Off to Egypt.....

Jú maður er víst á leiðinni í smá ferðlag á morgunn, eða í nótt reyndar. Stefnan er sett til Egyptalands og ég verð nú bara að segja að manni er byrjað að hlakka soldið til. Við Meghan fljúgum semsagt frá Milan til Cairo, verðum komin þar um hádegið og mun þá starfsmaður frá hótelinu bíða okkar flugvellinum með skilti sem stendur á Mr. Andresson, ekki slæmt það. Við komuna til Cairo verður nú bara eitthvað slakað á í borginni, kannski kíkt á safn, hafa smá menningu í þessu. Daginn eftir förum við svo til Giza að kíkja á þessa pýramida, verður líka pottþétt smellt sér á cameldýr þar líka, maður verður að gera það nátturulega. Um kvöldið munum við svo smella okkur í lest niður til Luxor, lestin er sona overnight train http://www.sleepingtrains.com/ en var reyndar búinn að lesa hjá fólki sem hafði farið í hana og ég get alveg sagt ykkur að þessar myndir á síðunni eru af einhverju allt öðru, er víst frekar skítugt en það er bara ævintýri. Við munum semsagt lenda frekar snemma um morguninn í Luxor eftir langa 10 tíma lestarferð, beint á hótelið sem er reyndar nokkuð flott http://www.starwoodhotels.com/sheraton/property/photos/index.html?propertyID=402#photo_section_0Link, reyndar nokkuð gott hótel og mjög ódýrt sem er fínt. Í Luxor eru nokkrir hlutir sem maður mun hiklaust gera, langar reyndar hrikalega mikið í Loftbelg fyrir ánna Níl, ætlum líka að hoppa í einhvern bát um ánna. Förum síðan einnig í dagsferð að Rauða hafinu, bara sona til að geta tjékkað það af to do listanum hjá sér líka. Annars eru nokkrir punktar hérna sem við munum gera http://www.luxortraveltips.com/sights/sights.htm . Verðum í 3 daga í Luxor og tökum síðan lestina aftur til Cairo á þriðjudaginn og fljúgum þá heim til Milan og erum komin hér seinnipartinn á þriðjudag. Held að þetta trip verði virkilega áhugavert og klárlega eitthvað nýtt sem maður hefur ekki gert áður og gerir sennilega ekki aftur, maður þarf sennilega ekki að sjá pýramídana oftar en einu sinni. 

 

þangað til næst........verð ég kominn frá Egyptalandi.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hey skemmtu þér vel og farðu í sleik við úlfalda!

sævar (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:35

2 identicon

Góða skemmtun og farðu varlega.

marta sigurgerisdóttir (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 18:45

3 identicon

Vá ég datt inn á bloggið þitt maður!

Heils...

Einar Óskar (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband