at í okkur, heyrði bara full af einhverjum ítölum segja eitthvað. Síðan var hringt aftur og aftur og þá hélt Gunni að eitthvað væri í gangi, kíktum útá svalir og þá sjáum við 4 slökkviliðsbíla bruna upp að húsinu. Við opnum hurðina útá gang og finnum brunalykt og reyk, þá kemur einhver slökkviliðs kall og segir okkur að fara niður, við hlaupum semsagt niður og sjáum í raun alltaf meiri reyk því neðar sem við komum. Þegar við komum niður heldur Gunni útidyrahurðinni opinni fyrir slökkviliðið í nokkrar mínútur. Við fréttum svo seinna að Gunni hefði komið í sjónvarpinu, þokkalega svalt. Við fengum ekki að fara í inní húsið aftur fyrr en eftir sona einn og hálfan tíma, sem betur fer er bar beint á móti húsinu þannig við sátum bara þar og fengum okkur bjór á meðan við biðum. Annars var þetta nú allt í góðu en manni brá örlítið þegar maður hljóp niður stigaganginn þar sem maður vissi í raun ekkert hvað var í gangi.
- Við fórum til Dorothy um helgina líka til að halda uppá áramótin í Íran, eða eitthvað álíka. Góður hópur kominn þar saman og allir tóku eitthvað matarkyns frá sínu landi, Gunni bjó til heitan brauðrétt sem fólk virðist aldrei hafa séð, gaman af því.
- Síðan voru páskar, ekkert betra en að hafa smá fondúmatarboð, vorum með lamb og naut og fullt af meðlæti. Með matnum voru 8 sósur og tel ég það vera íslandsmet. Þeir sem þekkja mig og Gunna vita sennilega að matur með 8 sósum getur bara ekki bragðast illa :D
- Erum í fríi í viku í viðbót og ekki ákveðið hvernig hún verður nýtt, þurfum samt að læra slatta og er það einmitt það sem ég á að vera gera núna :D
þangað til næst...........ekki bíða í röð......pantaðu tíma......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2008 | 17:31
Sögnin að deita upp........
Staðan á team Iceland þessa stundina er víst þannig að það er föstudagur, stefnan er sett á tilraunaeldhús í kvöld, indverskur lax með thailenskum núðlum, hvítvín frá frakklandi, svissneskur bjór. Eftir þetta mun hinn pólski peter bjóða uppá snjóbrettamynd frá ameríku á skjávarpanum sínum. Ástæða fyrir myndinni er að sjálfsögðu sú að team Iceland er að fara kenna þessu liði hérna í Sviss hvernig á að vera á bretti. Verðum semsagt í Andermatt um helgina á bretti, búið að snjóa slatta uppí fjöllum og spáð heiðskýrt og sól á laug og sunn, á meðan það snjóaði uppí fjalli var 20 stig hérna og sól, ekki slæmt það. Í næstu viku byrjar svo páskafríið okkar, mætum samt í skólann á mánudaginn og eftir það ekki fyrr en 2 vikum seinna aftur skóli, eru reyndar nokkur verkefni sem við þurfum að vinna en ekkert sem við reddum ekki á nokkrum dögum. Stefnan í fríínu verður ítalíu, hvað af ítalíu munum við sjá er ekki enn ákveðið, sennilega venice, flórens, siena, verona síðan nokkur spurningamerki einsog róm, san marinó og rimini.
þangað til næst........... cream on a pie.....selv esteam.....wonder why......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2008 | 13:23
nastrovia........dobrze......vodka....
Í landi Pólski var haldið síðasta fimmtudag fram á sunnudag, ferðasagan er var víst einhvervegin sona.
Fimmtudagur: Haldið snemma til milano til að fljúga með hinuvirðulega LOT flugfélagi, til varsjá. Flugvélin var aðeins minni en þær heima í innanlandsfluginu, algjört rör sem var mega heitt og sauð á mér lappirnar, virkilega hressandi. Það sem LOT hefur samt fram yfir önnur flugvélög að þau kunna að láta manni líða vel, jú sem dæmi, maður fær lítinn bistro bakka, í honum er einhver pulsa og brauð og smjör og eitthvað sona oooggggg prins póló súkkulaði. Ekki nóg með að þeir buðu uppá prins póló þá var innihaldslýsingin á pólsku og..........jú mikið rétt íslensku, fannst bara einsog ég væri að koma heim, eða sona næstum. Við lendingu í pólski þá brunuðum við í íbúðina hans Peter þar sem við gistum, hin fínasta íbúð og kebab staður niðri. Einnig var íbúðarhúsið allt vaktað af vörðum sem tjilluðu þarna og reyktu pólski sígó. Röltum um bæinn, skoðuðum Stalín byggingu, borðuðum dumplings eða pirogi kalla þeir þetta víst. Varsjá er reyndar nokkuð snyrtileg og fín borg, fólkið þarna svipað og heima í rauninni, nokkrir samt með soldið mikið austurevrópu lúúkk en ekki eins mikið og ég hafði haldið. Kvöldið átum við svo á veitingastað hjá íbúðinni okkar, smá rauðvín og smá bjór, góður matur.
Föstudagurinn var víst þannig að við vöknuðum og smelltum okkur á veitingastað í brunch, fínasti brunch og síðan beint að labba um gamla bæinn. Hann er víst ekkert gamall þessi bær lengur þar sem hann lenti víst eitthvað ílla í því í stríðinu og því er gamli bærinn eiginlega bara nýi bærinn, eru svo flippaðir þessir pólsku. Eftir gamla bæinn held ég við höfum smellt okkur í eitthvað mall, þeir eru víst sjúkir í sona verslunarmiðstöðvar og eru með haug af þeim en eiginlega engar verslunargötur sem setur ekkert voðalegaskemmtielga svip á bæinn. Ég hef ekkert mesta þol í sona mollum þannig það var ekkert langt þangað til maður endaði á barnum. Um kvöldið átti svo að halda uppá afmælið hennar Mörtu, kærustu peter the pole, á einum af betri veitingastöðum bæarins. Sá staður hét Bazar og var í fínnalaginu og maturinn virkilega góður, skolað niður með góðu rauðvínu og kaffi og konnara eftirá. Eftir matinn fórum við á skemmtistað sem heitir Global minnir mig, allavega einhver nýr staður og mjög flottur, vorum með pantað borð og ekki langt eftir voru komnar 2 vodkaflöskur á borðið, hressir þessir pólverjar.
Laugardagur og sunnudagur, var að fatta að ég er alltof latur til að skrifa sona færslu þannig næstu 2 dagar eru aðeins styttri :D Á laugardaginn var smellt sér á KFC og bíó, bæði þessir staðir fá falleinkunn, slappur KFC og slöpp ostasósa, ég var hreint út sagt miður mín og er ekki frá því ég hafi fellt eitt tár eða svo. Kvöldið var etið á pólskum stað, ég fékk mér pork knukle in beer souse, þetta var eitt það feitasta kvikindi sem ég hef etið, samt gott á bragðið en alltof feitt og ég fékk bara í magann af þessu. Á laugardagskvöldið fórum við á einn heitasta staðinn í Pólandi og er víst ekkert auðvelt að komast inná. Þegar við komum að staðnum er sona hummer limmó að skila einhverju liði þarna inn og fólk með cameru að mynda þau, veit ekkert hverjir þetta voru og hef engan áhuga á því, ekki mikið að pólsku frægðarfólki til í bransanum. Við smelltum okkur bara beint inn á eftir þessu liði, ef einhver spyr er ég að sjálfsögðu íslenskur prins. Staðurinn var í meira fínni kantinum og greinilega posh liðið sem fer þarna, allir svo sleiktir og stílíseraðir að maður eiginlega bara sat og starði á liðið. Kvennmennirnir á þessum stað voru líka með þeim fallegri sem ég hef nú bara séð, og ég hef nú séð þá þó nokkra fallega komandi frá íslandi. Ég spurði nú þann pólska aðeins útí þær og hann tjáði mér nú að þetta væru mikið konur kenndar við gleði sem eltast við þá ríku og frægu. Stemningin á staðnum fannst mér samt soldið hvað getur maður sagt..... soldið stíf, ekki mikið sona vera flippa og hafa gaman heldur meira halda kúlinu og eitthvða þannig, samt virkilega gaman að sjá þennan stað. Sunnudagurinn fór nú bara í kebab og tjill verð ég að segja, flugum heim um kvöldið til milano og síðan burrað til Lugano.
Hvað getur maður sagt um Varsjá, sæmilegasta borg, fínn matur, góðir klúbbar, gefum borginni 6 í einkunn, af 10 mögulegum. Fyrir Pólski þá er 6 ekkert svo slæm einkunn verð ég að segja.
þangað til næst............skál, cheers, nastrovia, salute........
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.3.2008 | 16:24
Skjótast um vindar skjótt í lofti
Það hefur margt um mannið drifið hérna í Lugano síðan hiðvíðfræga bernaise lasagna var snætt, nú þegar hafa tilboðin streymt til mín um fleiri hugmyndir varðandi bernaise uppskriftir. Því miður höfum við Gunni þverneitað öllum tilboðum þar sem stefnan verður sett á ítalskan veitingastað hérna með bernaise ívafi. Þetta þema hjá okkur verður semsagt allir ítalskir réttir með bernaise á einn eða annan hátt, sem dæmi bernaise carbonara, sósan í carbonara er í rauninni eggjarauður, rjómi og parmesan, afhverju ekki að bæta smjöri og estragoni við, hví ekki. Einnig hef ég snætt torrtellini með bernaise þegar ég bjó á klapparstígnum, smakkaðist einkarvel.
En að öðru minna bernaise tengdum efnum þá kom herra Halldór Sturluson til okkar í síðustu viku, virkilega gaman að hitta kallinn og drekka einsog eitt eða tvo rauðvínsglös með honum hérna. Kannski vitleysa að segja að þetta hafi verið minna tegnd bernaise efni þá fékk hann 2 sinnum sósuna góðu.
Veðrið hérna er búið vera soldið breytilegt, á sunnudaginn var þetta þvílíka útlanda veður, yfir 20 stig sól og logn, röltum um bæinn og hann var vel setinn af fólki af fá sér ískúlu og njóta fegurðarinnar og sólarinnar. Núna hinsvegar er komið tölvurt kaldara og rok, eða ekki rok end vindur, og það er aldrei vindur hérna.
Veðrið hérna er kannski aðalmálið hérna núna þar sem för okkar íslendinga hér er heitið til Pólands í fyrramálið, stefna þar er að drekka vel, borða vel og skoða eitthvað dót. Upplifa soldla kommamenningu með pólsku fólki. Sá pólski er búinn að bóka allaveitingastaði og klúbba þannig þetta ætti að verða hin mesta skemmtun.
þangað til næst........... við erum tvær úr tungunum.....og til í hvað semer......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)