Egyptaland......ferðasaga......fyrri hluti......

Já kominn tími á mann að setjast niður og segja frá þessarri frábæru ferð. Ef þið eigið leið til Egyptalands mæli ég alveg með prógramminu sem við gerðum, góð ferðaráð til Egyptalands. Þar sem ég verið að hneppa öðrum hnöppum undanfarið er þetta bara fyrri hluti.

 

Fimmtudagur: Jú lögðum semsagt sona í fyrra kantinum af stað, um 4 leitið með uppaháldsflugfélaginu mínu, Alitalia, best í heimi.......næstum...... en allavega við mætum í Cairo um hádegið. Þegar á flugvöllinn var komið vantaði okkur visa áritun, leituðum af einhverri skrifstofu, fundum enga en þá kemur að okkur einhver kall og spyr okkur hvort okkur vanti visa, við játum því. Hann tekur upp límbandsrúllu og límír límmiða í vegabréfið og segir okkur að fara í gegn og hann hitti okkur hinum megin við tjékkinn, sona fær maður semsagt visa áritun í þessu landi, mjög undarlegur maður sem lítur ekki út fyrir að gera neitt þarna nema bjóða útlendingum visa, rukka þau svo of mikið fyrir það, fáránlegt. Allavega á flugvellinum áttum við að vera sótt af hótelinu, bjóst við skilti með Mr. Andresson, sáum það náttúrulega ekki og enginn að pikka okkur upp, frábært. Ég bjalla á hótelið og hann biðst afsökunar á að hafa ekki komið en segir okkur að taka taxa og hann borgi fyrir hann. Hann sagði okkur hvað hann ætti að kosta, við segjum það við leigubílstjórana og þeir segja já, síðan breyttu þeir bara verðinu þegar að bílnum var komið og við bara æj okei. Búinn að vera 10 mínútur í Egyptalandi og strax búið að svindla 2 sinnum á manni, kom síðan seinna í ljós í ferðinni að þetta var víst ekki í eina skiptið, virstist einkenna þá alla.


Við allavega bara uppá hótel, henda draslinu inn og síðan stefnan sett á Egyptian Musem. Safnið alveg hrikalega stórt, fullt af flottu stöffi til að sjá, neiti því ekki. Eftir safnið þurftum við að skreppa á lestarstöðina og kaupa miða fyrir overnight trainið til Luxor. Ég var eitthvað búinn að lesa að maður þyrfti að borga með US dollars (þeir nota Egyptian pounds) en hélt að það væri bara eitthvað bull. Neinei síðan kemur í ljós að þetta fyrirtæki, sem starfar eingöngu í Egyptalandi tekur ekki við sínum eigin gjaldmiðli. Sá líka afhverju þeir höfðu ekki svarað tölvupóstunum sem ég var búinn að senda þeim og spurja um hitt og þetta, þeir eru náttúrlega ekkert með tölvu þannig ég skil varla þetta email hjá þeim, getur jú verið þeir eigi svoleiðis en ég ætla að leyfa mér að efast eftir að hafa séð skrifstofuna þeirra.


Allavega eftir þetta var komið að snæðing, hvað er betra en hressandi Shwarma, man eftir að hafa farið ófáum sinnum á djamminu með Edda á Habiby (komst að því að það þýðir elskan mín) og gætt mér á þessum rétti, algjör snilld. Þrátt fyrir að hafa vaknað eitursnemma var samt um að gera að skoða soldið meira, smelltum okkur á Light and Sound show við pýramídana og Sfinxinn. Fékk nú alveg sona nettan aulahroll yfir röddunum og hljóðunum en að sjá þetta upplýst með hinum og þessum ljósum var alveg hrikalega flott, þarna fyrst fattaði maður í raun að maður var kominn til Egyptalands.

dscn4400_809798.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir showið var stefnan tekin á khan el kalili (man ekki hvernig þetta er skrifað) markaðinn sem ég var búinn að lesa um og heyra. Þarna eru semsagt egyptarnir að reyna að selja þér alveg haug af drasli og að vera hvítur, seint á ferli þarna, ekki mikið um aðra túrista er ekki það sniðugasta. Áreitið sem þú færð er meira heldur en ég hef nokkurn tíman séð og þetta nauðgar manni algjörlega andlega. Mæli samt alveg með að fara á markaðinn en myndi reyna að fara fyrr um daginn, við vorum rétt fyrir miðnætti. Bætti síðan víst ekki úr skák að við viltumst eitthvað á leið útúr markaðinum og enduðu í svokölluðu mosku hverfi sem er var reyndar mjög flott, hvar samt soldið shaky. Tveimur dögum síðar kveikti ég örstutt á sjónvarpinu og sá að það var gerð hryðjuverka árás á markaðinn sem beint var sérstaklega að túristum, allavega 2 létu lífið og 14 aðrir særðust. Verð að segja fékk eitt aukakipp í hjartanu og þakkaði mínum sæla.

Moskur hjá Khan el kalili


Föstudagur: Vorum ekkert að stressa okkur of mikið á því að vakna of snemma enda gærdagurinn búinn að vera mjög langur. Stefnan fyrir daginn var samt sett á að fara aftur að pýramidunum og skoða þá betur. Þrasið við Egyptana hélt náttúrulega áfram og það að borga til að komast að þeim voru þeir að svindla á okkur, ekki að við séum ekki að fatta það heldur er maður að rífast í þeim í sona korter og næstum byrjaður að öskra á þá og segja þeim að drullast til að gefa okkur rétt verð og hætta að reyna að svindla á okkur. Þeir gefa sig ekki og auðvitað vill maður sjá pýramídana þannig maður verður bara að láta sig hafa þetta, tek það reyndar fram að þetta voru nú ekkert stórar upphæðir í þessum tilfellum en að þurfa í hvert skipti sem þú borgar að þurfa að þrasa og rökræða við þá. Meirasegja á opinberum stöðum sem eru reknir af ríkinu, svipað að fara í árbæjarsafn og gaurinn á kassanum smellir bara þeim prís sem honum dettur í hug á miðann. Þó svo maður væli eitthvað smá yfir þessu þá var algjör snilld að sjá Sfinxinn og pýramídana um bjartan dag, í sól og sandi. Var búinn að setja á to do listann minn að smella mér á cameldýr fyrir framan pýramídana, þið getið bara séð hvernig maður lúkkar :)

Stjánsen á Camel

p2200033.jpg

Vorum í nokkra tíma við pýramídana og ætluðum síðan að henda okkur aftur til cairo, sona um 40 mínútur þangað þó svo það hafi bara verið 15 kílómetrar eða svo. Verð samt að nefna að eftir pýramídana var ég svangur, og beint fyrir framan hliðið var KFC, þar sem við vorum að flýta okkur og fundum ekkert annað í kring ákváðum við að hoppa inn. Maturinn var náttúrulega ekkert á við heima en að sitja við gluggan á 2 hæðinni á staðnum með hrikalega flott útsýni yfir pýradmídana gerði upplifunina alveg magnaða, gæti trúað ef íbúðarhúsnæði hefði þetta útsýni væru það nokkurhundruðmilljónirnar sem þú þyrtir að borga fyrir það.

dscn4509.jpg

En já við komuna til Cairo var aðeins rölt í kringum hótelið, keypt bacclava og eitthvað að eta ef maturinn í lestinni sem við áttum að taka um kvöldið og nóttina skildi vera óætur. Við vorum komin uppá lestarstöð um 8 leitið og lestin fór hálftíma síðar. Þetta er semsagt overnight train og við vorum með okkar eigin bás. Þetta var nú ekki nýjasta lestin en hreint á rúmmum, eiginlega hægt að borða matinn og var bara skemmtilegt ævintýri að taka þessa lest, þó svo maður hafi nú ekki getað sofið mikið sökum hristings í lestinni.


Langði samt að reyna að lýsa Cairo borginni örlítið. Þessi borg er án efa ein mesta geðveiki sem ég hef komið til, og mér fannst Bangkok nokkuð hress á því. Í borginn búa semsagt 8 milljónir og í heildina eru þetta 17 milljónir sem búa í borginni, örlítið meira en árbærinn og breiðholtið samanlagt. Umferðin er alveg mögnuð, kannski 2 akreinar stundum en samt 4 bílar hlið við hlið einsog allir séu bara í klessó, lentum sem dæmi í 2 “árekstrum” fyrsta daginn í leigubílunum. Þeir voru nú ekkert að kippa sér mikið við þetta en annar ákvað nú samt að rífa sig örlítið útum gluggann, alveg magnað. Bílarnir ekki þeir nýjustu, venjulega gamlar Lödur og bílar í þeim dúr, sá fyrir mér að græni Escortinn minn hefði nú tekið sig bara helvíti vel út þarna. En já ætla nú ekki alveg að dæma þessa borg út frá 2 dögum en virkilega skemmtileg upplifun að hafa komið þangað og eytt smá tíma í borginni, bara að sjá fólkið, húsin, menginuna, umferðina var hrikalega skemmtilegt.


 

En já mun síðan bæta við seinni helming af ferðinni um helgina. Þá verður semsagt fjallað um Luxor og einnig ferðina að Rauða hafinu. Kannski fleiri myndir líka, þyrfti reyndar að setja eitthvað af þeim 700 myndum sem ég er með úr ferðinni, já við vorum túristar :D

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hva ekki nema 700 myndir!

þið voruð í 5 daga minnir mig sem gerir þá 140 myndir á dag sem eru rétt tæplega 6 á klst alla ferðina.

vel að verki staðið ;)

Sævar (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 10:26

2 identicon

Fuckin' towelheads!! :)

Eddi (IP-tala skráð) 12.3.2009 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband