Alltaf að blogga ........

í dag er sunnudagurinn 3 Maí sem er einmitt merkur fyrir þær sakir að þennan dag er níundi í sólstöðum ef litið er til baka á endurhvarf sólar. Fannst bara að ég yrði að blogga.

 

Annars já eitthvað búið að gerast hlýtur að vera,

  • eddi og frú komu í heimsókn
  • snilld að fá þau
  • síðan voru páskar, fengum gott fólk í mat til okkar (lambalæri og bernaise)
  • sólin kom
  • snjórinn fór
  • enn að skrifa ritgerðina mína
  • enn að sækja um vinnur
  • fer til Luzern á þriðjudaginn
  • Lausanne á miðvikudaginn
  • Neuchatel á fimmtudaginn
  • ég tala samt enga frönsku
  • skaut úr skammbyssu í fyrsta skipti (Sig Sauer 210, Svissneskur skammari notaður af hernum)
  • fólk byrjað að huga hvað það gerir eftir að námi lýkur
  • ég ætla að vera í evrópu
  • hvar í evrópu.........kemur í ljós......

þangað til næst..........eee voi ví baquette eee france......... aðeins að hita mig upp fyrir næstu viku.......

Egyptaland......seinni hluti......2/2......

Laugardagur: Eftir 10 tíma lestarferð var komið til Luxor í fyrri kantinum, eða um 4:30, herbergið okkar á Sheraton hótelinu ekki alveg tilbúið þannig um að gera að nota tímann og skoða helstu staðina í Luxor. Byrjuðum á að fara í Karnak temple sem var rétt fyrir utan Luxor. Þar sem við vorum í fyrri kantinum voru hinir túristarnir ekki mættir og við gátum verið í friði að skoða staðinn. Mjög flottur staður og alveg magnað að sjá þetta, náttúrlega smá geðveiki í þessu öllu hvenær þetta allt er byggt og stærðin á þessu. Eitt skondið að á flestum þessum stöðum er svokölluð Túristpolice, þeir koma semsagt stundum upp að þér og spurja hvort þeir eigi ekki að taka mynd af þér, þú segir jú þar sem þér finnst rangt að neita manni sem heldur á bæði skammbyssu og vélbyssu, síðan gefur maður þeim eitthvða klink fyrir. 

Við Karnak Temple

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem klukkan var nú ekki orðin margt (8 um morgun) þegar við vorum búin að skoða Karnak ákváðum við náttúrulega bara að halda áfram að túristast. Tókum leigubíl til Valley of the Kings til að sjá tombsið hjá hinum og þessum merku mönnum einsog King Tut og fullt af Ramses gaurum. Í þessum Valley eru um 63 grafir og hægt er að fara inní nokkrar þeirra. Við fórum inní 3 þeirra og verð að segja þetta var frekar áhugavert. Reyndar búið að ræna flest öllu þarna en sú gröf sem mest var inní var King Tut en allir munirnar þar höfðu verið settir á the Egyptian Museum í Cairo sem við vorum einmitt búin að sjá, hressandi nokk. Eftir Valley of the King var brunað í Valley of the Queens sem var sona hálfglatað, flottast gröfin var lokuð en hann bauð okkur samt að sjá hana fyrir 20.000 pund (bresk), ég tjáði honum að væri að spá að sleppa því. Létum síðan leigubílstjórann keyra okkur að hatsutsum (vá veit ekkert hvernig þetta er skrifað), fór líka í Alabaster verksmiðju að sjá hvernig þeir búa til einhverja vasa og eitthvað rusl úr grjóti. Eftir að hafa verið á ferðinni núna þónokkuð lengi var kannski kominn tími á að smella sér á hótelið aðeins. Við höfðum semsagt haft leigubílstjóra með okkur allan morguninn, eða hálfan dag og fyrir það borguðum fyrir þrjúþúsund kall, og tek það fram að við borguðum örugglega of mikið en maður nennir stundum ekki að þrasa í hálftíma fyrir nokkra hundraðkalla.

in the Valley

p2210096.jpg

Jæja eftir smá afslappelsi var stefnan sett á að skoða ekki safn eða eitthvað þannig heldur bara tjilla í bænum Luxor. Að sjálfsögðu byrjar maður á að borða soldið kabab með baba ganouse og tahini og hummus, snilldargott. Eftir hressandi snæðing fórum við á hestakerru um bæinn, fórum á sona markað þar sem var verið að selja hitt og þetta dót. Þeir síðan neyða þig í raun að stoppa hjá hinum og þessum köllum að skoða eitthvað og helst kaupa. Sá sem stjórnaði vagninum stoppaði hjá einum sérdeilishressandi Egypta sem vildi endilega sýna okkur kryddin sín, við hlustuðum á hann og ákváðum nú að kaupa eitthvað smá af honum, keyptum 2 litla poka af einhverju kryddi og síðan segir hann við okkur 120 EGP (egyptian punds) sem er um 2500 kall, við hlóum að honum og spurðum hvort væri nú ekki í lagi heima hjá honum, hann fór síðan niður með verðið hvað eftir annað og ætlaði ekki að gefa sig, hann var kominn niður í 20 pund (400 kall) og var með svakaleiksýningu um að við værum náttúrulega bara að ræna hann á því verði. Enduðum að kaupa þetta af honum aðalega þar sem við nenntum þessu ekki lengur og vildum koma okkru'i burtu. Hestakerrukallinn stoppaði síðan með okkur á 3 öðrum sona stöðum þar sem var verið að selja hitt og þetta. Ótŕulegt hvað maður getur verið þreyttur á þessu í hvert einasta skipti sem þú ætlar að gera eitthvað þarftu að eyða hálftíma í það. Eftir kerruferðina vorum við orðin frekar þreytt á þessu og ætluðum bara aftur uppá hótel. Við vorum búin að ákveða verð hjá hestakerrukallinum eða 5 pund, eftir ferðina segir hann 50 pund, þá tók aftur við að segja honum við höfum verið búin að ákveða verð, endaði með að borga honum 100% meira en áætlað hafi verið eða 10 pund (200 kall), maður grætur það nú ekkert :D Notuðum þessa hestakerrur reyndar mjög mikið þar sem þetta kostar ekki neitt (fyrir utan röfl náttúrurlega) og það var fínt veður og gaman að fara um Luxor þar sem þeir kalla þessa borg “the worlds greatest open air museum”. Kvöldinu eytt á hótelinu að borða indverskan sem var hreint hnossgæti.

dscn4658.jpg

 

Sunnudagur: Vaknað í fyrri kantinum eða um 5:30 til að smella sér að Rauða hafinu. Þar sem ég er náttúrulega moldríkur mastersnemi þá þýddi ekkert annað en að leigja Limousine til að ferja okkur þangað, um 3 tíma akstur. Það sem þeir kalla hinsvegar Limousine er Toyota Corolla og það fynda við það er að miðað við bílana á götunum þarna var þetta limousine, alveg magnað. Það var semsagt 3 tíma akstur til Safaga og við höfðum lesið soldið undarlegt um þennan veg þangað. Það hefur semsagt verið bannað að ferðast meira en 4 ferðamenn saman í convoy þennan veg en fyrir 2 mánuðum var það leyft. Ég skildi reyndar ekki alveg afhverju en á veginum var sona check point mjög reglulega, kannski 10-20 kílómetra fresti. Á þessum check pointum voru 2 litlir turnar með vopnuðum hermönnum, ásamt bifreið sem þeir sátu í allan tímann, auk þess að vera með skjöld á hjólum og vélbyssu fyrir aftan hann. Ástæðan fyrir gæslunni er í raun til að vernda ferðamenn, og ástæðan fyrir að ekki fleiri en 4 ferðist saman er að ef þeir drepa fleiri en 4 túrista í einu er það mjög slæmt fyrir iðnaðinn hjá þeim. Þetta voru hinsvegar hlutir sem ég vissi ekki alveg þegar ég ákvað að smella mér að Rauða hafinu, en ferðin sjálf þangað var mjög fín og gaman að keyra í gegnum eyðimörkina á “limousine” ;D. Við komuna til Safaga beið okkar bátur, ágætlega stór bátur, voru um 10 manns auk okkar að fara snorrkla þarna. Voru reyndar 10 einhleypar breskar konur á besta aldri eða um 60 ára. Að snorkla í Rauða hafinu á víst að vera hrikalega flott, flottir kórallar og fiskar og það allt. Ég get bara sagt ykkur að það er bara alveg rétt, þvílíkt tært og flott, sáum Nemó og fullt af öðrum fiskum sem sona hálfnörtuðu í mann þegar maður var að snorrkla. Afhverju þetta er kallað Rauða hafið (er ekkert rautt sko) þurfið þið bara að lesa á Wikipedia, eru nokkrar uppástungur þar. En já semsagt stoppuðum á 3 stöðum á bátnum og hent út að snorrkla, fengum hádegismat og kaffi á bátnum sem var mjög gott. Enduðum á sona lítilli strönd sem var lítil eyja og engin leið að komast þangað nema með bát. Vill líka taka fram að það var heiðskýrt og sól og ég brann...... alveg ótrúlega góður dagur og gaman að leika sér í heitum sjó í febrúar. Keyrt aftur til Luxor og slappað af um kvöldið, varð samt náturulega að smella mér á local veitingastað og eta meira af matnum þeirra.

p2220146.jpgEkkert svo rautt rauða hafið.....

 dscn4705.jpg

Mánudagur: Aftur vaknað í fyrri kantinu, alveg kominn með leið á því, vöknuðum semsagt klukkan 4:30, verður bara betra og betra. Það var samt góð ástæða fyrir því að vakna sona snemma, vorum semsagt sótt klukkan 515 til þess að smella okkur í loftbelg og sjá sólina koma upp. Það var alveg haugur af loftbelgjum þarna og maður bara nokkuð spenntur, aldrei farið í loftbelg og það var klárlega á to do listanum hjá manni. Útsýnið var hrikalega gott, sáum Valley of the Kings, Queens, Nobels og fullt af öðrum merkum hlutum, vorum reyndar búin að sjá mest af þessu en nokkuð töff að sjá þetta að ofan, vorum einnig fyrir ofan ánna Níl líka, mjög töff. Loftbelgurinn fór semsagt hæðst í 2050 fet tjáði flugstjórinn mér, skondið samt að vera í einhverri körfu í þessarri hæð og bara horfa fram af. En já vorum eitthvað yfir klukkutímann í körfunni þar sem honum gekk illa að lenda. Vindáttin var eitthvað óhagstæð (var enginn vindur) og hann var alltaf að reyna að komast á slétt lendi, endaði þannig að hann lenti á sykurakri og bændurnir voru akkúrat að vinna þar sem við lentum og þeir voru svo allt annað en sáttir, alveg brjálaðir, alveg fyndið.

p2230158.jpgp2230181.jpg

 dscn4788.jpgMjög gaman að halla sér aðeins fram og kíkja niður

 

Eftir að hafa vaknað í fyrri kantinu, smá lúr og tjékka sig út, hótelið var annars mjög flott, 5 stjörnur og mjög ódýrt, flest hostel sem ég hef gist á í Evrópu voru dýrari. Allavega þá var kominn tími á meira af temples, næst var það sjálft Luxor temple sem var í miðjum bænum. Það einsog flest annað var mjög töff að sjá. Það sakaði heldur ekki að veðrið var hrikalega gott, verst að ég var enn brunninn frá deginum á undan. Smelltum okkur eftir þetta í einhverja risa moskvu sem var þarna hjá. Hún er ekkert túrista neitt en mig langaði til að sjá, spurði þá bara og þeir meira en til í að rölta með mig um moskvuna, mjög áhugavert. Kominn tími á mat og hvað er betra en meira Sharwma, babaganúúús, tahini og smá hummus :D

dscn4871.jpgp2230219.jpg

 

Það var byrjað að líða á seinnpartinn á deginu og enn eitthvað eftir á to do listanum og það var að sjálfsögðu að fara í cruise á ánni Níl. Það er alveg haugur af gaurum alltaf að reyna að fá þig til að koma á bátinn sinn, erum með báta sem kallast Felucca og eru frekar stórir. Það voru 2 egyptar sem stjórnuðu bátnum og voru frekar tjillaðir. Settu Bob Marley á fóninn og náðu í stóran Bob Marley fána sem þeir flögguðu, ótrúlega tjillað, sólin að setjast, glæsilegt útsýni og ekki amalegt að hafa séð sólina koma upp í loftbelg og horfa á hana fara niður á Felucca bát á Níl, mæli algjörlega með þessu dagsplani.

p2230247.jpgdscn4940.jpg

(stoppuðum á Banana Island, og hvað borðar maður á Banana Island annað en Banana, spurning)

 dscn4923.jpg

Marley Sólinn að setjas og Bob Marley fáninn í tjillinu

 dscn4966.jpg

Eftir bátsferðina stefnan sett á El Souk markaðinn í Luxor, bara sona rétt til að fá smá áreiti eftir að hafa verið laus við það í heila 2 tíma á bátnum, sona að mestu leiti. Vantaði líka að kaupa eitthvað rusl þar sem ég hafði ekki nennt því enn, tíminn að renna út og kominn tími á að negósíeita smá. Smá dæmi um hvað ekkert verð er heilalagt þarna fyrir útlendinga allavega. Fór semsagt í apótek þar sem við vantaði eitthvað aftersun, auðvitað getur maður farið í apótekið og byrjað að semja um verð. Sé alveg fyrir mér að smella sér í Lyfju og neita að borga uppsett verð, ekki krónu meira en 500 kall fyrir þetta vinan :D

Kominn tími á lestarferðina aftur til Cairo, 10 tímaparty lest :D eða sona næstum. Vorum náttúrulega komin í fyrri kantinum til Cairo, 6-7 leitið og flugið um hádegi. Svosem ekki mikið sem maður getur gert þannig við slökuðum bara á kaffihúsi og létum tímann renna sitt skeið. Verð nú bara að segja í heildina litið var þessi ferð frábær. Hef ferðast töluvert með henni Meghan og verður þetta okkar síðasta ferð þar sem hún fer aftur til BNA eftir rétt tæpa 2 mánuði. Höfum farið til Pólands, Slóveníu, Möltu, Portugals, Zurich og ítalíu, held að þessi ferð toppi þetta nú alveg. 

En já mæli klárlega með Egyptalandi, myndi samt vilja ná nokkrum aukadögum við Rauðahafið bara að sóla sig og snorrkla og hafa það gott. Var soldið stíft prógram en samt sem áður ekkert stress eða neitt þannig, bara ekkert gaman að vakna alla daga um 5 leitið :D

 dscn4473.jpg

Endum þetta fyrir framan pýradmidana með Cameldýrinu Michael Jackson

 



Egyptaland......ferðasaga......fyrri hluti......

Já kominn tími á mann að setjast niður og segja frá þessarri frábæru ferð. Ef þið eigið leið til Egyptalands mæli ég alveg með prógramminu sem við gerðum, góð ferðaráð til Egyptalands. Þar sem ég verið að hneppa öðrum hnöppum undanfarið er þetta bara fyrri hluti.

 

Fimmtudagur: Jú lögðum semsagt sona í fyrra kantinum af stað, um 4 leitið með uppaháldsflugfélaginu mínu, Alitalia, best í heimi.......næstum...... en allavega við mætum í Cairo um hádegið. Þegar á flugvöllinn var komið vantaði okkur visa áritun, leituðum af einhverri skrifstofu, fundum enga en þá kemur að okkur einhver kall og spyr okkur hvort okkur vanti visa, við játum því. Hann tekur upp límbandsrúllu og límír límmiða í vegabréfið og segir okkur að fara í gegn og hann hitti okkur hinum megin við tjékkinn, sona fær maður semsagt visa áritun í þessu landi, mjög undarlegur maður sem lítur ekki út fyrir að gera neitt þarna nema bjóða útlendingum visa, rukka þau svo of mikið fyrir það, fáránlegt. Allavega á flugvellinum áttum við að vera sótt af hótelinu, bjóst við skilti með Mr. Andresson, sáum það náttúrulega ekki og enginn að pikka okkur upp, frábært. Ég bjalla á hótelið og hann biðst afsökunar á að hafa ekki komið en segir okkur að taka taxa og hann borgi fyrir hann. Hann sagði okkur hvað hann ætti að kosta, við segjum það við leigubílstjórana og þeir segja já, síðan breyttu þeir bara verðinu þegar að bílnum var komið og við bara æj okei. Búinn að vera 10 mínútur í Egyptalandi og strax búið að svindla 2 sinnum á manni, kom síðan seinna í ljós í ferðinni að þetta var víst ekki í eina skiptið, virstist einkenna þá alla.


Við allavega bara uppá hótel, henda draslinu inn og síðan stefnan sett á Egyptian Musem. Safnið alveg hrikalega stórt, fullt af flottu stöffi til að sjá, neiti því ekki. Eftir safnið þurftum við að skreppa á lestarstöðina og kaupa miða fyrir overnight trainið til Luxor. Ég var eitthvað búinn að lesa að maður þyrfti að borga með US dollars (þeir nota Egyptian pounds) en hélt að það væri bara eitthvað bull. Neinei síðan kemur í ljós að þetta fyrirtæki, sem starfar eingöngu í Egyptalandi tekur ekki við sínum eigin gjaldmiðli. Sá líka afhverju þeir höfðu ekki svarað tölvupóstunum sem ég var búinn að senda þeim og spurja um hitt og þetta, þeir eru náttúrlega ekkert með tölvu þannig ég skil varla þetta email hjá þeim, getur jú verið þeir eigi svoleiðis en ég ætla að leyfa mér að efast eftir að hafa séð skrifstofuna þeirra.


Allavega eftir þetta var komið að snæðing, hvað er betra en hressandi Shwarma, man eftir að hafa farið ófáum sinnum á djamminu með Edda á Habiby (komst að því að það þýðir elskan mín) og gætt mér á þessum rétti, algjör snilld. Þrátt fyrir að hafa vaknað eitursnemma var samt um að gera að skoða soldið meira, smelltum okkur á Light and Sound show við pýramídana og Sfinxinn. Fékk nú alveg sona nettan aulahroll yfir röddunum og hljóðunum en að sjá þetta upplýst með hinum og þessum ljósum var alveg hrikalega flott, þarna fyrst fattaði maður í raun að maður var kominn til Egyptalands.

dscn4400_809798.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir showið var stefnan tekin á khan el kalili (man ekki hvernig þetta er skrifað) markaðinn sem ég var búinn að lesa um og heyra. Þarna eru semsagt egyptarnir að reyna að selja þér alveg haug af drasli og að vera hvítur, seint á ferli þarna, ekki mikið um aðra túrista er ekki það sniðugasta. Áreitið sem þú færð er meira heldur en ég hef nokkurn tíman séð og þetta nauðgar manni algjörlega andlega. Mæli samt alveg með að fara á markaðinn en myndi reyna að fara fyrr um daginn, við vorum rétt fyrir miðnætti. Bætti síðan víst ekki úr skák að við viltumst eitthvað á leið útúr markaðinum og enduðu í svokölluðu mosku hverfi sem er var reyndar mjög flott, hvar samt soldið shaky. Tveimur dögum síðar kveikti ég örstutt á sjónvarpinu og sá að það var gerð hryðjuverka árás á markaðinn sem beint var sérstaklega að túristum, allavega 2 létu lífið og 14 aðrir særðust. Verð að segja fékk eitt aukakipp í hjartanu og þakkaði mínum sæla.

Moskur hjá Khan el kalili


Föstudagur: Vorum ekkert að stressa okkur of mikið á því að vakna of snemma enda gærdagurinn búinn að vera mjög langur. Stefnan fyrir daginn var samt sett á að fara aftur að pýramidunum og skoða þá betur. Þrasið við Egyptana hélt náttúrulega áfram og það að borga til að komast að þeim voru þeir að svindla á okkur, ekki að við séum ekki að fatta það heldur er maður að rífast í þeim í sona korter og næstum byrjaður að öskra á þá og segja þeim að drullast til að gefa okkur rétt verð og hætta að reyna að svindla á okkur. Þeir gefa sig ekki og auðvitað vill maður sjá pýramídana þannig maður verður bara að láta sig hafa þetta, tek það reyndar fram að þetta voru nú ekkert stórar upphæðir í þessum tilfellum en að þurfa í hvert skipti sem þú borgar að þurfa að þrasa og rökræða við þá. Meirasegja á opinberum stöðum sem eru reknir af ríkinu, svipað að fara í árbæjarsafn og gaurinn á kassanum smellir bara þeim prís sem honum dettur í hug á miðann. Þó svo maður væli eitthvað smá yfir þessu þá var algjör snilld að sjá Sfinxinn og pýramídana um bjartan dag, í sól og sandi. Var búinn að setja á to do listann minn að smella mér á cameldýr fyrir framan pýramídana, þið getið bara séð hvernig maður lúkkar :)

Stjánsen á Camel

p2200033.jpg

Vorum í nokkra tíma við pýramídana og ætluðum síðan að henda okkur aftur til cairo, sona um 40 mínútur þangað þó svo það hafi bara verið 15 kílómetrar eða svo. Verð samt að nefna að eftir pýramídana var ég svangur, og beint fyrir framan hliðið var KFC, þar sem við vorum að flýta okkur og fundum ekkert annað í kring ákváðum við að hoppa inn. Maturinn var náttúrulega ekkert á við heima en að sitja við gluggan á 2 hæðinni á staðnum með hrikalega flott útsýni yfir pýradmídana gerði upplifunina alveg magnaða, gæti trúað ef íbúðarhúsnæði hefði þetta útsýni væru það nokkurhundruðmilljónirnar sem þú þyrtir að borga fyrir það.

dscn4509.jpg

En já við komuna til Cairo var aðeins rölt í kringum hótelið, keypt bacclava og eitthvað að eta ef maturinn í lestinni sem við áttum að taka um kvöldið og nóttina skildi vera óætur. Við vorum komin uppá lestarstöð um 8 leitið og lestin fór hálftíma síðar. Þetta er semsagt overnight train og við vorum með okkar eigin bás. Þetta var nú ekki nýjasta lestin en hreint á rúmmum, eiginlega hægt að borða matinn og var bara skemmtilegt ævintýri að taka þessa lest, þó svo maður hafi nú ekki getað sofið mikið sökum hristings í lestinni.


Langði samt að reyna að lýsa Cairo borginni örlítið. Þessi borg er án efa ein mesta geðveiki sem ég hef komið til, og mér fannst Bangkok nokkuð hress á því. Í borginn búa semsagt 8 milljónir og í heildina eru þetta 17 milljónir sem búa í borginni, örlítið meira en árbærinn og breiðholtið samanlagt. Umferðin er alveg mögnuð, kannski 2 akreinar stundum en samt 4 bílar hlið við hlið einsog allir séu bara í klessó, lentum sem dæmi í 2 “árekstrum” fyrsta daginn í leigubílunum. Þeir voru nú ekkert að kippa sér mikið við þetta en annar ákvað nú samt að rífa sig örlítið útum gluggann, alveg magnað. Bílarnir ekki þeir nýjustu, venjulega gamlar Lödur og bílar í þeim dúr, sá fyrir mér að græni Escortinn minn hefði nú tekið sig bara helvíti vel út þarna. En já ætla nú ekki alveg að dæma þessa borg út frá 2 dögum en virkilega skemmtileg upplifun að hafa komið þangað og eytt smá tíma í borginni, bara að sjá fólkið, húsin, menginuna, umferðina var hrikalega skemmtilegt.


 

En já mun síðan bæta við seinni helming af ferðinni um helgina. Þá verður semsagt fjallað um Luxor og einnig ferðina að Rauða hafinu. Kannski fleiri myndir líka, þyrfti reyndar að setja eitthvað af þeim 700 myndum sem ég er með úr ferðinni, já við vorum túristar :D

 

 


Fer að koma að ferðasögu......

Er að skrifa sona litla ferðasögu, eða sona koma mér af því, hérna er samt ein mynd sona til að sanna viðveru manns í Egyptalandinu.

p2200010.jpg

 

 

 

 

 

 

 

dscn4866.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

þangað til næst.........verð ég kominn með alla söguna......


Off to Egypt.....

Jú maður er víst á leiðinni í smá ferðlag á morgunn, eða í nótt reyndar. Stefnan er sett til Egyptalands og ég verð nú bara að segja að manni er byrjað að hlakka soldið til. Við Meghan fljúgum semsagt frá Milan til Cairo, verðum komin þar um hádegið og mun þá starfsmaður frá hótelinu bíða okkar flugvellinum með skilti sem stendur á Mr. Andresson, ekki slæmt það. Við komuna til Cairo verður nú bara eitthvað slakað á í borginni, kannski kíkt á safn, hafa smá menningu í þessu. Daginn eftir förum við svo til Giza að kíkja á þessa pýramida, verður líka pottþétt smellt sér á cameldýr þar líka, maður verður að gera það nátturulega. Um kvöldið munum við svo smella okkur í lest niður til Luxor, lestin er sona overnight train http://www.sleepingtrains.com/ en var reyndar búinn að lesa hjá fólki sem hafði farið í hana og ég get alveg sagt ykkur að þessar myndir á síðunni eru af einhverju allt öðru, er víst frekar skítugt en það er bara ævintýri. Við munum semsagt lenda frekar snemma um morguninn í Luxor eftir langa 10 tíma lestarferð, beint á hótelið sem er reyndar nokkuð flott http://www.starwoodhotels.com/sheraton/property/photos/index.html?propertyID=402#photo_section_0Link, reyndar nokkuð gott hótel og mjög ódýrt sem er fínt. Í Luxor eru nokkrir hlutir sem maður mun hiklaust gera, langar reyndar hrikalega mikið í Loftbelg fyrir ánna Níl, ætlum líka að hoppa í einhvern bát um ánna. Förum síðan einnig í dagsferð að Rauða hafinu, bara sona til að geta tjékkað það af to do listanum hjá sér líka. Annars eru nokkrir punktar hérna sem við munum gera http://www.luxortraveltips.com/sights/sights.htm . Verðum í 3 daga í Luxor og tökum síðan lestina aftur til Cairo á þriðjudaginn og fljúgum þá heim til Milan og erum komin hér seinnipartinn á þriðjudag. Held að þetta trip verði virkilega áhugavert og klárlega eitthvað nýtt sem maður hefur ekki gert áður og gerir sennilega ekki aftur, maður þarf sennilega ekki að sjá pýramídana oftar en einu sinni. 

 

þangað til næst........verð ég kominn frá Egyptalandi.........


Stundum er þessi staður nokkuð góður, allavega vel staðsettur....

Já stundum er þessi blessaði Lugano bær soldið skemmtilegur, smellti mér semsagt í gær í fótbolta úti hérna með strákunum, 12 stiga hiti heiðskýrt og logn, virkilega skemmtilegt og við vorum í yfir 2 tíma að leika okkur. Síðan í dag smellti ég mér til Laax á bretti og þar hélt þetta snilldar veður bara áfram, ekki alveg 12 stig en samt held ég ekki meira en -5 og snjórinn var hreint út sagt snilld. Vorum í fáránlega góðri bretta brekku, púður snjór sem gusaðist upp og brekkurnar hrikalega langar og góðar, einn af betri dögum á bretti yfir höfuð held ég bara. Held að ég hafi klárað mig gjörsamlega með að fara út 2850 metrum niður í 1000 metra á tiltölulega fljótum hraða, fann lærin sona brenna, er einmitt að borga af því núna þar sem ég er gjörsamlega búinn í fótunum (ekki löppunum þar sem menn hafa ekki lappir, þetta innskot var fyrir edda). Hið akademsíska frelsi er yndislegt og ég ætla að njóta þess í nokkra daga í viðbót, ætla mér reyndar að vera vinna soldið í ritgerðinni minni en það er soldið í að kúrsarnir sem ég ætla að taka byrji.

 

þangað til næst.......... ætla ég að njóta þess........


vúúúhúúú búinn í prófum......

Kláraði prófin á föstudaginn síðasta, mjög undarlegt próf reyndar, var ekki nema hálftími, 3 spurningar, held þæri hafi gengið ágætlega. Eftir próf var síðan fenginn sér einn bjór, síðan langaði mig svo geðveikt í KFC en hér er náttúrlega enginn KFC. Ákvað þá bara að búa til sjálfur, var semsagt með kjúllabringur, sett í hveiti (í hveitinu var sterk paprika, pipar, cayenne, salt) síðan sett í egg með mjólk, síðan chilli nachos og saltines crackers, spreyað síðan með sona olíu á pönnu, bara smá. Látið liggja inní ofni í sona 45 mínutur á sona 180 sirka, bringurnar síðan settar á pítubrauð, salsasósa, kál, mæjó = eitt stykki delisjus Zinger borgari, mæli aljörlega með þessu. Fór síðan á bretti í gær, ákváðum að prufa nýjan stað að þessu sinni, hann Lenzerheide (http://www.lenzerheide.com/sites/home/index.html?lang2=en) , tiltölulega stórt staður, snjórinn var frekar harður en við fórum einhverjar krókaleiðir í gengum skóginn sem var helvíti gaman. Enduðum síðan í fjallinu að fara í sona Skate Park, fullt af stökkpöllum og einhverju dóti. Haldið kannski að maður sé orðinn eitthvað pró en þetta var skate park fyrir börn, held ég hafi í alvöru séð sona 3 ára gutta henda sér helmingi hraðar niður heldur en maður sjálfur, einhverstaðar verður maður nú samt að byrja og þetta var nú bara helvíti gaman.

Næstu dagar hjá manni eru soldið sona að koma sér aftur í gírinn held ég að það heiti. Ætla semsagt að fara hitta einn prófessor í vikunni varðandi ritgerðina hjá manni, er samt pinku efinst með ritgerðarefni hjá mér, sjáum til hvar maður stendur í enda vikunar. Held að maður fari líka að byrja að sækja um vinnur, væri fínt að vera kominn með eitthvað þegar maður klárar, langar ekkert voðalega á atvinnuleysisbætur heima á klakanum, vonum bara það besta handa Stjánsen. 

 

þangað til næst.........langar mig hrikalega í einhverjar góðar fréttir.........


Lago Muzzano......

Jújú mikið rétt maður situr sveittur í próflestri, gríðarhressandi, svo hressandi að ég fattaði áðan að ég hafði ekki farið útúr húsi núna í næstum 2 sólarhringa. Ákvað því að fá mér smá hjólatúr til Muzzano sem er lítið vatn hérna rétt við, hef venjulega hlaupið þennan hring, rétt yfir 5 kílómetra en það er kalt úti og snjór hér og þar ennþá, hjólið var bara fínt. Annars ganga prófin nú bara ágætlega, búnir með 1 og er að klára þetta blessaða heimapróf í dag. Þá á maður þetta 3 próf eftir og fyrirfram mun á áætla að eitt þeirra verði í strempnari kantinum, hin munu vera aðeins betri. 

Langaði líka snöggvast að mæla með LINUX, ég veit maður er kannski ekki mesta tölvunördið í bænum en ég verð að segja að þetta er bara helvíti gott, ekki flókið og tekur engan tíma að læra á þetta. Tölvan hjá mér virkar miklu betur, hraðar, ekkert popup og þetta er að lúkka miklu betur, þakka Eddanum kærlega fyrir þetta. 

Annars er maður bara að hlakka til að klára prófin og fara koma sér soldið uppí fjöll, þetta gengur ekki, þó svo maður hafi örlítið skramplast síðast. Vorum líka búin að kaupa okkur miða á Emiliönu Torrini í Milano þann 12 feb, það verður örugglega sérdeilisprýðilegt geim. 

Langar að enda þetta á einni mynd frá hjólatúrnum, kallinn var eitursvalur á hjólinu með pensarann.

 p1250108.jpg

 

 

þangað til næst............ langar mig mega í sunnudagsroast í kvöldmatinn.......... verst það er ekkert til......


Back to reality........

Jú kom semsagt aftur hingað í bæinn, alltaf jafngaman að ferðast einn í 13 tíma, sem er alltaf jafnfáránlegt miðað við hvað þetta er nú stutt. Klakinn var samt virkilega góður, fór ótrúlega vel um mann heima hjá M&P, hitti mikið af góðu fólki sem maður kemur til með að sakna og maður verður bara að segja það er alltaf jafn gaman að koma heim. Núna er það hinsvegar bara raunveruleikinn sem tekur á móti manni, próf og viðeigandi hressleiki. Er einmitt búinn að vera að skrifa eitt próf sem við höfum í 3 vikur, sjaldan lent á janf löngu og tímafreku prófi. Það er semsagt í Corporate Govarnence, mikil lögfræði sem heillar mann nú ekker gríðarlega heldur, en einsog við segjum þá reddast þetta. Byrja síðan í venjulegum prófum þann 23 jan og klára 30 jan, 4 próf minnir mig. Eftir próf byrjar maður að ritgerðast á fullu, er kominn með sona smá topic í huga en það er quantitative visuals in annual reports, sjáum hvernig það fer. En sona að aðeins hressari hlutum þá er stefnan að sjálfsögðu sett á smá bretti, get reyndar ekki beðið eftir að komast uppí fjöll, stefni líka eftir prófin að taka góða helgi í Laax og njót lífsins soldið. Aldrei að vita maður reyni síðan líka að snapa sér viðtöl einhverstaðar í evrópu, vonum það besta.

 

þangað til næst.........gleymdi ég að strengja áramóta heit........geri það næst......


Styttist í Stjánsen......aftur.....

Jú það fer víst að styttast aðeins í mann, áætluð heimkoma er semsagt á fimmtudagskveldið, seint. Verð alveg fram til 10 jan þannig það ætti að vera möguleiki á að hitta kallinn, ef óskað er eftir því. Annars virðist síðustu dagarnir hérna fara í ritgerðaskrif, gengur reyndar ágætlega en tekur bara tíma einsog flest annað. Leyfði mér nú samt að fara á bretti með Peter og honum Janusi frá Danmörku. Fórum á nýjan stað mjög stutt héðan, innan við klukkutíma og heitir Airolo. Minni staður en ég hef farið á en samt nokkuð stór, allavega töluvert stærri en Bláfjöllin og miklumiklumiklu skemmtilegri. Það var þokkalegasta snjókoma allan tímann, sona risaflögur sem féllu niður sem gerir allt virkilega skemmtilegt og jólalegt. Er að verða betri og betri á þessu bretti líka sem er virkilega hressandi, ekki að maður detti ekki nokkrum sinnum við að gera eitthvað rugl einsog einhver stökk en maður verður ekkert góður nema að halda áfram að pusha soldið á sig. Skemmtum okkur allavega mjög vel, flottur staður, ekki margir í fjallinum og stutt frá, good stöff.

Var einnig áðan að keppa úrslitaleikinn í skólamótinu hjá mér, erum með prýðilegt lið unnum úrslitaleikinn nokkuð sannfærandi. Það skemmtilega við að vinna er hvað það er skemmtilegt að vinna, alveg búinn að fatta það. Sá líka markatöluna hjá okkur yfir mótið, spiluðum 7 leiki og erum með þetta yfir 40 mörk í plús, sem er nokkuð gott, yfir 10 mörk skoruð í hverjum leik. Leikurinn gengur yfirleitt fyrir sig þannig við komust kannski 5-6 mörkum yfir og síðan er þetta komið í ruglið hjá okkur og allir vilja skora, en samt gaman þannig.....

 

þangað til næst.........bíð ég eftir að heyra: skilda vera jólahjól..........


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband