Smá kokkablogg.......

Já búinn að vera horfa soldið á herra Oliver og sá hann kokka nokkuð girnilega kjúlla. Ákvað sona að hafa soldið sona mitt tvist á þessu. Fengum semsagt Peter í heimsókn til okkar á laugardagskvöldið og ákvað að prufa þetta. Vorum semsagt með kjúlla, eitt og hálft kíló þannig nokkuð stór fugl. Jæja til að hafa smá kryddmarineringu var semsagt ferskt rósmarín, smá fersk mynta, sítrónubörkur, slatti af hvítlauksrifjum, salt pipar og massað soldið saman í mortéli, olíu bætt við. Þetta er nett mauk sem er makað duglega yfir fuglinn, ekkert vera feimin við þetta. Einnig var sítróna soðin í einhverjar mínútur og sett í afturendann. Þar sem herra Oliver hafði innbakað þennan kjúkling gat ég ekkert verið verri en það. Útbjó semsagt deig, það var ekki flókið, hveiti og vatn, verst að ég er ekki sá bestur að baka og það komu göt á þetta þannig kallað var í Gunnar bakara til að pakka kjúklingnum inn. Þetta var látið lúlla aðeins í ofninum í sona 100 mínútur, sirka eitthvað svoleiðis. Með þessu voru svokallaðar krumpukartöflur, litlar sætar kartöflur makaðar í smá olíu og maldon salti, látið liggja inní ofni í sona klukkutíma, orðnar vel krumpaðar og góðar. Við eldum ekki mikið án þess að hafa sósu, þannig auðvitað var smá sósa, sveppir svitaðir í smjöri, hvítvín, kraftur, mjólk og síðan pakki af sveppasósu :D Verð nú að segja að kjúklingurinn sjálfur var með safaríkari kjúklingum sem ég hef etið, og hef etið þá nokkra. Mæli algjörlega með þessarri uppskrift. Sýnum smá myndir með þessu. PC060093

 

Hérna er hann semsagt innbakaður.

 

 

 

 

PC060098

 

 

Lyktin sem kemur þegar hann er opnaður er líka hrikalega góð, virðist greinilega virka að hafa hann sona innpakkaðann.

 

 

 

PC060097

 

 

Segir maður ekki bara svo gjörið svo vel, ég held það.

 

 

 

 

Langaði líka rétt að bæta því inn að ég bjó til mitt eigið majones í hádeginu í fyrsta sinn, er reyndar ekki mikill aðdáandi en þetta leit bara eitthvað svo vel út. Var með BLT sammara með smá heimamajó, ein eggjarauða, sinnep, olía (slatti), sítróna, basil (þurrt), hvítlauksrif og tjilli, salt og pipar, helvíti gott verð ég að segja.

þangað til næst.........fer að styttast í jólamatinn........


Ég var hér.......hvar voru þið.....

http://www.laax.ch/flash/index.php?l=en#/de/home

Ég skrapp semsagt til Laax í gær, tæpir 2 tímar að komast þangað sem er í hinu fínu lagi þar sem útsýnið á leiðinni var gott og mjög fallegt. Því til sönnunar, sjáum mynd

PC050051

 En já fórum semsagt 4 saman, ég Göran frá Makedóníu og Pólska parið. Það er búið að vera snjóa gríðarlega mikið í fjöllin undanfarið og það var ekkert að leyna sér þarna í Laax (mæli með að kíkja á vefsíðuna á sjá stærðina á þessu). Ég hef aldrei á minni lífsleið séð jafnmikið af nýföllnum púðursnjó og það er svo mikið yndi að síðan kemur maður fyrstur og sker línu í hann, það er geggjað. Þau pólsku hafa farið nokkuð oft á bretti og Peter tjáði mér að þetta væri sennilega besti dagur hans á bretti ever, nokkuð gott fyrir mann sem hefur farið um allt á bretti í mörg ár. Við fundum stað í fjallinu sem var sona free ride, ekki merkt semsagt og vorum á bretti á milli risa trjáa í sona meterpúðursnjó. Ég er nú ekki sá reyndast í púðrinu en gekk samt mjög vel, nokkrar faceplants þýðir bara að maður er að pressa sig soldið áfram sem er bara gott. Það sem var líka gott að hææsísonið er ekki byrjað og við vorum ekki um helgi þannig það var ekki sála í kringum okkur þar sem við vorum á brettinu. Verð að segja það er soldið gaman að bruna milli trjánna með Lights on the Highway og Kings of Leon í bottni í Ipodinum. Reyndi að taka nokkrar myndir af þar sem við vorum á bretti

Hérna er Marta sú pólska að smella sér af stað milli trjánna. PC050077

PC050072

 

þangað til næst..........er ég með hassberur til jóla........


Sviss er soldið skondið land.......

Já Sviss er soldið skondið, fjármálin hér mjög áhugaverð, las í mogganum að Sviss væri ekki í Evrópusambandinu þar sem þeir væru svo umhugað um sjálfstæði sitt, einsog íslendingum. Ég sé nú ekki þetta komi sjálfstæði landsins þannig beint, einhver ástæða er fyrir flestu, við erum með fiskinn, þeir eru með bankaleynd og það er í raun hún sem færir allt þetta fjármagn inní landið. Enda eru fjármunir í þessu landi alveg fáránlegir, þó svo UBS hafi þurft að fá 8000 milljarða þá eru sjóðir landsins gríðarlegir.

Annað nokkuð skondið við Sviss að þeir hafa semsagt formlega leyft heróín í landinu, án gríns. Við heyrðum semsagt þegar við komum að dópistar nokkrir sitja á einum bekk í garði hér, þeir eru ósköp rólegir og hafa það nokkuð gott þar sem ríkið sér um að fleyta neyslu þeirra. Þetta hafa þeir gert til að komast betur í samband við neytendur til þess að geta smásaman læknað þá af þeirri fíkn. Einnig sem þetta hefur í för með sér að ef dópistinn fær dópið frá ríkinu þarf hann ekki alltaf að skora meiri pening fyrir dópi, þetta leiðir af sér minni glæpa í samfélaginu einnig. Tek það samt fram að það eru eingöngu nokkrir staðir í landinu sem þú getur nálgað heróín og ég held það sé erfiðara en maður heldur, þannig þó svo þetta sé löglegt þá er ástæaða fyrir því. En já það var semsagt kosið í landinu í gær að heróin skuli nú vera leyft en þeir ákváðu að banna kannabis, kannabis var reyndar leyft hér í Ticino fyrir nokkrum árum síðan. Það sem mér finnst soldið flott með þessa Svisslendinga er að þeir kjósa um allt, þá meina á bara held ég allt, það er þannig menning í landinu að allir fara og kjósa. Finnst að þetta sé soldið skemmtilegt og lýðræðislegt, fólkið í landinu ákveður hlutina, ekki allt ákveðið af einum hægri flokk eða vinstri, getur farið vinstri í einum hlut og hægri í hinum.

í Sviss er snjór, það er mikill snjór, það er mjög gaman.

 

þangað til næst...........óska ég landanum til hamingju með 90 ára fullveldi.......


Skrapp út.......

jú skrapp aðeins út í dag, byrjað að snjóa hérna í hinni fögru borg/bæ Lugano. Leiddist eitthvað og nennti ekki að hanga inni, ákvað bara að smella mér í eitursvala hvíta Burton snjóbrettajakkann minn og rölta aðeins um bæinn. Setti stórvinkonu mína frú Torrini á fóninn og naut veðursins, hrikalega góð nýja platan hennar annars. Vorum semsagt í gær í thanksgiving og það er óhætt að segja að við borðuðum á okkur gat, líka meðlætið með þessu er hrikalega gott, soldið heavy matur en maður borðar sona ekki oft. Ég er búinn að ákveða í framtíðinni mun ég klárlega halda þessa hátíð á klakanum, vinir og vandamenn innilega velkomnir. Fengum afganga af kalkúninum með okkur heim og var hann etinn bæði núna í hádeginu og í kvöldmat. Er samt búinn að ákveða nokkrar uppskriftir sem ég mun henda kalkúninum í, í fyrsta lagi er það bernaise kalkúna pizza með lauk, sveppum og osti, mjög spenntur fyrir þessari pizzu. Önnur uppskrift sem ég hef hugað að er hvítlauksosta pasta með kalkún, bræða smá hvítlauksost (að heiman einmitt) í krafti, og bæta smá mjólk útí, steikja smá blaðlauk, venjulegan lauk og eitthvað sona grænmeti, blandað saman með góðu pasta og kalkún, verður hrikalega gott.

langaði einnig að henda nokkrum myndum frá deginum

n84200003_30238050_9316

PB280056útsýnið af svölunum.

PB280084

sona ein af kallinum við vatnið í lokin, ef óskað er eftir fleirum myndum vinsamlegast hafið samband við viðkomandi.

 

þangað til næst............njótum við blíðunnar..........þó svo hann snjói......


Gjörum þakkir á degi þakka.......

Já það er einmitt thanksgiving í dag, eitt við þessa hátíð að hún er nú eiginlega bara í Baaaandaaríkjunum. Ég er nú ekki mikið fyrir að vera taka upp einhverjar amerískar hátíðir, yfirleitt prómótaðar af blómasölum heima, einsog valentínusardagur og eitthvað svoleiðis. Hinsvegar er þessi hátið soldið öðruvísi, held það séu ekki mikið um blómakaup eða kort. Heldur er þetta bara spurning um að reyna að borða hrikalega mikið.....og síðan aðeins meira, var með fjölskyldu og vinum, í okkar tilfelli vinum okkar hérna. Fórum einmitt í fyrra líka í mat hjá Meghan og Sally og það var helvíti gott verð ég að viðurkenna, risa kalkúnn, 3 sósur, svo mikið meðlæti að þú hefðir alveg getað slepp kalkúninum, smá rauðvín, spjall og afslappelsi. Þegar ég mun búa á Íslandi í framtíðinni verður þetta hátíð sem ég ætla að taka upp, það er nebblilega alltaf soldið gaman að borða góðan mat með góðu fólki og hafa það gaman. Síðan getur maður sennilega þakka fyrir ýmislegt, eða allavega pælt sjálfur í því hvað maður hefur það í raun gott, þó svo það sé búið að þrengja sultarólina eitthvað síðan maður kom.

Jæja ég verð allavega í kvöld með 12 kílóa kalkún fyrir framan mig, sósur og meðlæti, rauðvín í hönd og búinn að hneppa frá einni tölu. turkey

 

þangað til næst...........höfum það soldið gott...........


Sísonið er byrjað.......

Sá skemmtilegi atburður átti sér í gær að ég smellti mér á bretti. Veður: -slatti (-4-14) sirka eftir hvar maður var í fjallinu, fann lítið fyrir því samt, sól og heiðskýrt, hellingur af snjó. Fór semsagt í gær með Peter og kærustunni hans til Andermatt í gær, finnst þessi staður alveg hrikalega skemmtilegur, ekki commercial túristastaður hérna í Sviss. Mjög mikið af lócal fólki sem fer þangað og fólk yfirleitt frekar gott í brekkununum. Verð bara að segja það er eitthvað svo róandi við að komast uppí fjöllin hérna, þetta er hrikalega fallegt, toppurinn í þetta 3000 metrar, fjöll allt í kring, held það séu um 600 toppar í kring, eða nota þeirra lýsingu á þessu: On the top of the nearly 3000 meter high Gemsstock, a spectacular panoramic view of more than 600 summits makes your heart beat faster. Veit ekki hvort hjartað hafi tekið einhvern kipp en get allavega sagt að ákveðin hugarró kemst yfir mann. Maður er ekki mikið að spá öll þau verkefni maður á eftir í skólanum, gengið að drepa mann, maður er ekki að fara fá vinnu eftir nám og þar fram eftir götunum. Eina sem kemst fyrir mann er að renna sér niður, njóta útsýnisins og hafa það gott. Mæli algjörlega með þessu og vona bara maður komist aftur sem fyrst, tel að það verði reyndar ekki fyrr en eftir 2 vikur þegar maður klárar öll þessi verkefni, en allavega eitthvað til að hlakka til.

 

þangað til næst...........fáum okkur harðsperur........bætir líkama og sál......


Flýgur einsog fuglinn frjáls.......

Já get nú sagt það strax að við urðum semsagt ekki skólameistar Sviss við strákarnir í USI. Enda var liðið ekki nógu gott aftur, var frekar fúll með það þar sem þeir sem spila með mér í liði í innanskólamótinu eru töluvert betri en pappakassarnir sem voru þarna. Þetta eru reyndar fínir strákar, allir frá annaðhvort Ítalíu eða Sviss Ítalíu, þar afleiðindi ekki mikil enskukunnátta þar á ferð. Mín ítölsku kunnátta kannski ekki sú besta heldur en þeir spjölluðu bara við mann á ítölsku þeir sem kunnu ekki ensku og maður bara brosir og segir siiii siiii og hlær eða eitthvað. Annars mjög gaman að fara þangað til Basel og aðeins útúr Lugano.

Það sem er núna á dagskrá er stíf verkefna vinna, við Gunni erum með 3 frekar stór verkefni sem eru að klárast þessa dagana. Hlakka slatta eftir að þau eru búin og maður getur einbeitt sér að öðru, einsog að redda sér internship næstu önn, sjáum hvernig það gengur. Er samt með nokkuð vítt svæði sem ég er til í, kallast víst alheimurinn, ekki heimurinn heldur alheimurinn,  það er stórt.

Var síðan að bóka mér flug heim áðan um jólin, kem heim semsagt þann 18 des og fer aftur út þann 11 jan. Virkilega gaman að bóka sér flug, átti sona punkta, ekki mikið um lausar punktaferðir en það slapp. Líka gaman að sjá hvað maður er að bóka í skatta og gjöld fyrir að nota punkta en ég borga 25.080,- íslenskar krónur fyrir það. Var að spjalla við fólk hérna og segja hvað maður borgar þó svo maður noti punkta og þau bara hlæja og spurða hvað sé að okkur og tilhvers eiginlega þessir punktar eru ef við þurfum samt að borga sona mikið. Síðan fyrir utan þetta borgar maður 100 pund frá til london og síðan 350 danskar frá köben aftur til Milano. Verð nú samt að segja að þegar ég flaug núna síðast með icelandair kostaði það mig 70þúskall frá köben + til köben þannig maður er að borga töluvert minna núna.

Við Gunni erum samt komnir með plan sem verður sett í framkvæmd á morgunn. Málið er að UBS er að taka krónuna á þetta 300-350 kall held ég í dag. Við ætlum að tjékka hvort það sé möguleiki á að kaupa krónur hjá þeim fyrir franka, einn franki þá 350 sirka á móti 115 einsog heima. Tel nú reyndar engar möguleika á þessu en þar sem ég þarf að fara í bankann verður klárlega spurt um þetta.

 

þangað til næst................ekki benda á mig.......sagði Dabbi kóngur.......


Campione de Universita Swizzzzzera.....

Jú er að fara á morgunn til Basel að spila knattleik með skólaliðinu, fór einmitt í fyrra líka, hafði mjög gaman af því. Það sem var einni helst hressandi að sjá að við vorum frekar seinir, soldið ítalskt, 3 mínútur í leik, allir inná bað með gelið að hressa uppá lúkkið, soldið ítalskt, síðan voru þjóðverjarnir og frakkarnir sona létt að bauna á ítalana, sona svipað einsog við gerum hérna nema núna er maður tekinn sem einn af þeim :D gaman af því. Sigur á morgunn, maður veit það ekki en vonum allavega það besta, ég man að maður setti allavega eitt eða tvö í fyrra með tánni, aldrei að vita maður setji kannski nokkur í viðbót.

 

þangað til næst..........verið góð við hvort annað.......það eru að koma jól.......


á KLAKANUM......

Jú er víst heima fram á fimmtudag, þeir sem óska eftir nærveru eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband í síma 8223306. PA260019

Lissabon var það.......

Hef lítinn tíma að skrifa blogg í augnablikinu sökum leti og anna í skóla, þarf að útskýra einhvern mun á securities law enforcement í Evrópu og BNA, ég veit hljómar eiturhressandi en sona er þetta.

Lissbon:

  • Skemmtilegt andrúmslof
  • Breytileg, fín hverfi á móti minni fátækari en samt skemmtileg bæði
  • Virkilega gott næturlíf
  • Virkilega góðir Caipirinha, þá meina ég virkilega góðir
  • Tiltölulega hrein
  • Þó nokkuð mikið af einhverjum gömlum húsum að skoða
  • gott veður, 26 stig og sól
  • góðar samgöngur og virkilega ódýrir leigubílar
  • ódýr borg yfir höfuð, sona ef gengið væri ekki algjör glæpur
  • Væri örugglega með skemmtilegri borgum til að taka Erasmus, held það væri algjör snilld.
  • vingjarnlegt fólk
  • góðar verslanir, bæði þessar venjulegu og einnig margar með unga hönnuði frá borginni

Dettur örugglega meira í hug en þetta er allavega byrjunin, hafði líka hugsað mér að bera saman þær helstu borgir sem ég hef flakkað til á undanförnu ári svo þið kæru hlustendur getið borið saman borgir sem þið getið sennilega ekki farið til í augnablikinu sökum að erfitt er víst að fá gjaldeyri.

 

Ein pæling sem við gunni áttum í strætó í dag, til eru menn sem eru öfuguggar, tel sjálfan mig ekki var einn af þeim, gerir það þá mig að beinum ugga eða bara ugga?

 

þangað til næst............segir ugginn uggandi áfram upp strauminn......


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband