Færsluflokkur: Bloggar
18.12.2007 | 17:21
Master teams MASTER´S.........
Í gærkvöldi var úrslitaleikurinn hjá okkur í skólatúrnamentinu, við í Master´s liðinu mættum þá economia, þeir eru nú reyndar með helvíti sprækt lið. Ég var aftur í markinu, ekki það besta fyrir líkamann þar sem var ennþá marinn og blár á mjöðmunum frá síðustu viku, maður lætur sig hafa þetta til að vinna. Leikurinn spilaðist þannig að þeir komust yfir 1-0, við jöfnum um hæl, þeir komum yfir 2-1, við jöfnuðum um hæl, þegar nokkrar mínútur eru eftir fá þeir víti í stöðunni 2-2, Stjánsen varði það með glæsibrag. Leikurinn var síðan framlengdur þar sem við smelltum 2 mörkum á þá :D algjör snilld að vinna, þoli ekki að tapa, sérstaklega fyrir ítölum.
Annars á morgunn er stefnan víst sett til Köben að hitta Eddann og tjilla með honum fram á laug. Las annars virkilega sorglegar fréttir að jólabjórinn væri eiginlega bara búinn í köben, maður hlýtur nú samt að finna einn eða tvo......trúi ekki öðru. Kannski maður versli smá jólagjafir og reyni að koma sér í smá jólaskap, er ekkert að finna fyrir því hérna enda bara á fullu í skólanum áður en maður kemur heim. Já og eitt í lokin að eins gott að þetta skítaveður á klakanum verði búið þegar ég mæti og jólasnjór mæti í staðinn, fá smá jólastemningu í þetta.
þangað til næst...........verð ég mættur á klakann......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.12.2007 | 18:55
Sviss er nú ekki ljótasta landið í bransanum......
Þann 24 ágúst 1982 fæddis drengur er kallaður var Kristján, hann er búinn að gera margt um sína ævi en í dag smelli hann sér á bretti. Við brunuðum í morgunn, ég Gunni og Peter til Andermatt, tók um klukkutíma eða svo, ekki slæmt. Andermatt bærinn sjálfur er nú ekkert voðalega stór en ósköp eitthvað krúttlegur, mjög svisslegur og fjöllin í kringum hrikalega flott og vígaleg. Við smelltum okkur uppúr bænum í cable car sem var ágætlega langur og bara gaman að sjá útsýnið. Það er nú alveg óhætt að segja að við Gunni vorum þokkalega að lúkka þegar við vorum búnir að smella á okkur brettunum, síðan rendum við okkur niður og þá fór kúlið eitthvað langtlangtLANGT í burtu.......allvega í byrjun, tók alveg ágætistíma að finna jafnvægi og bara til að geta staðið á brettinu, hugsaði með mér fyrstu tvo tímana afhverju í fjandanum ég væri ekki á skíðum, næstu tvo tíma hugsaði ég með mér þetta er hrikalega gaman og nú skilur maður afhverju fólk er á brettum. Maður var kominn með ágætistök á þessu í lokin og byrjaður að geta beygt aðeins meira og farið aðeins hraðar, tel allar líkur á að maður reyni að renna sér eitthvað á þessu bretti meira í framtíðinni. Verð samt að segja að þetta tók hrikalega mikið á líkamann, get sennilega ekki mikið labbað á morgunn en það hlýtur að reddast, en það er nú ekki einsog maður hafi dottið mikið á brettinu í dag, kannski ekki nema um 100 sinnum eða svo......pfuff það er ekki neitt. Það er samt eitthvað róandi að koma þarna uppí fjöllin, engar áhyggjur af neinu, snjór allstaðar og ekki var verra að veðrið var heiðskýrt, logn og ótrúlega fallegt útsýni.
Næst á dagskrá er víst Zurich í fyrramálið, stefni reyndar á að versla eitthvað aðeins og reyna að eta eitthvað gott kannski, kannski eitt lítið rauðvínsglas með.....hver veit.
Annars verð ég nú að segja örlítið frá matnum í gær víst við erum að tala um að eta eitthvað gott. Vinkona hennar Freyju er hérna hjá okkur og við ákváðum að bjóða Peter og Meghan líka til að gera smá matarboð. Á matseðlinum var roastbeef, steikt örsnöggt í olíu og kryddað duglega með pipar, piparmixi og salti, sett í ofn á 130° í um 45 mínútur eða þangað til hitinn náði um 60° í miðjunni, með þessu voru púrtvínssmörsteiktiraspasstrimlar flamberaðir að hætti hússins, smjörbaunir í soja, bakaðar karföflur, gott salat með fullt af dóti og síðast en ekki síðst BERNAISE sósa. Mig var búið að hlakka til að gera þessa, var búinn að vinna smá rannsóknar vinnu fyrir þetta, alheimsnetið klikkar seint. Ég ákvað að taka hluti héðan og þaðan, aðalega þaðan náttúrulega, en uppskriftin endaði víst á þessa vegu, 6 eggjarauður, matskeið Dijon, þurrt estragon (fundum ekki ferskt) en bara sona slumpuðum því í, hálf sítróna (kreist þá sko), einnig var sett Paprikukrydd (með örlitlu chilli bragði) í þetta skvetti ég svo maldon salti og nýmuldum (af búðinni) pipar. Þetta er hrært saman en á meðan voru 500gr af smjöri brætt, eftir bræðsluna á smjörinu skóf ég hvítadótið sem var ofaná. Smjörinu helt varlega úti hræruna og hrært stöðugt, síðan var smakkað, það vantaði eitthvað smá þannig að smá nautakrafti í smá smá vatni var bætt úti, enn soldið þykk þannig að einni matskeið volgu vatni bætt með. Ég verð nú bara að segja að áferðin á sósunni og bragðið heppnaðist ótrúlega vel, með þessu var drukkið Baron delay gran reserva 1996, gjorið svo vel að hætti Via Besso.
þangað til næst.......Glas af rauðvíni á dag er hollt....bolli af Bernaise er það ekki......hollráð.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 10:39
SnjóbrettaStjáni......
Jájájájájájájá næsta föstudag, ef veður leyfir, fer stjánsen í sýna fyrstu brettaferð. Fór í gær og fjárfesti mér í líka þessum glæsilega Burton snjóbrettagalla, hvít úlpa og appelsínugular buksur og ég er ekkert að ljúga að maður lúkkaði ekkert smá pró. Held samt að það hverfi allt þegar maður mætir í brekkuna og verður á rassinum allan tímann, en það er víst bara hluti af þessu. Við Peter munum smella okkur í Andermatt snemma á föstudag og mun gefa mér kennslu á þessu bretti. Hann er búinn að vera skíða í Andermatt síðustu vikur og hann tjáir mér að þetta sé ótrúlega góður staður, góðar brekkur, fullt af púðursnjó og ekki mikið af fólki, aðalalega lócal lið úr Ticino og eru frekar góðir. Hlakka allavega mjög til.
Annað í fréttum að við Gunnar hittum þá Nowak og félaga hans í þessu rannsóknardóti, þeir voru bara nokkuð sáttir við okkur og þetta gengur vel, þó svo við munum ekki ná að klára þetta fyrir jól þá breytti það ekki öllu sögðu þeir þannig að það var ágætisléttir.
Annað skemmtilegt í fréttum er að við kepptum undanúrslitaleikinn á skólamótinu á mánudaginn síðasta, mættum þar virkilega spræku liði Architettura en þeir áttu ekki roð í Master´s liðið sem rúllaði yfir þá 6-2. Ég þurfti því miður að vera í marki en ég held að við hefðum sennilega ekki unnið ef einhver annar hefði verið þar, því miður fyrir mig er ég ekki með neinar hlífar hérna eða markmannshanska þannig að olnbogar og sérstaklega mjaðmir eru velbólgnar og bláar, svosem ekkert í fyrsta skipti sem maður er þannig, bara kominn með leið á því. Það er samt yndislegt að sjá þessa ítali tapa og þeir blóta svo mikið og eru svo fúlir að það er ekkert annað en yndi að horfa á þá eftir leikinn :D Síðan eru það bara úrslitin á mánudaginn en það verður sennilega frekar erfðiður leikur, langar samt að vinna, þoli ekki að tapa.
Einnig eru allar líkur á að ég smelli mér til Zurich á laugardaginn, er að fara hitta liðið á eftir að bóka eitthvað pappakassahótel, munum sennilega fara við fjögur, ég peter sally meghan og vonandi smella Gunni og Freyja sér með, kemur í ljós í vikunni.
Síðan er bara vika í Köben, kannski Tivolí og einn jólabjór........maður veit það ekki :D
þangað til næst..........á skíðum skemmti ég mér trallaaatrallaaaatrallla..........eða bretti......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.12.2007 | 11:55
Lugano bar crawl......
Langar að biðjast afsökunar á myndasíðuleysi af minni hálfu, til að bæta ykkur þetta upp var Freyja að setja fullt af nýjum myndum inná síðuna sína http://www.flickr.com/photos/icekisi/ , hinar og þessar góðar myndir og það er bannað að gera grín af hárinu mínu og segja mér að fara í klippingu, hef hug á breyta nafni mínu úr stjánsen í lubbsen. Annars eru við búin að vera dugleg að gera eitthvað nýtt og öðruvísi þar sem bærinn býður ekkert uppá of mikla fjölbreytni. Nýjasta nýtt hjá okkur er Lugano Bar Crawl 2007 í kvöld, búið er að búa til boli á allt liðið mið misgáfulegum upplýsingum á og einnig verður krotuð meiri vitleysa á bolina í kvöld á milli staða, upplýsingar einsog hvaða bari er farið á og hvað er drukkið á hverjum bar, einnig verða víst einhverjar reglur þar sem sumir hafa ekki sama þol, samanber að þolið hjá sumum eru 2 glös af Bellini og þá er allt farið að fljúga, ótrúlegt.
Annars erum við Gunni búnir að sitja semi sveittir og vinna í þessarri rannsókn fyrir Nowak og mun hún sennilega taka allan okkar tíma þangað til maður yfirgefur Lugano. Verður soldil viðbrigði að koma heim í myrkrið og kuldann og rigninguna og rokið, hlakka samt til þess. Annars er verið að reyna að draga mig til Zurich aftur næstu helgi og dálæti mitt á Zurich er það mikið að aldrei að vita að maður freistist í smá ferðalag, kemur samt í ljós hvernig vikan og þessi helgi ganga hjá okkur. Einnig stefni ég á að fjárfesta í brettaátfitti frá Burton, fann helvíti cool outlet hérna með helvíti flottri úlpu og buksum (hvít úlpa og appelsínugular buksur), samt soldið skrítið að fjárfesta í þessum fötum áður en maður hefur nokkurntíman farið á bretti, samt hægt að nota þetta á skíðum og líka heima í kuldanum þar, ég er samt að segja ykkur það að maður var að lúkka í þessu átfitti :D
þangað til næst............ekki týnast í myrkrinu........ég lifi í ljósi.......
ps. Arnar það eru ekki runnar hérna hjá okkur á Via Besso ;) það býr kvennmaður hérna :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.12.2007 | 13:31
Icelandic opalfestival......
Víst kominn smá tími síðan maður skrifaði niður eitthvað en sona er þetta víst bara stundum. Helst í fréttum er annars að hún Freyja á afmæli í dag, óskum henni að sjálfsögðu til hamingju með daginn. Í öðrum fréttum er það helst að við buðum til gleðskaps hérna á Via Bessa síðasta föstudag. Við vorum nú ekkert að bjóða neitt hrikalega mörgum en samt þó nokkrum til að geta haldið smá teiti og athugað hvort að nágrannarnir séu ekki bara rólegir í húsinu. Það komu um 15 manns eða svo í teitið sem gekk alveg ótrúlega vel fyrir sig, höfðum keypt græjur fyrr um daginn, bassa box og 2 hátalara, alveg bara helvíti góður hljómur og kostnaðurinn ekki nema um 4000þúskall ísl, ekki mikið það. Ég held að fjölbreytni í mannskapnum sem kom hafi verið nokkuð góður líka eða um um 10 þjóðerni, ekki slæmt miðað við heildina sem kom. Við áttum nokkrar flöskur af hressleika sem var boðið uppá, 2 tegundir af Ópal og 1 brennivíns flösku. Það skondna við þetta er að flestum fannst brennivínið betra, það er náttúrulega bara ofar mínum skilning held ég, brennivín er viðbjóður. Held samt að brennivínið sé nær einhverju sem þetta lið drekkur frekar en við. Allavega var fólk bara ánægt með þetta, vorum með einhverja heita klassíska rétti sem maður fær í flestum teitum heima, þau hefðu aldrei smakkað neitt af því og fannst það helvíti gott, ekkert af því. Við vorum með smá áhyggjru af nágranna dóti hérna, þó svo við höfum aldrei fengið neinar kvartanir eða neitt þannig en það stendur í lögum af eftir 10 skal sko vera hljóð í bara öllum bænum held ég. Sem dæmi þá vorum við í teiti um daginn vorum að fara út klukkan 10, löggan kom korter yfir 10 til að passa að ekki væru meiri læti, ótrúlega skrítið en ég held að þetta dæmi sé nú eitthvað öðruvísi reyndar.
Annað sem fólk var alveg ótrúlega hrifið af og það er íbúðin sjálf, ég man eftir þegar við Arnar og Auðunn, þýskalandsliðið, bjuggum saman í þýskalandi var sú íbúð yfirleitt kölluð the icelandic palace. Ég veit nú ekki hvað við hérna í lugano ættum að kalla þessa íbúð en hún er töluvert mikið stærri og sem partypleis er hún ótrúlega góð. Erum með risasvalir sem eru inní íbúðinni sem gerir hana ótrúlega bjarta og skemmtilega, held að flestir hafi viljað fá þessa íbúð sem við erum í. Sérstaklega þar sem við virðumst vera borga miklu minna eða sama og flest aðrir, og erum 2 aukaherbergi :) og náttúrulega 4 svalir sem er nauðsynlegt fyrir hvaða íbúð sem er.
Planið næstu daga er víst lærdómur og lærdómur, jú og keppa smá í fóbolta á morgunn og hinn, mitt lið, the masters team er að standa sig helvíti vel í riðlinum og erum í 2 sæti. Alltaf gaman þegar vel gengur en helvíti geta þessir ítalir stundum klappað tuðrunni, alveg ótrúlegt, og þeir eru óttalegar kellingar.......
þangað til næst.........passið ykkur á bílunum........hættulegt......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
23.11.2007 | 13:06
the most famous pollo.........
Jú miðvikudagurinn var víst eitthvað á þessu vegu, vaknaði 6:eitthvað, mættur niðrí skóla hálf 8, ítalirnir helvíti tímanlega á því.....eða sona meira ekki.....allavega.....vorum á leiðinni til Basel að keppa í háskólamóti í knattleik. Hópurinn samastóð semsagt af mér og 9 ítölum, og já ítalir tala yfirleitt ekki góða ensku og sumir tala bara ekki ensku. Var mjög feginn að hafa eitt stykki ipod með mér, þakka félögum mínum mikið fyrir þá gjöf. Ég var semsagt fenginn í liðið fyrir hæfileika mína sem útispilari en það vildi svo skemmtilega til að markmaðurinn veiktist og við höfðum engan markmann, ég var nú ekkert æstur að fara í markið en lét mig allavega hafa það til að byrja með. Var í marki fyrstu tvo leikina en eftir að hafa hent mér á gólfinu í tvo leiki voru mjaðmirnar á mér, olnbogar og úlnðiðir bara búnir á því þannig að við settum annan í markið. Við spiluðum 6 leiki í heildina og enduðum í 6 sæti af 12 liðum, ekkert svo slæmur árangur það svosem, og ég skoraði næst flest mörkin í liðinu, það var ekkert leiðinlegt :D eftir leikinn stoppuðum við í Attenhausen (smábær í Sviss) á veitingastað sem heitir Burghotel eða eitthvað álíka til að smella í okkur frægasta kjúllanum í Sviss, það var reyndar helvíti gaman. Maður fékk hálfan kjúlla í körfu, franskar og stóran bjór og þessa secreat sósu sem allt málið snéri um, sem var reynar rosaleg. Ítalirnir höfðu mikið álæti á þessum stað og höfðu greinilega farið þarna áður, ótrúlega góður stemmari þarna og gaman að fara á einhvern stað sem Svissarar dýrka. Mig langað helst að taka góða fötu af þessarri sósu með mér heim, mæli alveg með henni, var meiraðsegja að slá í sósurnar hjá kokkinum í Frjálsa, og þá er mikið sagt. Í heildina virkilega skemmtilegur dagur en að spila 6 leiki á einum degi er bara of mikið fyrir stjána kallinn, er að drepast í hassberum all staðar í líkamanum.
Thanksgiving var hinsvegar í gær hjá þeim amerísku Sally and Meghan. Þær voru búnar að plana þetta ótrúlega vel, fengu sendar pæs að heiman og helling af einhverju dóti með. Risa kalkúnn og sætarkartöflur og stuffing og gravy og gravy og gravy og einhver önnur trönuberjasósa eða eitthvað og heill haugur af öðru meðlæti. Vorum komin saman þarna um 13 manns eða eitthvað álíka, fólk úr hinum og þessum áttum og löndum. Maturinn var hrikalega góður og mér finnst ekkert voðaleiðinlegt að borða þannig að maður skilur nú alveg afhverju þeim finnst þessi hátið svo skemmtileg. Ég og Peter höfðum farið fyrr um daginn til að kaupa smá rauðvín með matnum, keyptum semsagt 2 kassa af rauðvíni, þetta var eitthvað vín sem Peter hafði mikið álæti á, kassinn kostaði heila 17 franka eða um 900 íslenskar krónur, ágætis pakki það, og vínið var í alvöru mjög gott. Kvöldið var í heildina ótrúlega skemmtilegt, góður matur, fínt vín og góður hópur sem var mættur þarna, alltaf gaman að prufa einhverjar nýjar hefðir og sjá bara hvernig þessi thanksgiving hátið er. Hef ekkert á móti hátíðum sem snúast um að eta og vera glaður, alls ekkert af því, og gravy :)
Er annars á leiðinni í skólann núna að hitta hópinn minn í Corporate Governance, hann er vægast sagt hrikalega lélegur þar sem þau tala varla ensku og námskeiðið er á ensku, fatta þetta ekki alveg. Get ímyndað mér hver mun halda fyrirlesturinn og sjá um mestu vinnuna, sem er svosem alltilagi, ekkert erfitt fag og frekar skemmtilegt reyndar.
þangað til næst..........let´s dance the funky chicken......funky funky.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.11.2007 | 17:40
kári byrjaður að blása.....
Milano milano milano jú fórum víst þangað á miðvikudaginn á ráðstefnuna beyond stocks, bonds and cash. Byrjaði reyndar á að sofa næstum fyrir mig, sem betur fer er maður nú karl og það tók mig ekki nema 4 mínútur að taka mig til og rölta útá lestarstöð, gleymdi reyndar vegabréfinu en þar sem maður er svo saklaus ungur drengur líta þeir yfirleitt aldrei á mann, og sú varð reyndar raunin. Þessi ráðstefna var annars nokkuð góð, nokkrir mjög fínir fyrirlestrar og þá helst um private equity og art funds. Annars voru sumir fyrirlestrarnir hrikalega fræðilegir þar sem þetta var ráðstefna með prófessorum héðan og þaðan úr heiminum. Hittum reyndar probability kennarann okkar en hann vinnur hjá BSI, hann var reyndar ótrúlega slakur á því og sagði okkur endilega að spjalla við sig ef okkur vantaði vinnu eftir nám, þekkir fullt af fólki í góðum fyrirtækjum. Við tókum hann náttúrulega bara á orðinu og stefnan er sett á drykk með honum í næstu viku og reyna veiða smá. Eftir ráðstefnuna smelltum við okkur á fínan apperitivo og átum og fengum okkur eitt stykki díílissjúss mojito. Síðan bara lest heim og kannski einn öl lestinni. Alltaf gaman að kíkja á milano, verst að maður gat ekki verið nótt og kíkt aðeins á lífið.
Kvöldið og helgin líta annars þannig út, innan næsta hálf tíma verður kjúllasveppasósupasta með Baron deley gran reserva 1996. Þau sem þekkja ykkar vín ættu að vera nokkuð sátt við rauðvínsval kvöldins. Hef reyndar ekki prufað þessa tegund af Baron áður en fæ nokkur tækifæri þar sem núna þar sem fjárfesting dagsins var kassi af þessu rauðvíni. Önnur fjárfesting var kassi af bjór en kassinn af 0.5l bjór, 5% ágætislager kostar 700 krónur, gerir aðrir betur. Annars er helgin engin partyhelgi þar sem við erum búnir að vera lára accounting í dag og verður þannig alla helgina, ekkert af því að fá sér eitt glas og einn öl og færa bók.
þangað til næst.........I don´t now much......but I know......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.11.2007 | 17:40
Allt er hljótt......
Stjánsen situr löngum stundum - stjarfur færslur bókar, gæti mögulega verið byrjun á ljóði, keimur af einu uppaháldsljóðskáldi mínu Steinmóði Móða Þormóðsdóttur. Er annars bara einn heima held ég í fyrsta skipti, þau skötuhjú Gunnar og Freyju eru í Milano og ætla að gista þar í nótt. Ástæðan fyrir því að er að við Gunnar ætlum á ráðstefnu á morgunn í Milano og Freyja var í skólanum í milano í dag og fer aftur á morgunn þannig að þau hoppuðu bara á hótel. Ég nennti því ekki, er að taka mettnaðinn á þetta og reyna læra smá bókfærslu. Ráðstefnan í fyrramálið lítur samt ágætlega út, er haldin í Bocconi en þeir sem standa fyrir henni eru BSI, the Gamma foundation, set linkinn með ef einhver vill tjékka á þessu http://www.ch.bsibank.com/main.cfm?includePage=0504040000e.cfm&this3Level=4 við förum semsagt 5 saman á þetta, ástrali, ítali, þjóðverji og stolt íslands Gunnar og Kristján.
Annars var soldið skondið að eftir síðasta tímann í dag sat yfirmaður viðskiptadeildarinnar fyrir mér eftir tímann. Hann hafði víst sent okkur mail seint í gærkvöldi en ég hafði bara því miður ekki skoðað póstinn minn það sem af var degi. Málið er víst að við Gunni erum að vinna fyrir hann þessa rannsókn og rannsóknarfélagi hans var í bænum og vildi endilega fá að tala við okkur og hvernig okkur gengi þar sem félagi hans kemur sjaldann í bæinn. Ég tjáði þeim að Gunnar væri nú bara í lest á leiðinni til Milano með tölvuna þar sem skjölin okkar væru í og lítið sem ég gæti látið þá fá, útskýrði samt fyrir þeim það sem við höfðum gert og lét þetta hljóma einstaklega fræðilega og skemmtilega. Málið stendur semsagt núna að við þurfum að klára þetta fyrir 12. des og það verður einhver pína, erum í prófi á mánudaginn næsta og lokapróf í probability þann 30. nóv. Við munum síðan halda smá fyrirlestur um private equity í tíma sennilega og þá fáum við nokkrar vel þegnar einingar :)
Þar sem ég er annars einn heima í kvöld og er að læra accounting þá hef ég ákveðið að opna einsog eina Reserva Ticino Merlot, Vendemmia. Annars er þetta bara lítil flaska þannig þið þurfið nú ekkert að hafa áhyggjur af honum Stjánsen ykkar.
þangað til næst........lifum í ljósi lífsins undir engablástri alheimsins.......djúpt í dag......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.11.2007 | 14:12
Þið rétt misstuð af honum......
Söknuður.......góðir tímar.....brást mér aldrei (næstum því)......söknuður.....jú það er búið að selja mega kaggann. Hann var orðinn eitthvað sybbinn þegar ég fór út en eftir gagngerar umbætur hefur hann sjaldan litið betur út. Umboðsmaður minn í þessu ferlu hefur staðið sig einsog hetja og fær hrós skilið fyrir vinnuna sem hann hefur staðið í að redda þessu. Bifreiðin var á sett á hinn stórmagnaða vef mbl.is og var ekki lengi þar fyrr en fólk fór að slást um bifreiðina, enda stóð í lýsingunni að þetta væri " góður bíll " :D sem er svo sannanlega rétt. Einstaklingurinn sem keypti bifreiðina keypti svo sannarlega ekki köttinn í þvottavélinni þar sem þetta er algjör eðalbíll.
Helgin hérna er búin að vera sona í rólegri kantinum, smá best of Britney og reynt að mixa enn mojito eða svo. Er annars uppí skóla að reyna að læra eitthvað, fer að koma próf í accounting. Held að þetta sé örugglega 5 accounting kúrsinn sem ég tek og þetta efni verður nú ekkert mikið skemmtilegra í hvert skipti sem maður tekur það :D Man að þetta var samt skemmtilegt þegar maður var í 10 bekk hjá honum Bjössa bókfærslukennara og var með sona stóra bók að færa þetta allt. Man líka að ég fékk 10 hjá honum, fannst það ekkert leiðinlegt. Vikan mun annars fara í lærdóm og næsta helgi sennilega líka, stefni samt á eitthvað skemmtilegt annaðhvort kvöldið.
Vildi líka benda á að ég er með vetrarfrí eftir próf í lok jan, byrjun feb í næstum 3 vikur held ég. Ég hafði hugsað mér að gera eitthvað skemmtilegt, þeir sem vilja gera eitthvað skemmtó eru velkomnir. Ég hafð hugsað mér að skíða allavega eitthvað og smella mér kannski eitthvert líka. Fara kannski til Geneva eða frakklands þessvegna, kemur í ljós. Allar hugmyndir velþegnar annars.
Þangað til næst.......hristum epli niður úr tré........aaagggaaadúúúúdúúúúú.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 17:21
undur og stór merki.......
Eruði að taka eftir þessu eða, jú kallinn bara mættur með tölvuna sína og honum leið bara einsog jólin hafi komið snemma þegar hann smellti sér á alheimsvefinn og vafraði frjáls einsog fuglinn, yndislegt skal ég nú segja ykkur.
En að öðru þá var smellt sér til Zurich yfir helgina, ákveðið á fimmtudagskveldi og farið um hádegi á föstudegi. Hópurinn samanstóð núna af peter the pole og kærustunni hans, Megan fra BNA og Sally frá BNA en er ættleidd frá Asíu. Þetta er þrusugóður hópur og mikið hlegið og vitleysa og annað sem er fínt og bílferðin verður alltaf miklu hressleikandari (nýtt orð, var að semja það, Eddi láttu mig í friði). En já tjékkuðum inná hótelið og beint út að borða, etið drukkið og haft gaman fram eftir kvöldi. Þessi borg er sennilega orðin ein af mínum skemmtilegustu borgum til að ferðast til, virkilega flott, mikið líf, ekki of stór en samt stór, gott fólk og þeir tala ekki ítölsku heldur þýsku, örlítið sleipari í henni. Sem gott dæmi að sjálfsögðu var farið eftir djammið á föstudeginum á kebab og ég get svo svarið það að maður hafði ekki gleymt einu þýsku orði í að panta kebab, strákarnir í þýskalandsliðinu hefðu verið sannarlega stoltir af stjánsen sínum. Á laugardeginum var rölt um bæinn, kíkt á starbucks, ameríkanarnir meira en lítið trylltir af fara þangað, alltígóðu með það svosem. Síðan um kvöldið kíkt aftur út, eta og drekka og svo heim aðeins fyrr en vanalega til að hafa góða ferð heim daginn eftir. Ég mæli svo virkilega með þessari borg að það er ótrúlegt, aldrei að vita nema maður hafi nú bara hug á að reyna að næla sér í internship eða bara vinnu þarna, þyrfti samt að vera vel borgað þar sem borgin er nú ekki sú ódýrasta.
Að öðru þá er fyrsta prófið mitt hérna á morgunn, er nokkuð vel stemmdur fyrir það og gaman að sjá hvernig manni á eftir að ganga. Annars er þetta bara 25% þannig að ef maður er rasskeltur þá bara spýta í lófa læra aðeins meira.
Og að enn öðru þá spila ég knattleik hérna í skólanum og er í svokölluðu mastersliði (fólk úr masternámi) og spilum við á móti öðrum deildum úr skólanum. Vorum að keppa í gærkvöldi og okkur gengur bara nokkuð vel. Það sem var hinsvegar soldið skemmtilegt að strákurinn sem sér um íþróttalífið í skólanum vildi fá að hitta mig í morgunn og spjalla aðeins við sig, ekkert mál með það. Hitti hann í morgunn og hann vildi fá mig í skólaliðið í fótbolta sem keppir semsagt í tournamenti í Basel í lok nóvember, innanhúsbolti og keppt á móti öðrum háskólum héðan og þaðan. Bara virkilega skemmtilegt fyrir mig og alltaf gaman að kíkja á fleiri borgir, sérstaklega ef einhver annar er að borga :)
þangað til næst...........Hólmfríður Júníusdóttir.......
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)