Lago Muzzano......

Jújú mikið rétt maður situr sveittur í próflestri, gríðarhressandi, svo hressandi að ég fattaði áðan að ég hafði ekki farið útúr húsi núna í næstum 2 sólarhringa. Ákvað því að fá mér smá hjólatúr til Muzzano sem er lítið vatn hérna rétt við, hef venjulega hlaupið þennan hring, rétt yfir 5 kílómetra en það er kalt úti og snjór hér og þar ennþá, hjólið var bara fínt. Annars ganga prófin nú bara ágætlega, búnir með 1 og er að klára þetta blessaða heimapróf í dag. Þá á maður þetta 3 próf eftir og fyrirfram mun á áætla að eitt þeirra verði í strempnari kantinum, hin munu vera aðeins betri. 

Langaði líka snöggvast að mæla með LINUX, ég veit maður er kannski ekki mesta tölvunördið í bænum en ég verð að segja að þetta er bara helvíti gott, ekki flókið og tekur engan tíma að læra á þetta. Tölvan hjá mér virkar miklu betur, hraðar, ekkert popup og þetta er að lúkka miklu betur, þakka Eddanum kærlega fyrir þetta. 

Annars er maður bara að hlakka til að klára prófin og fara koma sér soldið uppí fjöll, þetta gengur ekki, þó svo maður hafi örlítið skramplast síðast. Vorum líka búin að kaupa okkur miða á Emiliönu Torrini í Milano þann 12 feb, það verður örugglega sérdeilisprýðilegt geim. 

Langar að enda þetta á einni mynd frá hjólatúrnum, kallinn var eitursvalur á hjólinu með pensarann.

 p1250108.jpg

 

 

þangað til næst............ langar mig mega í sunnudagsroast í kvöldmatinn.......... verst það er ekkert til......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sjitt hvað kjeppinn er töff!

sævar (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 11:36

2 identicon

Linux what??

erladögg (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 13:55

3 identicon

LINUX þú veist, ekki windows heldur hitt stýrikerfið sem bara mega tölvulúðar (og ég) nota.

Kristján (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband