Back to reality........

Jú kom semsagt aftur hingað í bæinn, alltaf jafngaman að ferðast einn í 13 tíma, sem er alltaf jafnfáránlegt miðað við hvað þetta er nú stutt. Klakinn var samt virkilega góður, fór ótrúlega vel um mann heima hjá M&P, hitti mikið af góðu fólki sem maður kemur til með að sakna og maður verður bara að segja það er alltaf jafn gaman að koma heim. Núna er það hinsvegar bara raunveruleikinn sem tekur á móti manni, próf og viðeigandi hressleiki. Er einmitt búinn að vera að skrifa eitt próf sem við höfum í 3 vikur, sjaldan lent á janf löngu og tímafreku prófi. Það er semsagt í Corporate Govarnence, mikil lögfræði sem heillar mann nú ekker gríðarlega heldur, en einsog við segjum þá reddast þetta. Byrja síðan í venjulegum prófum þann 23 jan og klára 30 jan, 4 próf minnir mig. Eftir próf byrjar maður að ritgerðast á fullu, er kominn með sona smá topic í huga en það er quantitative visuals in annual reports, sjáum hvernig það fer. En sona að aðeins hressari hlutum þá er stefnan að sjálfsögðu sett á smá bretti, get reyndar ekki beðið eftir að komast uppí fjöll, stefni líka eftir prófin að taka góða helgi í Laax og njót lífsins soldið. Aldrei að vita maður reyni síðan líka að snapa sér viðtöl einhverstaðar í evrópu, vonum það besta.

 

þangað til næst.........gleymdi ég að strengja áramóta heit........geri það næst......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband